Velkomin til starfa hjá Sveitarfélaginu Ölfusi.
Hjá sveitarfélaginu starfar stór hópur starfsmanna hjá hinum ýmsu stofnunum og deildum. Lögð er áhersla á að starfsfólk sé ánægt, bæði með starfsumhverfi og starfsanda. Í starfsmannastefnu sveitarfélagsins segir að markmið með fjölskylduvænni starfsmannastefnu sé að taka á öllum þáttum er snúa að sambandi starfsmanna og stjórnenda þess. Mannauður sveitarfélagsins er sá þekkingarauður sem býr í starfsmönnum þess, menntun þeirra, færni og viðhorfum. Starfsmenn sveitarfélagsins mynda sterka liðsheild sem stefna saman að þvi að tryggja ánægju íbúa og veita fyrirmyndar þjónustu.
Á hverju sumri fjölgar starfsfólki um helming þegar sumarstarfsfólk og vinnuskóli byrja.
Starfsfólk Ölfuss sinnir margvíslegum verkefnum sem tryggja eiga velferð og ánægju íbúa Ölfuss, hvort sem um er að ræða störf við leik- eða grunnskóla, heimilishjálp, sambýli, rekstur mannvirkja, höfn, stjórnsýslu eða annað.
Starfsmannahandbók Ölfuss er ætlað að vera upplýsingaveita til starfsmanna um réttindi þeirra og skyldur, símenntun, starfsemi bæjarins og fleiri gagnlegar upplýsingar.