Kirkjustarf

Í Þorláks- og Hjallasókn eru tvær kirkjur, Þorlákskirkja í Þorlákshöfn vígð 1986 og Hjallakirkja að Hjalla í Ölfusi vígð 1928. Að jafnaði hafa verið haldnar um fjórtán guðsþjónustur á ári í Þorlákskirkju og tvær til þrjár í Hjallakirkju auk annarra athafna. Barnamessur eru hálfsmánaðarlega í Þorlákskirkju frá sept til maí.

Starfsfólk Þorlákskirkju:
Sóknarprestur:
Sigríður Munda Jónsdóttir
s. 894-1507


Kirkjuvörður/meðhjálpari:
Ásta Pálmadóttir
s. 863-8191


Þorlákskirkja

 

Hjallakirkja

Hjallakirkja í Ölfusi var vígð 5. nóvember 1928 og var sóknarkirkja fyrir íbúa Ölfuss og Þorlákshafnar þangað til Þorlákskirkja var vígð. Arkitekt hennar var Þorleifur Eyjólfsson frá Grímslæk og yfirsmiður var Kristinn Vigfússon á Eyrarbakka og síðar á Selfossi.

 

Strandarkirkja

Strandarkirkja í Selvogi var vígð árið 1888. Kirkjan er kirkja íbúa í Selvogi og var prestur í Vogsósum til ársins 1907 er brauðið var lagt niður. Strandakirkja er þjóðfræg vegna áheita og helgisagna.

Kirkjuvörður/meðhjálpari:
Guðmundur Örn Hansson
s. 892 7954 

 

Kotstrandarkirkja er í Ölfusi.
Hún var byggð 1909 og vígð þann 14. nóvember eftir að ákveðið var að leggja niður kirkjurnar að Reykjum og Arnarbæli. Kotstrandarkirkja hefur verið útkirkja frá Hveragerði frá 1940 en þangað til sat presturinn að Arnarbæli og þjónaði Hjalla-, Selvogs- og Kotstrandarkirkju. Hvergerðingar sóttu kirkju að Kotströnd þar til þeirra kirkja var fullbúin vorið 1972.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?