Fundargerðir

Til bakaPrenta
Íþrótta- og tómstundanefnd - 45

Haldinn í fjarfundi,
23.08.2024 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Írena Björk Gestsdóttir formaður,
Davíð Arnar Ágústsson varaformaður,
Oskar Rybinski aðalmaður,
Emil Karel Einarsson aðalmaður,
Guðlaug Arna Hannesdóttir aðalmaður,
Ragnar M. Sigurðsson íþrótta- og æskulýsðsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Ragnar M. Sigurðsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
2. 2408053 - Minnisblað frá aðalstjórn UMF Þórs
Ráðning framkvæmdarstjóra.
Nefndarmenn Íþrótta- og tómstundanefndar taka undir að þörf er á að íþróttafélögin hafi starfsmann til að létta undir þeim störfum sem eru á höndum sjálfboðaliða. Mikill tími fer í fjölmörg verkefni er snúa að rekstri íþróttafélaganna. Mikil umræða er innan íþróttahreyfingarinnar af störfum sjálfboðaliðanna og þeim þekkingakröfum sem á herðar þeirra eru settar. Í dag er öll starfsemi Umf. Þórs og Knattspyrnufélagsins Ægis í Þorlákshöfn eingöngu á höndum sjálfboðaliða. Íþrótta- og tómstundanefnd bendir á að þeir samstarfssamningar sem eru í gildi milli félaganna og sveitarfélagsins renna út nú um næstu áramót og væri því tilvalið að taka ráðningu starfsmanns til félaganna til skoðunar í samningagerðinni.
3. 2408052 - Málefni Rafíþróttadeildar UMF. Þórs
Málefni rafíþróttadeildar.
Íþrótta og tómstundafulltrúi lagði fram minnisblað um breytingar á skrifstofum á efri hæð í íþróttamiðstöð og flutning rafíþróttadeildar umf. Þórs inn í Íþróttamiðstöð. Rafíþróttadeildin var í illa loftræstu herbergi í félagsmiðstöð en með því að færa starfsemina í íþróttamiðstöðina er auðveldara að bæta loftræstingu og um leið stækkar rými deildarinnar.
Nefndarmenn Íþrótta- og tómstundanefndar fagna breytingum á aðstöðu rafíþróttadeildar, samanber minnisblaði Íþrótta- og tómstundafulltrúa, og leggja til að þessi framkvæmd verði samþykkt.


Mál til kynningar
1. 2408054 - Starfsskýrsla og ársreikningar UMF Þórs 2023
Starfsskýrsla og ársreikningar UMF. Þórs.
Lagt fram til kynningar.
Starfsskýrslan og ársreikningarnir endurspegla hið kraftmikla starf sem fram fer innan félagsins og deilda þess. Ennfremur sýna reikningar félagsins að það er vel rekið og af mikilli ábyrgð.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?