Umhverfis-, framkvæmdasvið

Umhverfis-, framkvæmda- og veitusvið fer með byggingarmál, umhverfismál, samgöngumannvirki, viðhalds- og nýframkvæmdir, fráveitu og vatnsveitu og hafnarmál.  

Sviðið hefur yfirumsjón með þjónustumiðstöð, tækjaumsjón, garðyrkju og umhverfi, opnum svæðum, landgræðslu og skógrækt, vinnuskóla, skrúðgarði, sorpmálum og hreinlætismálum.

Einnig hefur sviðið umsjón með fasteignum sveitarfélagsins sem og félagslegu húsnæði. Þá fellur eignarsjóður sveitarfélagsins undir sviðið, umferðar- og samgöngumál, öryggismál, rekstur gatnakerfis, snjómokstur, fjallskil og búfjáreftirlit.

Umhverfisstefna Ölfuss 2014-2018

Davíð Halldórsson umhverfisstjóri Ölfuss.
Skrifstofa hans er í Þjónustumiðstöð Ölfuss.    
Sími: 483-3803 eða 899-0011

Uppgræðslusjóður Ölfuss
Uppgræðslusjóð er heimilt að veita landeigendum, Sveitarfélaginu Ölfusi, félagasamtökum og öðrum umráðahöfum lands, styrki til landbótaverkefna. Með styrkveitingum úr sjóðnum er ætlunin að efla landgræðslu og gróðurvernd í Sveitarfélaginu Ölfusi.

Styrkhæf verkefni;
Við ákvörðun um styrkveitingar er einkum lögð áhersla á verkefni sem falla að framkvæmdaáætlun, en framkvæmdaáætlun Uppgræðslusjóðs Ölfuss beinist að eftirfarandi verkefnum:

a. Stöðvun sandfoks, eflingu gróðurs og jarðvegsverndarskógrækt í nágrenni Þorlákshafnar.

b. Stöðvun jarðvegsrofs og endurheimt gróðurs á um 700 ha landsvæði milli Hengils og Lyklafells.

Umsóknareyðublað
Úthlutunarreglur
Samþykktir sjóðsins

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?