Húsnæðisbætur
Lög nr. 75/2016 um húsnæðisbætur voru samþykkt á Alþingi og tóku gildi 1. janúar 2017. Á sama tíma féllu úr gildi lög um húsaleigubætur og útgreiðslu húsnæðisstuðnings til leigjenda fluttist til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Markmið laga um húsnæðisbætur er að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda með greiðslu húsnæðisbóta vegna leigu á íbúðarhúsnæði og draga úr aðstöðumun á húsnæðismarkaðnum.
Inni á vefnum www.hms.is er að finna allar upplýsingar er varðar húsnæðisstuðning og umsóknarferlið sjálft auk þess sem þar er að finna reiknivél sem hjálpar leigjendum að átta sig á fjárhæð húsnæðisstuðnings.
Sérstakur húsnæðisstuðningur
Sérstakur húsnæðisstuðningur er greiddur frá sveitarfélögum. Hér má nálgast eyðublað fyrir sérstakan húsnæðisstuðning en vakin er athygli á því að umsækjendur þurfa fyrst að vera komnir með samþykki fyrir greiðslu húsnæðisstuðnings frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Sérstakur húsnæðisstuðningur er fjárstuðningur til greiðslu húsaleigu vegna samþykktra íbúða á almennum markaði til viðbótar við almennan húsnæðisstuðning. Aðstæður umsækjenda eru metnar út frá ákveðnum tekjuviðmiðum.
Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning