Við bjóðum nýja íbúa velkomna í HAMINGJUNA.
Við í Ölfusi viljum að nýir íbúar upplifi sig velkomna, þeir séu upplýstir um helstu þjónustu og afþreyingu og verði sem allra fyrst virkir þátttakendur í samfélaginu.
Hér eru tenglar á helstu upplýsingar fyrir fjölskyldur og íbúa í Ölfusi:
Til hamingju
Sveitarfélagið Ölfus fagnar nýfæddum Ölfusingum með bókagjöf. Gjöfin er liður í að efla Ölfusið sem fjölskylduvænt sveitarfélag og bjóða nýfædda Ölfusinga velkomna í heiminn. Nýir íbúar með börn á leikskólaaldri fá einnig bókagjöf.
Það er tilvalið fyrir foreldra og börn að heimasækja bókasafnið og njóta samveru, lesturs, fræðslu og slökunar.
Til hamingju kortið má finna hér
Farsæld barna í Ölfusi
Farsæld barna felur í sér að tryggja aðstæður sem skapa barni skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðilegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar samkvæmt nýrri löggjöf um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
Sjá nánari upplýsingar um farsæld barna
Upplýsingar um fræðslu- og færninámskeið fyrir foreldra:
Ung- og smábarnavernd heilsugæslu HSu
Markmið ung- og smábarnaverndar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands er að efla heilsu, vellíðan og þroska ungra barna með reglulegum heilsufarsskoðunum ásamt stuðningi og heilbrigðisfræðslu til fjölskyldna þeirra. Áhersla er lögð á stuðning við fjölskylduna og fylgst með þroska barna frá fæðingu til skólaaldurs. Ung- og smábarnavernd stendur öllum foreldrum til boða þeim að kostnaðarlausu. Þjónustan í Ölfusi er veitt á heilsugæslustöð og leita foreldrar til þeirrar heilsugæslustöðvar sem þjónar þeirra búsetu. Gott er að láta ungbarnaverndina á heilsugæslustöðinni þinni vita þegar fjölskyldan er komin heim. Í Heilsuveru er mikið af hjálplegu efni fyrir foreldra um þroska, heilsu og umönnun
Foreldragreiðslur/heimgreiðslur vegna barna
Foreldragreiðslur/heimgreiðslur eru hugsaðar til þess að foreldrar geti verið lengur heima með barni sínu eftir að töku fæðingarorlofs lýkur. Foreldrum er heimilt að nýta sér heimgreiðslur allan þann tíma sem þeir kjósa að hafa börnin sín heima. Heimgreiðslur falla niður ef barn fer í annars konar dagvistun eða þegar skólavist hefst.
Sjá reglur Sveitarfélagsins Ölfuss um foreldragreiðslur
Dagforeldrar í Ölfusi
Dagforeldrar eru sjálfstætt starfandi, en Sveitarfélagið Ölfus sinnir lögbundnu eftirliti með starfseminni auk ráðgjafar til dagforeldra og foreldra.
Sjá nánari upplýsingar um dagforeldra í Ölfusi
Skólar og menntun í Ölfusi og nágrenni
Áherslur fjölskyldu og fræðslusviðs er að leitast við að veita öfluga, samþætta og þverfaglega þjónustu til að tryggja farsæld allra barna og hamingju íbúa í Ölfusi. Þjónustan snýr að uppeldi, menntun, tómstundum og forvörnum.
Sjá upplýsingar um börn og menntun
Skólaþjónusta í Ölfusi
Skólaþjónusta Ölfuss sinnir margþættum verkefnum með það að leiðarljósi að mæta fjölbreyttum þörfum barna, forsjáraðila og starfsfólks skóla og frístundar. Áhersla er lögð á þverfaglegt og gott samstarf bæði við börn og forsjáraðila auk þeirra fagaðila sem koma að þjónustunni.
Sjá nánari upplýsingar um skólaþjónustuna
Frístundastyrkir fyrir börn
Öll börn í Ölfusi eiga kost á að sækja um frístundastyrk óháð aldri og gildir hann fyrir 0 - 18 ára börn. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að styrkþegi sé með lögheimili í sveitarfélaginu.
Sjá nánari upplýsingar um frístundastyrki í Ölfusi
Barnavernd
Í Barnavernd Ölfuss er markmiðið að tryggja börnum sem búa við óviðunandi aðstæður eða stofna heilsu sinni og þroska í hættu, nauðsynlega aðstoð. Leitast skal við að ná markmiðum með því að styrkja fjölskyldur í uppeldishlutverki sínu og beita úrræðum til verndar einstökum börnum þegar það á við.
Tilkynning til barnaverndar
Velferðarþjónusta
Deildarstjóri velferðarþjónustu og ráðgjafar sjá um þá málaflokka sem snúa að félagslegri þjónustu við íbúa í Ölfusi. Starfsmenn eru starfandi á bæjarskrifstofum og eru þeir íbúum til ráðgjafar um ýmis mál sem tengjast umhverfi og aðstæðum einstaklinga og fjölskyldna í Ölfusi.
Viðtalstímar eru eftir samkomulagi.
Sjá nánari upplýsingar um velferðarþjónustuna
Frístunda- og íþróttastarf
Í Þorlákshöfn er fjölbreytt þjónusta fyrir börn og unglinga. Félagsmiðstöð er starfandi fyrir börn og unglinga í 5. – 10. bekk. Íþróttastarf er á vegum Ungmennafélagsins Þórs og Knattspyrnufélagsins Ægis. Einnig er fjölbreytt framboð af tómstundum fyrir fullorðna.
Sjá nánari upplýsingar um frístundir fyrir börn og unglinga
Göngu og hjólastígar
Landslagið í Ölfusi er mjög fjölbreytt sem gerir það kjörið til útivistar. Margar gönguleiðir eru bæði í þéttbýlinu, Þorlákshöfn og í dreifbýli Ölfuss, hvort sem það er í fjallendinu við Hengilssvæðið, í hrauninu, á ströndinni eða bjarginu við sjóinn. Allir ættu að geta fundið leið sem hentar.
Sjá nánari upplýsingar um afþreyingu og útivist í Ölfusi
Leiksvæði í Þorlákshöfn
Í Þorlákshöfn hefur verið mikil áhersla á barnvæn svæði í öllum hverfum og má finna fjölbreytt leiksvæði fyrir allan aldur. Einnig er fjöldinn allur af grænum svæðum fyrir frjálsan leik.
Sjá nánari upplýsingar um leikvelli/leiksvæði
Ávallt velkomið að hafa samband í síma 4803800 eða olfus@olfus.is