Á þjóðhátíðardaginn, 17. júní 2024 var afhjúpuð ný útisögusýning við Selvogsbraut, Lúðrasveitin í 40 ár.
Lúðrasveit Þorlákshafnar fagnaði 40 ára afmæli í febrúar 2024. Lúðrasveitin hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi og sinnt fjölbreyttum verkefnum á þeim fjórum áratugum sem sveitin hefur verið starfandi. Sveitin er áhugamannalúðrasveit þar sem meðlimir á öllum aldri koma saman.
Lúðrasveitin hefur sinnt hefðbundnum verkefnum t.d. á 17. júní og á bæjarhátíðum en einnig hefur sveitin haldið jóla- og vortónleika í fjölda ára í samstarfi við landsfræga tónlistarmenn.
Ágústa Ragnarsdóttir er listrænn hönnuður útisögusýningarinnar. Ágústa er formaður Lúðrasveitar Þorlákshafnar og grafískur hönnuður að mennt og atvinnu sem og sögugrúskari.

Lúðrasveitin lék nokkur lög við afhjúpunina

Ágústa Ragnarsdóttir listrænn hönnuður og formaður sveitarinnar afhjúpaði sýninguna.