Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 85

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
08.01.2025 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Geir Höskuldsson formaður,
Hjörtur S. Ragnarsson varaformaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Guðmundur Oddgeirsson áheyrnarfulltrúi,
Sigurður Steinar Ásgeirsson skipulagsfulltrúi,
Kristina Celesova starfsmaður skipulags,-bygg.- og umhverfissviðs,
Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir 1. varamaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 1. varamaður,
Fundargerð ritaði: Sigurður Steinar Ásgeirsson, Skrifstofu- og verkefnastjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2412013 - Umferðarmat Ölfuss
Atvinnuuppbygging og íbúafjölgun í Ölfusi hefur verið gríðarlega mikil undanfarin misseri og má vænta að hún muni jafnvel aukast enn meira á næstu árum. Vegagerðin hefur nýverið kallað eftir því að gert verði heildstætt mat á væntri umferðaraukningu í sveitarfélaginu svo meta megi hvaða innviðauppbyggingar sé þörf á næstu árum. Lagt er til að sveitarfélagið láti framkvæma slíkt mat.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Samþykkt, ákvörðun um fjárveitingu er vísað til bæjarráðs.
2. 2412024 - Umsögn um nýtingarleyfi GeoSalmo á Laxabraut
Orkustofnun hefur til afgreiðslu umsókn fyrirtækisins GeoSalmo um nýtingarleyfi til töku á söltu og fersku grunnvatni á lóðum fyrirtækisins að Laxabraut. Gert er ráð fyrir töku á allt að 700 l/s af fersku vatni og 18.500 l/s af jarðsjó.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Sveitarfélagið Ölfus fer með skipulagsvald á því svæði sem vatnstakan á við. Umrædd vatnstaka er í samræmi við deiliskipulag eldisstöðvarinnar sem var birt í B-deild stjórnartíðinda þann 14. nóvember 2023.
3. 2412034 - Samruni landeigna - Víkursandur 4, 6 og 8
Lagt er fram merkjalýsing - samruni landeigna - Víkursandur 4, 6 og 8. Merkjalýsing þessi er unnið skv. gildandi deiliskipulagsbreytingu fyrir Iðnaðarhverfi-Sandar, Víkursandur 4-8, samþykkt af Bæjarstjórn Ölfuss 12.12.2024 og aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfus 2020-2036.
Afgreiðsla: Samþykkt.
4. 2405173 - Skíðaskálinn í Hveradölum - breytt DSK
-Endurkoma eftir athugasemdir Skipulagsstofnunnar
SLS gera athugasemd við skipulagsbreytinguna á þeim grundvelli að hún sé í ósamræmi við aðalskipulag. Í athugasemd stofnunarinnar segir: "Bent er á að í breytingu aðalskipulags þarf að að tilgreina fjölda gistarýma og fjölda gesta
sem muni geta gist á hótelinu í sérákvæðum fyrir VÞ19."

Á bls. 57 í aðalskipulagi Ölfuss er birt tafla sem ber yfirheitið "Yfirlit yfir verslunar- og þjónustusvæði (VÞ) í dreifbýli ásamt skilmálum."
SLS túlka töfluna sem svo að í henni séu tilgreind hámarksfjöldi gesta og gistirýma og breyta þurfi aðalskipulagi ef vikið sé frá þeim fjölda. Væri fallist á svo þrönga túlkun er ljóst að breyta þyrfti aðalskipulagi í hvert skipti sem gerð væri nokkurs konar breyting til aukningar á hóteli eða annars konar þjónustu í sveitarfélaginu.

Nefndin er ósammála þessari túlkun Skipulagsstofnunnar á yfirlitstöflunni. Af orðalagi í almennum skilmálum að dæma og af samhengi í orðalagi töflunnar er ekki hægt að fallast á að líta megi á fjöldatölur í töflunni sem hámark leyfilegs byggingamagns heldur felst í henni yfirlit yfir núverandi fjölda gesta og gistirýma.

Í almennum skilmálum á bls 56 segir: "Í deiliskipulagi verði skilgreint umfang og eðli verslunar- og þjónustusvæða. Þar verði skilgreind frekari uppbygging þjónustu." Nefndin telur að með þeim orðum sé allur vafi tekinn af um að markmið aðalskipulagsins hafi ekki verið að fastsetja fjöldahámörk gesta og gistirýma á viðskipta og þjónustusvæðum enda skuli umfang og eðli skilgreint í deiliskipulagi.

Að öllu framansögðu er það mat nefndarinnar að deiliskipulagið sé í samræmi við gildandi aðalskipulag og því sé heimilt að birta það í B-deild stjórnartíðinda.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
5. 2410041 - M2 Óseyrarbraut - breyting á aðalskipulagi
Lögð er fram skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagsreit M2 við Óseyrarbraut. Breytingin felur í sér aukningu á hámarks íbúafjölda í ljósi þess að til stendur að reisa þar allt að 5 hæða fjölbýlishús. Í dag er gert ráð fyrir allt að 60 íbúðum á þessu svæði en með breytingunni er gert ráð fyrir að hámarkið yrði allt að 155 íbúðir.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Leiðrétta þarf glæru 10 og 11 þar sem vísað er í 180 íbúðir en á að vera 155.
6. 2310036 - DSK íbúðar- og frístundalóðir ofan vegar Riftún L171796
-Endurkoma eftir athugasemdir SLS
Skipulagsstofnun gerðu nokkrar athugasemdir við skipulagið meðal annars að það samræmdist ekki aðalskipulagi þar sem samliggjandi lóðir væru fleiri en 5. Skipulagshöfundur hefur gert lagfæringar á skipulaginu til að bregðast við athugasemdum skipulagsstofnunnar.

Varðandi athugasemdir Skipulagsstofnunnar um að óljóst sé hvernig skipulagstillagan samræmist skilmálum aðalskipulags þar sem segir: "fari fjöldi samliggjandi lóða í fimm eða fleiri skal skilgreina svæðið sem íbúðarbyggð."
Rétt er að taka fram að hluti skipulagsins er á svæði sem skilgreint er sem frístundabyggð F7 í aðalskipulagi. Skv. skilmálum aðalskipulags er heimilt að staðsetja þar allt að 30 frístundahús. Á þeim hluta skipulagsins sem skilgreindur er sem landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi er að finna 4 lóðir og telst það innan heimilda aðalskipulags.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
7. 2309035 - ASK Meitlar og Hverahlíð II - Aðalskipulagsbreyting vegna rannsóknaboranna
-Endurkoma eftir athugasemdaferli
Athugasemdaferli skipulagsbreytingarinnar er lokið og voru gerðar athugasemdir við breytinguna. Skipulagshöfundur hefur brugðist við umsögnum og leggur fram uppfært skipulag ásamt samantekt með umsögnum og viðbrögðum við þeim.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. og 2. málsgrein 32. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?