Fundargerðir

Til bakaPrenta
Framkvæmda- og hafnarnefnd - 54

Haldinn í Þjónustumiðstöð,
19.06.2024 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Guðbergur Kristjánsson formaður,
Grétar Ingi Erlendsson varaformaður,
Erla Sif Markúsdóttir aðalmaður,
Gunnsteinn R. Ómarsson aðalmaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir aðalmaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Benjamín Þorvaldsson hafnarstjóri,
Fundargerð ritaði: Sigmar B Árnason, Sviðstjóri og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskar formaður nefndar eftir að taka eitt erindi inn með afbrigðum, mál númer 10 á dagskrá.
Inná fundin undir málum 1,2,3 og 4 mætti Sigurður Ás Gréttarsson og fór yfir stöðu þeirra.


Dagskrá: 
Almenn mál
3. 2406029 - Sjóvörn við gólfvöll
Óskað er eftir að hluti fjárveitingar úr Herdísarvík verði flutt í sjóvörn við golfvöllinn/golfskálann. Verktakakostnaður við sjóvörn er áætlaður. um 8,5 m.kr. Heildarkostnaður við sjóvörn við Herdísarvík er 33,7 m.kr. þannig að fjárveitingin í það verk skerðist sem því nemur.
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að óska eftir flutning á fjármagni úr sjóvörn í Herdísarvík en ítrekar mikilvægi þess að farið verði í sjóvarnir á svæðinu sem allra fyrst.
4. 2406028 - Suðurvarabryggja-Yfirborðsfrágangur
Sviðstjóri leggur fyrir nefndina 1 drög af teikningum/gögnum vegna fyrirhugaðs útboðs á yfirborðsfrágangi Suðurvarabryggju
Afgreiðsla: Nefndin þakkar fyrir upplýsingarnar
5. 2406031 - Beiðni um viðauka-malbiksyfirlögn hluta Svartaskers
Hafnarstjóri óskar eftir viðauka vegna viðhalds á malbiki á hluta af Svartasker. Um er að ræða kafla vegar sem liggur að hluta í aksturslínu flutningavagna Smyril lins að tollaplani við smábátahöfn ásamt allri umferð að Svartaskersbryggju. Beiðni viðauka er 6,5 milljónir
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir erindið og felur sviðstjóra að óska eftir viðauka fyrir framkvæmdinni.
6. 2406030 - Fastráðning starfsmanns við höfnina
Hafnarstjóri leggur fram minnisblað um stöðu starfsmanna hafnar og óskar eftir heimild til að auka stöðugildi um 1 starfsmann
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir erindið og felur sviðstjóra að óska eftir viðauka.
7. 2212030 - Gatnalýsing - Laxabraut-Nesbraut
Niðurstöður útboðs er lögð fyrir nefndina. Tilboð voru opnuð 18 júní, 4 tilboð bárust í verkið

-Garðyrkjuþjónustan ehf 151.807.620.-
-Stórverk ehf 153.288.500.-
-Smávélar ehf 147.907.800.-
-Jón og Margeir ehf 110.378.300.-

Kostnaðaráætlun. 149.913.726.-

Afgreiðsla: Nefndin samþykkir að semja við lægstbjóðanda Jón og Margeir ehf með fyrirvara um yfirferð á tilboðum.
8. 2204028 - Íþróttamiðstöð- endurnýjun rennibrautar
Sviðstjóri leggur uppfærða útboðsskilmála fyrir nefndina
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir skilmál og felur sviðstjóra að auglýsa framkvæmdina
9. 2401019 - Framkvæmdaráætlun 2023-24
Sviðsstjóri fór yfir stöðu helstu verklegar framkvæmdir sem eru á áætlun 2024.
Afgreiðsla: Lagt fram
1.Breytingar Hafnarbergi 1. Unnið að breytingum á lögnum raf- og loftræstingu
2.Gatnagerð iðnaðar og hafnarsvæðis áfangi 1.
Verkstaða/unnið við:
Norðurbakki: Búið að gróffylla í götu nema næst Óseyrarbraut vegna hitaveituskurðar sem á eftir að loka, vantar lokaskáp frá Veitum til að hægt sé að loka skurði að öllu leyti. Búið að tengja ljósastaura og raftengja skólpdælur í dælubrunni.
Hafnarvegur:
Búið að klára tengingu hitaveitulagnar við núverandi stofnlögn við Óseyrarbraut. Verið er að vinna við götuljósastrengi hjá Óseyrarbraut, þar er eftir að setja upp einn ljósastaur og tengja, þegar þessu verður lokið verður skurðum lokað. Eftir er að setja upp einn ljósastaur við gatnamót Hafnarbakka hjá tollgirðingu sem þarf
að færa. Búið að gróffylla í götu að mestu leyti.
Hafnarbakki: Verið að fylla í götu. Búið að reisa ljósastaura og leggja ljósastreng, rafstreng og fjarskiptalagnir í skurð.
Næstu tvær vikur: Verktaki gerir ráð fyrir að verkinu verði lokið eftir um tvær vikur.
3.Gatnagerð iðnaðar og hafnarsvæðis áfangi 2. Verið er að vinna að hönnun.
4.Gatnagerð Vestan við Bergin áfangi 2.
Bárugata: Búið að leggja allar lagnir í götu, reisa ljósastaura og fylla í götu í grófhæð og verið að fylla í veituskurð. Búið að fleyga lagnaskurð til vesturs við hornlóð og verið að klára að hreinsa úr skurði og undirbúa undir söndun fyrir lagnir.
Elsugata, Fríðugata, Gyðugata: Búið að leggja allar lagnir í götu og fylla í götu í grófhæð, reisa ljósastaura og leggja veitulagnir.
Áætlun næstu 2-ja vikna: Klárast að fylla í veituskurði í Bárugötu í dag. Rafvirkjar koma á á næstu dögum í tengingu ljósastaura og uppsetningu lampa. Götur verða heflaðar síðar í vikunni. Lagnavinna í hornlóð líkur í lok vikunnar. Gert er ráð fyrir að öllu verði lokið í byrjun næstu viku.
5.Gatnahönnun vestan við Hraunin áfangi 3-4. Forhönnun er lokið á áfanga 3, 4 og unnið er í hæðarsetningum lóða ásamt hönnun veitna.
6.Endurnýjun gólfs Egilsbraut 9, opið rými málsnr. 2311016
Múrþjónusta Helga er með í skoðun hjá sér hvað gera þurfi til að lagfæra flot.
7.Flutningur á Lat. Fyrir liggur hönnun frá Landmótun ásamt magnskrá og verklýsingu. Uppfærð útfærsla var samþykkt í skipulags- og umhverfisnefnd. Verðkönnun verður gerð á framkvæmdinni á næstunni.
10. 2406048 - Úthlutun lóðar og sala á byggingarrétti Hafnarvegur 1
Lagt er fyrir hafnarnefnd umsókn um lóð innan hafnarsvæðis. Um er að ræða lóðina Hafnarveg 1. Eftir auglýsingu um sölu byggingarrétts barst umsókn og tilboð í byggingarrétt frá Multi ehf uppá 25 milljónir ásamt greiðslu gatnagerðargjalda. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að byggja á lóðinni vöruskemmu ásamt skrifstofurými.
Afgreiðsla: Samþykkt.
Fundargerðir til kynningar
1. 2307020 - Suðurvararbryggja endurbygging stálþils
Á fundinn mætti eftirlitsmaður verksins og fór yfir stöðu framkvæmda. Verkfundagerð 13 lögð fram.
Verkstaða:
Verktaki er búinn að steypa kantbita færu 3, færa 4 verður steypt í dag. Búið er að setja upp stagbita að plötu 28.
Búið er að ganga frá stögum og ankerum að plötu 43.
Búið er að reka að og með plötu 18.Fullreka hefur þurft nokkrar plötur með lofthamri. Búið er að smíða stagbita á horn.
Næstu 2 vikur:
Stefnt verður á að klára rekstur og ganga frá stögum og stagbita. Vinna við steypufæru 5, vinna við kanttré.
Hengja fenderadekk á bryggju ef veður leyfir ekki vinnu við stálþil.

Afgreiðsla: Lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar.
2. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja
Á fundinn mætti eftirlitsmaður verksins og fór yfir stöðu framkvæmda við stækkun hafnar áfanga 1. Verkfundargerð 56 lögð fram.
Verkstaða:
Unnið var á úthaldinu við uppmokstur úr Austurhöfn og gerð slóða að sjóvörn norðan við hafnarsvæðið.
Búið er að sprengja steinbryggjuna. Botn kerja gæti verið heill yst, ef svo er verður sprengt með dýnamíti í poka samhliða uppmokstri.
Vinnu við grjótröðun á Norður og Austurgarð er lokið. Stóra vélin er þar að taka upp rest af garði og dýpka. Efni úr uppmokstri er tippað í fjörunni við norðurgarð.
Búið er að mala um 15 þús. rúmmetrar en mala átti um 20 þús. rúmmetrar. Mölunarvél farin af verkstað..
Næsti 2 vikur:
Unnið verður við uppmokstur við enda Austurgarðs. Þegar því er lokið fer stóra vélin í að moka upp steinbryggjunni. Einnig verður unnið við slóðagerð og lagningu sjóvarnar.
Garður og bryggja:
Upphækkun garðs meðfram bryggju hefst eftir að vinnu Hagtaks er lokið. Verktaki skal halda utan um magn sem hann losar í bakfyllingu þils hjá Hagtak. Óskað er eftir að verktaki dýpki niður í 9,5m þegar hann fjarlægir brotinn úr steinbryggju.
Verktaki hefur enn ekki skilað vigtunarskýrslum.

Afgreiðsla: Lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?