Afþreying og útivist

Frisbígolf.   
Við hlið Þorláksvallar er níu holu frisbígolfvöllur nánari upplýsingar á: frisbígolf

Strandblak.
Við íþróttamiðstöðina eru tveir strandblakvellir.

Heilsustígur í Þorlákshöfn
Heilsustígurinn er 3,8 km gönguleið með æfingastöðvum. Upphaf og lok göngustígsins er við Íþróttamiðstöðina. Fræðsluskilti með æfingum eru við stíginn sem reyna á mismunandi vöðvahópa, annað hvort vöðvaþol eða vöðvastyrk.
Hér má sjá kort af Heilsustígnum

Akstursíþróttabraut.
Á sandinum fyrir ofan Þorlákshöfn er frábært hjólasvæði.  Þar rekur Vélhjóladeild ungmennafélagsins Þórs í Þorlákshöfn bæði Endurobraut og motocrossbraut.  Nánari upplýsingar á  akstursíþróttabraut.

Golfvöllur.
Þorláksvöllur er 18 holu strandvöllur í 30 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík.  Nánari upplýsingar á:  golfvöllur

Fjallahjólagarður
Fyrsta alvöru fjallahjólaæfingarsvæði landsins.  Fjallahjólaæfingarsvæðið eru í gryfjunni við Nesbraut.  Sjá hér.


Fjallahjólabrautin í Gryfjunni

Gönguleiðir í Ölfusi.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?