Í Sveitarfélaginu Ölfusi eru þrjár flokkunartunnur við hvert heimili. Grá tunna sem er fyrir almennt sorp og í henni er brúnt hólf fyrir lífrænan úrgang, blá tunna fyrir pappír og græn tunna fyrir plast. Málmi, textíl og öðru því sem ekki á heima í þessum tunnum skal skila á gámasvæðið.
Sorphirða á almennu sorpi, lífrænum úrgangi, plasti og blátunnu fer fram þriðju hverja viku í Þorlákshöfn og í dreifbýli Ölfuss. Sjá nánar í sorphirðudagatali hér fyrir neðan. Sveitarfélagið Ölfus er með samning við Kubb ehf. www.kubbur.is um sorphirðu í sveitarfélaginu
Íbúum er skylt að hafa gott aðgengi að tunnum t.d. moka snjó frá tunnum þannig að auðvelt sé að losa þær.
Nánari upplýsingar gefur umhverfisstjóri sími 483-3803 eða 899-0011
Sorphirðudagatal fyrir Ölfus 2024
Sorphirðudagatal fyrir Ölfus 2025
Móttaka sorps fyrir Þorlákshöfn og dreifbýli Ölfuss er staðsett við Norðurbakka 6-8
Sími: 483 3817
Opnunartími:
Mánudaga - fimmtudaga 14:00 - 17:00
Föstudaga 13:00 - 18:00
Laugardaga frá kl. 10:00 - 14:00
Hægt er að skila flöskum og dósum gegn skilagjaldi á þriðjudögum milli kl. 18:00 og 19:00. Dósaskúrinn er staðsettur á Nesbraut gegnt útsýnisskífunni.
Frá og með 1. janúar 2025 þurfa allir sem nota gámasvæðið að greiða við komu fyrir gjaldskyldan úrgang sem þeir þurfa að afsetja. Notkun á rafrænu klippikorti er hætt frá sama tíma. Þetta er í samræmi við lög um meðhöndlun úrgangs sem sveitarfélögum er skylt að uppfylla.
Markmið þessara nýju laga snýst aðallega um að draga úr myndun úrgangs og stuðla að myndun endurvinnslusamfélags hér á landi. Hugsunin er að þeir borga sem henda. Nánari upplýsingar má t.d. finna á vef Umhverfisstofnunar og á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga https://www.samband.is/urgangsstjornun
Til að fjarlægja bíla og annað járn hafið samband við Viðar hjá Viddavélum sími: 892-2407