Arnarker

ArnarkerArnarker er áhugaverður hellir í Leitarhrauni við gamla veginn sem liggur frá Þrengslavegi út í Selvoginn. Stutt er frá vegi að hellismunnanum sem er gríðar stórt niðurfall þar sem brotnað hefur úr þakinu. Stigi liggur niður í hellinn sem er þarna í um 16 metra dýpi í hrauninu.

Hellirinn er um 516 metra langur. Út frá opi gengur hellirinn í um 100 metra til suðurs en um 400 metra til norðurs og er víðast þokkaleg lofthæð og vítt til veggja. Sumstaðar hefur hrunið heilmikið úr lofti og þarf ávallt að fara með gát um hellinn. Oft er hægt að skoða fallegar ísmyndanir í hellinum og geta ískastalar risið í allt að þriggja metra hæð þegar best lætur.

Heimild: Ferdalag.is

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?