Starfsmat sveitarfélaga

Merki starfsmatsStarfsmat

Markmið með starfsmati er að tryggja að starfsmönnum séu ákvörðuð laun með eins málefnalegum og hlutlægum aðferðum og hægt er.  Að störfum sé þannig raðað til grunnlauna að þau séu hin sömu fyrir störf sem metin eru jafnkrefjandi, óháð starfsstöðum, stéttarfélagi eða kyni. 

Kynning á starfsmatinu:

Starfsmatið er:

  • Greiningartæki er metur innbyrðis vægi starfa út frá ákveðnum forsendum.
  • Samræmd aðferð til að leggja mat á ólík störf.
  • Aðferð til að gera forsendur launaröðunar sýnilega.
  • Viðurkennd leið til að jafna starfslaun fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf skv. starfsmati.

Starfsmatið er ekki:

  • Starfsmatið er aðeins starfaröðunarkerfi en ekki kerfi til að meta hvað eru „sanngjörn“ laun í krónum talið.
  • Mat á hæfi starfsmanna.
  • Mat á árangri starfsmanna.
  • Mat á frammistöðu starfsmanna.

Hvað er kynhlutlaust starfsmat?

  • Til þess að starfsmat geti talist „kynhlutlaust“ þarf það að taka jafnt tillit til þeirra þátta sem einkenna hefðbundin kvenna- og karlastörf.
  • Fengin var sérfræðiaðstoð frá breska jafnréttisráðinu á meðan á hönnun kerfisins stóð til að tryggja kynhlutleysi kerfisins.

Starfsmatsnefnd

Starfsmatsnefnd er skipuð:

  • Þremur fulltrúum stéttarfélaga og þremur fulltrúum Reykjavíkurborgar.

Framkvæmdanefnd starfsmats er skipuð:

  • Þremur fulltrúum stéttarfélaga og þremur fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga.
  • Auk þess eru fulltrúar þeirra stéttarfélaga sem ekki eiga fast sæti í nefndinni boðið á fundi þar sem málefni þeirra félaga eru rædd.

Uppbygging starfsmatskerfisins

  • Þekking og reynsla 38,4%
  • Álag 25,4%
  • Ábyrgð 31,2%
  • Umhverfi 5%

1.  Þekking og reynsla (38,4%)

  • Þekking 16,3%
  • Hugræn færni 7,8%
  • Samskipta- og tjáskiptafærni 7,8%
  • Líkamleg færni 6,5%

II. Álag (25,4%)

  • Frumkvæði og sjálfstæði 10,4%
  • Líkamlegt álag 5%
  • Hugrænar kröfur 5%
  • Tilfinningalegt álag 5%

III.  Ábyrgð (31,2%)

  • Ábyrgð á fólki 7,8%
  • Ábyrgð á verkstjórn, leiðsögn o.fl. 7,8%
  • Ábyrgð á fjármálum 7,8%
  • Ábyrgð á búnaði, tækjum og mannvirkjum 7,8%

IV.  Umhverfi (5%)

  • Vinnuaðstæður 5%

Þrep

  • Hverjum þætti er skipt niður í 5 til 8 þrep – alls eru 77 þrep í kerfinu.
  • Þrepum er ætlað að aðgreina milli mismunandi krafna sem gerðar eru í starfi á tilteknum þætti.
  • Hvert þrep gefur tiltekinn stigafjölda.
  • Heildarstigafjöldi úr starfsmati eru samanlögð stig allra þátta.

Spurningar

  • Alls eru 677 lokaðar spurningar í kerfinu.
  • Gert er ráð fyrir að starfsmaður í starfsmati þurfi að svara á bilinu 80 til 100 spurningum.
  • Svar við spurningu ákvarðar næstu spurningu og útilokar aðrar spurningar.
  • Hvert starfsmatsviðtal tekur 2 til 3 klukkustundir.

Mat á starfi – starfsmatsviðtal

Hlutverk starfsmanns í starfsmatsviðtali

  • Gefa upplýsingar um starfið sitt.
  • EKKI verið að meta persónulega hæfni.
  • EKKI verið að meta frammistöðu.
  • EINUNGIS verið að meta kröfur sem starf gerir til starfsmanns.
  • Fulltrúi starfshóps – oft einn af mörgum.

Starfsmatsviðtal undirbúningur

  • Starfsmenn eiga að koma með starfslýsingu í starfsmatsviðtal, ef starfslýsing er ekki til staðar eða hún er úrelt, er þetta góður tímapunktur til þess að láta útbúa starfslýsingu.
  • Starfsmenn koma með útfylltan spurningalista í starfsmatsviðtal og skilja hann eftir hjá ráðgjöfum.
  • Starfsmatsráðgjafi fer yfir starfslýsinguna og skannar útfylltan spurningalistann áður en viðtal hefst.

Allar frekari upplýsingar um starfsmatið fá finna á www.starfsmat.is

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?