Dagforeldrar

Dagforeldrar eru sjálfstætt starfandi, en Sveitarfélagið Ölfus sinnir lögbundnu eftirliti með starfseminni auk ráðgjafar til dagforeldra og foreldra. 


Dagforeldrar sjá sjálfir um skráningu og innritun barna. Sveitarfélagið Ölfus greiðir framlag með börnum hjá dagforeldrum.
 
Áhugasamir mega hafa samband við sviðsstjóra fjölskyldu og fræðslusviðs, jmh@olfus.is 

Hvernig verð ég dagforeldri ?

Gæða og eftirlitsstofnun velferðarmála veitir leyfi og hægt er að sækja um rekstrarleyfi hjá þeirri stofnun. Inni á mínum síðum er hægt að sjá hvers er krafist til þess að fá rekstrarleyfi til daggæslu í heimahúsum.

Dagforeldrar eru sjálfstætt starfandi en Sveitarfélagið Ölfus sinnir lögbundnu eftirliti með starfseminni auk ráðgjafar til dagforeldra og foreldra.

Til að fá starfsleyfi til daggæslu í heimahúsum þarf að uppfylla skilyrði sbr. reglugerð um daggæslu í heimahúsi nr. 907/2005 með síðari breytingum.

Framlög vegna dvalar hjá dagforeldrum

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkir að greiða mánaðarlega í ellefu mánuði á ári framlag vegna dvalar barna hjá dagforeldri. Ekki er greitt fyrir sumarleyfismánuði, júlí eða ágúst. Sjá gjaldskrá

Reglur um greiðslur vegna dvalar barna hjá dagforeldrum í Ölfusi.

Dagforeldrar í Ölfusi:

 

Ábyrgð foreldra og dagforeldra

Þegar foreldrar/forráðamenn velja dagforeldri fyrir barn sitt er mikilvægt að þeir kynni sér vel þjónustuna sem í boði og allan aðbúnað hjá dagforeldri.

Foreldrar/forráðamenn skulu gera skriflegan samning við dagforeldrið um dvalartíma og gjald fyrir vistunina. Ákvörðun um vistun barnsins er ætíð á ábyrgð foreldra/forráðamanna.

Daggæsla í heimahúsi á að vera góð og uppbyggileg fyrir barnið og skal vera rekin af fagmennsku og umhyggju fyrir börnum. Foreldrar ættu að hafa þetta í huga þegar þeir velja dagforeldri fyrir barnið sitt. Gott er að hafa að leiðarljósi að foreldrar eru að kaupa þjónustu af dagforeldrum og því eðlilegt að gera kröfur um gæði.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?