Fjölskyldu og fræðslusvið fer með málefni félagsþjónustu, barnaverndar, grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla, lýðheilsu- og íþróttamála og frístundamál barna og ungmenna.
Sviðsstjóri fjölskyldu og fræðslusviðs hefur yfirumsjón með faglegu starfi sviðsins, ásamt yfirmönnum á sviðinu sem eru deildarstjóri velferðarþjónustu, íþrótta og tómstundafulltrúi, skólastjórnendur, forstöðumaður lífsgæða aldraðra og íbúðakjarna fatlaðra, deildarstjóri VISS vinnu- og hæfingastöð og matráður skólaeldhúss.
Sviðsstjóri fjölskyldu og fræðslusviðs er yfirmaður sviðsins og hefur með höndum stefnumótun í þeim málaflokkum sem heyra undir sviðið, stýrir rekstri þeirra með áherslu á forystu í málefnum fjölskyldunnar á víðtækum grunni. Hann hefur frumkvæðishlutverk og ábyrgð á stefnumörkun, þekkingaröflun, þekkingarmiðlun og greiningu upplýsinga varðandi viðfangsefni fjölskyldu og fræðslusviðs. Sviðstjóri mótar starfsemi sviðsins og framtíðarsýn þess í samræmi við áherslur bæjaryfirvalda.
Hlutverk fjölskyldu og fræðslusviðs er að veita þjónustu sem snýr að uppeldi, menntun, tómstundum og forvörnum. Þjónusta í velferðarmálum er veitt samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, barnavernd og lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
Áherslur fjölskyldu- og fræðslusviðs er að leitast við að veita öfluga, samþætta og þverfaglega þjónustu til að tryggja farsæld allra barna og hamingju íbúa í Sveitarfélaginu Ölfusi.
Fjölskyldu og fræðslunefnd fer með málefni sviðsins í umboði bæjarstjórnar.