Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 78

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
21.08.2024 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Geir Höskuldsson formaður,
Hjörtur S. Ragnarsson varaformaður,
Margrét Polly Hansen Hauksdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Gunnsteinn R. Ómarsson 2. varamaður,
Böðvar Guðbjörn Jónsson áheyrnarfulltrúi,
Sigurður Steinar Ásgeirsson Skrifstofu- og verkefnastjóri,
Kristina Celesova embættismaður.
Fundargerð ritaði: Sigurður Steinar Ásgeirsson, Skrifstofu- og verkefnastjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2402082 - Stóragerði ASK
- Endurkoma eftir athugun SLS fyrir auglýsingu
SLS gerðu athugasemdir við aðalskipulagsbreytinguna sem bregðast þurfti við áður en hún yrði auglýst. Skipulagshöfundur hefur lagfært tillöguna í samræmi við athugasemdir.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr 123/2010.
2. 2309035 - ASK Meitlar og Hverahlíð II - Aðalskipulagsbreyting vegna rannsóknaboranna
Lögð er fram breyting á aðalskipulagi á landsvæði innan lands Hjallatorfu ofan fjalls. Breytingin felur í sér að stofnað er iðnaðarsvæði fyrir rannsóknar og vinnsluboranir í Hverahlíð II. Markmið rannsóknarborananna er að kortleggja jarðhitaauðlindir utan núverandi vinnslusvæða.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr 123/2010.
3. 2406050 - Laxabraut 15-29 Landeldisstöð First Water DSK
First Water leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir Laxabraut 15-29 sem mun nefnast Laxabraut 15-23 eftir gildistöku skipulagsins. Skipulagssvæðið er rúmir 50 ha að stærð og gerir ráð fyrir 28.000 tonna ársframleiðslu.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010.
4. 2401003 - DSK Kirkjuferjuhjáleiga I og Kirkjuferjuhjáleiga I, Land 4
-Endurkoma eftir athugasemdaferli
Skipulagið hefur verið auglýst og komu athugasemdir frá Vegagerð varðandi að veghelgunarsvæði skyldi sýnt á uppdrætti. Ekki voru gerðar athugasemdir af öðrum umsagnaraðilum.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
5. 2408036 - Stóragerði DSK
Lagt er fram deiliskipulag fyrir landspilduna Stóragerði lóð 1. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir tveimur lóðum um 5000 m2 hvor, þar sem heimilt er að byggja upp til fastrar búsetu og stunda minni háttar atvinnustarfsemi.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010.
6. 2406024 - Selvogsbraut 12 - stækkun verslunar DSK
-Endurkoma eftir athugasemdaferli
Á auglýsingatíma barst athugasemd frá UST varðandi að á skipulagssvæðinu megi finna hraun. Aðrir umsagnaraðilar gerðu ekki athugasemdir. Í umsögn umhverfisstofnunnar er áréttað að ekki megi raska hrauni nema brýnir almannahagsmunir réttlæti röskunina. Þá segir í umsögn UST að ef leyfisveitandi veiti leyfið þurfi að rökstyðja þá ákvörðun sérstaklega og gera grein fyrir öðrum valkostum sem skoðaðir höfðu verið.

Afgreiðsla: Skipulagið er á svæði sem skilgreint er sem miðbæjarsvæði í aðalskipulagi. Um er að ræða stækkun einu matvöruverslunarinnar í bæjarfélaginu sem mikil þörf er á, enda hefur ásókn í verslunina aukist verulega á síðustu árum og núverandi húsnæði orðið of lítið. Brýnir almannahagsmunir standa til þess að skipulagið fái fram að ganga. Um er að ræða einu lausu lóðina í kringum verslunina og því ekki um aðra valkosti að ræða fyrir slíka stækkun. Við byggingar á svæðinu verður þess gætt að raska ekki hrauni nema óhjákvæmilegt sé.

Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
7. 2303001 - ASK og DSK Skipulag Þóroddsstaðir 2 lóð D L210409
- Endurkoma eftir athugasemdaferli
Minjastofnun kallaði eftir því að minjar yrðu sýndar á uppdrætti. Skipulagshöfundur hefur lagfært skipulagið í samræmi við þessar athugasemdir.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
8. 2310028 - DSK deiliskipulag Hlíðarendi L171724
- Endurkoma eftir athugasemdaferli
Skipulagið hefur verið auglýst og er athugasemdaferli lokið. Skipulagið hefur verið lagfært í takti við athugasemdir. Meðfylgjandi er einnig samantekt umsagna og viðbragða við umsögnum.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
9. 2311001 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Kléberg 11 - Flokkur 2
Jens K. Bernharðsson sækir um byggingarleyfi f/h eiganda fyrir viðbyggingu við íbúðarhús ásamt útlitsbreytingum samkv. teikningum dags. 12.06.2024.
Afgreiðsla: Grenndarkynna þarf tillöguna fyrir eftirfarandi lóðarhöfum: Kléberg 9, Kléberg 13.
10. 2408015 - Merkjalýsing - Birkigljúfur 8, 10, 12 og 14
Lögð er fram merkjalýsing fyrir lóðirnar Birkigljúfur 8 - 14. Merkjalýsingin felur í sér breytingu á stærð lóða og lóðanotkun og er í samræmi við nýlega samþykkt deiliskipulag sem nefnist "Gljúfurárholt land 9"
Afgreiðsla: Samþykkt.
11. 2408016 - Þurárhraun 33 Beiðni um að byggja umfram nýtingarheimild
Lögð er fram beiðni um að auka við húsbyggingu að Þurárhrauni 33 samkvæmt meðfylgjandi teikningu. Með viðbótinni myndi nýtingarhlutfall á lóðinni fara upp í 0,37 en samkvæmt deiliskipulagi er hámarks nýtingarhlutfall 0,35.
Afgreiðsla: Þar sem um litla stækkun er að ræða er það mat nefndarinnar að óhætt sé að heimila hana, þótt hún fari umfram nýtingarheimild.
12. 2405098 - Uppskipting lóða að Laxabraut
2. áfangi lóðabreytinga First Water við Laxabraut. Þegar lóðir hafa verið sameinaðar þarf að skipta þeim upp að nýju í samræmi við skipulag á svæðinu. Meðfylgjandi eru lóðarblöð sem sýna skiptingu lóða eins og hún er hugsuð.
Afgreiðsla: Samþykkt
13. 2408035 - Litlaland 171767 Afmörkun lóðar
Lögð er fram afmörkun lóðarinnar Litlaland.
Afgreiðsla: Samþykkt
14. 2408037 - Umsókn um stöðuleyfi - Laxabraut 7 (L193591)
Sótt er um stöðuleyfi fyrir starfsmannaaðstöðu á Laxabraut 7 skv. meðfylgjandi loftmynd.
Afgreiðsla: Nefndin kallar eftir frekari upplýsingum um tilgang og gerð starfsmannaaðstöðunnar.
15. 2408039 - Litla Sandfell - umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku
Eden mining sækja um framkvæmdaleyfi til að hefja efnistöku í námu sinni í Litla sandfelli. Framkvæmdaleyfið veitir heimild til efnistöku allt að 18.000.000 m3 með gildistíma til 2054. Framkvæmdaleyfið er í samræmi við aðal- og deiliskipulag sem nýlega var samþykkt.
Afgreiðsla: Í framkvæmdaleyfisumsókninni er tilgreint að veitt hafi verið leyfi fyrir 20.000.000 m3 efnistöku sem er ekki rétt. Leiðrétta þarf umsóknia áður en hægt er að samþykkja framkvæmdaleyfið.
16. 2408046 - Sambyggð 20 - stækkun byggingarreits óv. br. DSK
Lögð er fram óveruleg breyting á deiliskipulaginu Sambyggð. Breytingin lítur að stækkun byggingarreits á lóðinni Sambyggð 20. Tilgangur stækkunarinnar er að hægt sé að koma fyrir svölum, stigahúsi og stakstæðri hjólageymslu.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulags og byggingarfulltrúum verði heimilað að samþykkja breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?