| |
1. 2208041 - Heidelberg - umræða um stöðu verkefnisins | |
Bæjarráð þakkar minnisblaðið og samþykkir til viðmiðunar meðfylgjandi tímalínu. Þá felur bæjarráð starfsmönnum að leita til óháðs ráðgjafa og fela viðkomandi að annast fyrirkomulag kosningarinnar og leggja drög að þeirri spurningu sem lögð verður fyrir kjósendur. | | |
|
2. 2403054 - Stofnframkvæmdir við leikskólann Óskaland í Hveragerði | |
Bæjarráð lýsir undrun sinni með málarekstur Hveragerðisbæjar hvað ofangreint varðar og þá sérstaklega fullkomið skeytingarleysi gagnvart hagsmunum Sveitarfélagsins Ölfuss sem sannarlega er meðeigandi í viðkomandi fasteignum og tekur fullan þátt í rekstri hennar. Þá er torskilið hvers vegna erindum hefur ekki verið svarað.
Bæjarráð Ölfus minnir á að eignarhald og samrekstur leik- og grunnskóla í Hveragerði hefur heilt yfir reynst farsælt fyrir þjónustuþega beggja sveitarfélaga. Vilji bæjarráðs um að leikskólaplássum í skólum, sem eru í sameign sveitarfélaganna, fjölgi og aðbúnaður starfsmanna verði betri er einlægur. Það breytir ekki þeirri staðreynd að á engum tímapunkti hefur Sveitarfélagið Ölfus veitt samþykki fyrir því að ráðist yrði í veigamikla stofnframkvæmd á leikskólanum á þeirri forsendu að hún yrði leigð til baka, enda Sveitarfélagið Ölfus hvorki fengið tækifæri til að samþykkja né hafna slíku. Telja verður eðlilegt og skylt að sameigendur fasteignar standi saman að jafn veigamiklum ákvörðunum eins og um ræðir í þessu máli. Auk þess er skýrt samningsákvæði þess efnis í samstarfssamningi aðilanna.
Með vísan til alls framangreinds krefst bæjarráð þess að Hveragerðisbær rökstyðji hvernig fyrrgreind vinnubrögð samræmist samstarfssamningi aðilanna frá 2015 um leikskólann Óskaland sem er í óskiptri sameign sveitarfélaganna skv. kaupsamningi þar að lútandi. Þá er þess óskað að fá send öll gögn sem varða samningsgerðina um framkvæmdirnar og leiguskilmála án tafar. Þar undir falla undirritaðir samningar, útreikningar á forsendum samninga, útreikningar á kostnaðarskiptingu milli sveitarfélaga og allt það annað sem varpað getur ljósi á forsendur málsins og auðveldað upplýsta ákvörðunartöku.
Bæjarráð felur starfsmönnum sínum og lögmanni að grípa til allra lögmætra úrræða til þess að verja hagsmuni sína í málinu.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
3. 2403023 - Áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Samb. ísl.sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024 | |
Lagt fram. | | |
|
4. 2403022 - 80 ára afmæli lýðveldisins | |
Lagt fram.
| | |
|
5. 2403027 - Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 2024 | |
Lagt fram.
| | |
|
6. 2403055 - Umsókn um styrk | |
Bæjarráð samþykkir styrkbeiðnina.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|