Fjölmörg söguskilti hafa verið sett upp víðs vegar um Þorlákshöfn og gera þau grein fyrir sögu og menningu upphafsára byggðar í Þorlákshöfn. Nokkur söguskiltanna eru á svonefndu hverfisverndarsvæði þar sem enn er hægt að greina minjar frá fyrri tímum verstöðvarinnar. Hægt er m.a. að ganga á milli söguskilta frá Þorlákskirkju.
Sjá upplýsingar á korti um Þorlákshöfn
Söguskiltin eru sýnd á kortinu með fjólubláum númerum
Söguskiltin:
1. Skrúðgarður Þorlákshafnar
2. Þorlákskirkja
3. Miðmundarbyrgi
4. Siggubær og Ingileifarbær
5. Brunnur
6. Hraunbúðir / Sjóbúðir
7. Latur
8. Helgubær og tómthúsið
9. Sýsla
10. Þorlákshafnarbærinn
11. Kirkjureitur
12. Auður Djúpúðga Ketilsdóttir
13. Hafnarnesviti og Hafnarvarða