Bæjarstjórn Ölfuss
Bæjarstjórn fer með stjórn sveitarfélagsins samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga, annarra laga og samþykkt þessari. Bæjarstjórn hefur ákvörðunarvald um nýtingu tekjustofna, lántökur og ráðstöfun eigna og um framkvæmd verkefna sveitarfélagsins. Bæjarstjórnarfundir eru haldnir reglulega í Ráðhúsi Ölfuss, Verinu, síðasta fimmtudag hvers mánaðar kl. 16:30. Fundir bæjarstjórnar eru opnir en heimilt er að ákveða að einstök mál skuli rædd fyrir luktum dyrum þegar það telst nauðsynlegt.
Eftirtaldir aðilar skipa bæjarstjórn Ölfuss kjörtímabilið 2022-2026.
Gestur Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar (D) gesturthor@olfus.is
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir (D) sigurbjorg.jonsdottir@olfus.is
Grétar Ingi Erlendsson (D) gretar@olfus.is
Erla Sif Markúsdóttir (D) erlasif@olfus.is
Hrönn Guðmundsdóttir (B) hronn.gudmundsdottir@olfus.is
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson (B) vbaldur@olfus.is
Ása Berglind Hjálmarsdóttir (H) asaberglind@gmail.com
Varamenn:
Guðlaug Einarsdóttiir (D)
Geir Höskuldsson (D)
Davíð Arnar Ágústsson (D)
Margrét Pollý Hansen (D)
Gunnsteinn Ómarsson (B)
Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir (B)
Berglind Friðriksdóttir (H)
Um skipan bæjarstjórnar og verkefni hennar.
1. gr.
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss er skipuð sjö sveitarstjórnarmönnum kjörnum samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórnanr. 5/1998, sbr. 8. og 12. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.
2. gr.
Starfstímabil bæjarstjórnar hefst 15 dögum eftir kjördag í sveitarstjórnarkosningum og gildir til jafnlengdar að fjórum árum liðnum.
3. gr.
Bæjarstjórn fer með stjórn Sveitarfélagsins Ölfuss samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga og annarra laga. Jafnframt fer bæjarstjórn með yfirstjórn stofnana og fyrirtækja á vegum sveitarfélagsins að svo miklu leyti sem sveitarstjórn hefur ekki falið öðrum slíka yfirstjórn.
4. gr.
Bæjarstjórn skal gæta hagsmuna sveitarfélagsins og vera í fyrirsvari fyrir það og vinna að sameiginlegum velferðarmálum íbúa þess.
5. gr.
Bæjarstjórn annast þau verkefni sem henni eru falin í lögum, reglugerðum og samþykktum.
Þá getur bæjarstjórn ákveðið að sveitarfélagið taki að sér verkefni sem varðar íbúa sveitarfélagsins sérstaklega, enda sé það ekki falið öðrum til úrlausnar að lögum.
6. gr.
Meðal verkefna bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Ölfuss er:
1. Að kjósa forseta og varaforseta bæjarstjórnar, bæjarráðs og aðrar nefndir, ráð og stjórnir skv. V. kafla samþykktar þessarar. Kjósa skoðunarmenn til að yfirfara ársreikninga sveitarfélagsins og ráða löggiltan endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtæki sem vinna skal að endurskoðun hjá sveitarfélaginu.
2. Að setja samþykktir og gjaldskrár eftir því sem lög mæla fyrir um og þörf krefur.
3. Að stjórna fjármálum sveitarfélagsins, stofnana þess og fyrirtækja skv. VI. kafla sveitarstjórnarlaga, sbr. og VI. kafla samþykktar þessarar.
4. Að ákveða stjórnkerfi sveitarfélagsins og ráða bæjarstjóra og aðra starfsmenn í helstu stjórnunarstöður hjá sveitarfélaginu.
Samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Ölfuss