| |
1. 2412013 - Umferðarmat Ölfuss | |
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Samþykkt, ákvörðun um fjárveitingu er vísað til bæjarráðs. | | |
|
2. 2412024 - Umsögn um nýtingarleyfi GeoSalmo á Laxabraut | |
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Sveitarfélagið Ölfus fer með skipulagsvald á því svæði sem vatnstakan á við. Umrædd vatnstaka er í samræmi við deiliskipulag eldisstöðvarinnar sem var birt í B-deild stjórnartíðinda þann 14. nóvember 2023. | | |
|
3. 2412034 - Samruni landeigna - Víkursandur 4, 6 og 8 | |
Afgreiðsla: Samþykkt. | | |
|
4. 2405173 - Skíðaskálinn í Hveradölum - breytt DSK | |
Á bls. 57 í aðalskipulagi Ölfuss er birt tafla sem ber yfirheitið "Yfirlit yfir verslunar- og þjónustusvæði (VÞ) í dreifbýli ásamt skilmálum." SLS túlka töfluna sem svo að í henni séu tilgreind hámarksfjöldi gesta og gistirýma og breyta þurfi aðalskipulagi ef vikið sé frá þeim fjölda. Væri fallist á svo þrönga túlkun er ljóst að breyta þyrfti aðalskipulagi í hvert skipti sem gerð væri nokkurs konar breyting til aukningar á hóteli eða annars konar þjónustu í sveitarfélaginu.
Nefndin er ósammála þessari túlkun Skipulagsstofnunnar á yfirlitstöflunni. Af orðalagi í almennum skilmálum að dæma og af samhengi í orðalagi töflunnar er ekki hægt að fallast á að líta megi á fjöldatölur í töflunni sem hámark leyfilegs byggingamagns heldur felst í henni yfirlit yfir núverandi fjölda gesta og gistirýma.
Í almennum skilmálum á bls 56 segir: "Í deiliskipulagi verði skilgreint umfang og eðli verslunar- og þjónustusvæða. Þar verði skilgreind frekari uppbygging þjónustu." Nefndin telur að með þeim orðum sé allur vafi tekinn af um að markmið aðalskipulagsins hafi ekki verið að fastsetja fjöldahámörk gesta og gistirýma á viðskipta og þjónustusvæðum enda skuli umfang og eðli skilgreint í deiliskipulagi.
Að öllu framansögðu er það mat nefndarinnar að deiliskipulagið sé í samræmi við gildandi aðalskipulag og því sé heimilt að birta það í B-deild stjórnartíðinda.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010. | | |
|
5. 2410041 - M2 Óseyrarbraut - breyting á aðalskipulagi | |
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Leiðrétta þarf glæru 10 og 11 þar sem vísað er í 180 íbúðir en á að vera 155. | | |
|
6. 2310036 - DSK íbúðar- og frístundalóðir ofan vegar Riftún L171796 | |
Varðandi athugasemdir Skipulagsstofnunnar um að óljóst sé hvernig skipulagstillagan samræmist skilmálum aðalskipulags þar sem segir: "fari fjöldi samliggjandi lóða í fimm eða fleiri skal skilgreina svæðið sem íbúðarbyggð." Rétt er að taka fram að hluti skipulagsins er á svæði sem skilgreint er sem frístundabyggð F7 í aðalskipulagi. Skv. skilmálum aðalskipulags er heimilt að staðsetja þar allt að 30 frístundahús. Á þeim hluta skipulagsins sem skilgreindur er sem landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi er að finna 4 lóðir og telst það innan heimilda aðalskipulags. Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010. | | |
|
7. 2309035 - ASK Meitlar og Hverahlíð II - Aðalskipulagsbreyting vegna rannsóknaboranna | |
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. og 2. málsgrein 32. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. | | |
|