Raufarhólshellir

Raufarhólshellir

Raufarhólshellir

Raufarhólshellir er lengsti hraunhellir á Íslandi utan Hallmundarhrauns og er staðsettur í Leitarhrauni við Þrengslaveg. Hellirinn, sem er 1360 metra langur myndaðist fyrir um 5200 árum í miklu hraungosi.  Á sumum stöðum er hann um 30 metra breiður og lofthæð 10 metrar sem gerir hann að einum víðáttumesta helli á Íslandi. Loftið á hellinum hefur fallið á þremur stöðum sem hleypir fallegri birtu inn í hann. Dropasteinar í hellinum eru nánast horfnir vegna ágangs almennings en áður fyrr var hann fullur af fallegum dropasteinsmyndunum. 

Raufarhólshellir er nú rekinn af einkaaðilum og hægt er að nálgast allar upplýsingar um ferðir á thelavatunnel.is

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?