Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 71

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
17.04.2024 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Geir Höskuldsson formaður,
Hjörtur S. Ragnarsson varaformaður,
Margrét Polly Hansen Hauksdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Sigurður Steinar Ásgeirsson Skrifstofu- og verkefnastjóri, Kristina Celesova .
Fundargerð ritaði: Sigurður Steinar Ásgeirsson, Skrifstofu- og verkefnastjóri
Böðvar Guðbjörn Jónsson áheyrnarfulltrúi boðaði forföll.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2404070 - Þurárhraun 1 - Beiðni um leyfi til að byggja skjólvegg
Lögð er fram beiðni til að reisa skjólvegg og skúr. Skjólveggurinn mun vera 180 cm á hæð en skúrinn mun vera 15m2. Sveitarfélagið Ölfus er lóðarhafi aðliggjandi lóðar sem skjólveggurinn mun liggja að.
Afgreiðsla: Samþykkt. Nefndin bendir þó á að áður en skjólveggurinn er reistur þarf að afla samþykkis allra íbúa raðhússins þar sem lóðin er í raun sameiginleg.
2. 2404073 - Nátthagi - Afmörkun jarðar og landsskipti
Lögð er fram beiðni um afmörkun og uppskipting landsins Nátthaga í Ölfusi (L171781). Landið mun skiptast í Nátthaga sem er 5,4 ha og Nátthaga II sem er 10,8 ha.
Afgreiðsla: Samþykkt.
4. 2404096 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - Jarðstrengir að laxeldum vestan Þorlákshafnar
Landsnet leggur fram beiðni um framkvæmdaleyfi til að leggja jarðstrengi frá spennustöðinni á Hafnarsandi og suður að iðnaðarhverfi til First Water og Geosalmo. Aðalskipulagsbreyting vegna jarðstrengjanna er í lokayfirferð hjá skipulagsstofnun en Landsnet eru að falla á tíma með að velja úr tilboðum í verkið fyrir sumarið. Því er þess farið á leit að framkvæmdaleyfi sé samþykkt með fyrirvara um gildistöku aðalskipulags.
Afgreiðsla: Umsókn um framkvæmdaleyfi er samþykkt með fyrirvara um gildistöku aðalskipulags. Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi ef/þegar aðalskipulag hefur hlotið gildi.
5. 2404112 - Akurgerði - fyrirspurn um gerð ASK breytingar
Lögð er fram fyrirspurn um afstöðu nefndarinnar til að ráðist yrði í aðalskipulagsbreytingu á landinu Akurgerði. Svæðið er skipulagt sem frístundabyggð F3 en landeigandi vill breyta skipulagi þannig að það verði aftur að landbúnaðarlandi. Landeigandi ræddi við eigendur sumarhúsa á svæðinu og vildu tveir þeirra vera með í umræddri breytingu en einn sagði nei og er sú lóð því ekki innan þess svæðis sem skipulagsbreytingin nær til.
Afgreiðsla: Nefndin tekur almennt jákvætt í erindið og leggst ekki gegn því að landið verði aftur skipulagt sem landbúnaðarland. Landeiganda er heimilt að hefja vinnu við aðalskipulagsbreytinguna á sinn kostnað.
6. 2404114 - Fríðugata 8-10-12 Beiðni um fjölgun íbúða á lóð
Borist hefur beiðni um heimild til að byggja 2 parhús á lóðinni Fríðugötu 8-10-12 í stað þriggja íbúða raðhúss.
Afgreiðsla: Erindinu er synjað.
7. 2404101 - Umsögn um umhverfismat - Efnistaka í sjó útfyrir Landeyjarhöfn
Skipulagsstofnun sendi inn umsagnarbeiðni um umhverfismatsskýrslu vegna Efnistöku í sjó útfyrir Landeyjarhöfn. Til stendur að flytja efnið að nýrri höfn Heidelberg Materials vestan við Þorlákshöfn ef af þeirri framkvæmd verður.
Afgreiðsla: Nefndin hefur yfirfarið skýrsluna og telur hana gefa góða mynd af framkvæmdinni og umhverfisáhrifum hennar. Ekki eru gerðar athugasemdir við skýrsluna.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
8. 2404099 - Umsagnarbeiðni - Selfosslína
Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um matsfyrirspurn Landsnets vegna Selfosslínu.
Afgreiðsla: Nefndin hefur yfirfarið skýrsluna og telur hana gefa góða mynd af þeirri framkvæmd sem fyrirhuguð er. Ekki eru gerðar athugasemdir við skýrsluna.
Mál til kynningar
3. 2404095 - Minnisblað - Þorláksskógar
Lagt er fram minnisblað um stöðu framkvæmda við Þorláksskóga og næstu skref. Í minnisblaðinu kemur m.a. fram að um sé að verkefni gangi út á að græða upp land og rækta skóga til að verjast náttúruvá, vernda byggð og auka nýtingarmöguleika svæðisins, s.s. til útivistar á um 4.620 ha svæði á Hafnarsandi við þéttbýlið Þorlákshöfn. Þá er verkefninu ætlað að vera hluti af aðgerðum íslenskra stjórnvalda til uppfylla alþjóðlega samninga í loftslagsmálum eins og Parísarsamkomulagið og endurheimt vistkerfa til að auka líffræðilega fjölbreytni. Minnt er á að í aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss 2020-2036 kemur fram að á síðari stigum verði, í samráði við framkvæmdaraðila, skoðað með að efla svæðið til útivistar og afþreyingarsvæða og möguleika á uppbyggingu s.s. frístundabyggðar.

Í minnisblaðinu fjallað um mikilvægi jarðvegsbætingar og að haldið verði áfram með jarðvegsbætingar enda hefur stórhluti af græðlingum seinustu ára drepist vegna þess hversu snauður jarðvegurinn er.

Afgreiðsla: Nefndin þakkar minnisblaðið og tekur undir þær áherslur sem þar koma fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?