Formleg opnun þjónustukjarnans við Selvogsbraut 1 Þorlákshöfn var 26. nóvember 2004. Um er að ræða þjónustuúrræði fyrir fatlaða sem starfa samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir 38/2018 og reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu. Þar segir meðal annars að fatlaðir skulu eiga kost á búsetu í samræmi við þarfir sínar og óskir.
Heimilið er rekið með það í huga að búa hverjum íbúa heimili sem hentar honum miðað við hans óskir, aðstæður og þjónustuþörf.
Markmið heimilisins að Selvogsbraut 1 er að skapa íbúum öruggt heimili. Íbúar njóta aðstoðar á þeim sviðum er hindranir mæta þeim og leitast er við að örva styrkleika þeirra á öllum sviðum. Lögð er áhersla á að efla sjálfstæði íbúanna, að efla færni íbúa til félagslegra samskipta og auka lífsgæði þeirra í samræmi við óskir þeirra og þarfir, auk þess að styðja þá í að vera virkir þátttakendur í eigin lífi. Það eru sex einstaklingsíbúðir að Selvogsbraut 1 og það er boðið upp á sólahringsþjónustu.
Forstöðumaður Selvogsbrautar 1 er Kolbrún Una Jóhannsdóttir
Símanúmer: 893-3816, netfang: kolbrun@olfus.is