Leikskólinn Hraunheimar
Bárugötu 22
815 Þorlákshöfn
Leikskólastjóri er Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir hrafnhildurhlin@olfus.is
Hraunheimar verður fjögurra deilda leikskóli fyrir börn á aldrinum 18 mánaða til sex ára.
Fyrirhugað er að opna nýja leikskólann, Hraunheima, haustið 2025.
Leikskólinn verður opinn frá kl. 7:30 til 16:30 alla virka daga.
verður heilsueflandi leikskóli sem leggur áherslu á læsi í víðu samhengi. Orðið læsi vísar ekki eingöngu til grunnfærni í lestri og ritun heldur til margþættrar hæfni einstaklings til að skilja, túlka og tjá sig á ýmsa vegu í mismunandi aðstæðum. Í grunninn er læsi í víðu samhengi hæfnin til að takast á við daglegt líf, mynda sér skoðanir og taka ákvarðanir á ábyrgan hátt með því að skilja og nýta sér upplýsingar í mismunandi samhengi. Læsisþættir sem unnið verður út frá í öllu starfi með börnunum verða: Félags- og tilfinningalæsi, umhverfis- og samfélagslæsi, stafa- og stærðfræðilæsi og heilsulæsi
Umsókn um leikskólavist utan lögheimilissveitarfélags
Skólastefna Ölfuss 2023 - 2030
Reglur um starfsemi leikskóla Sveitarfélagsins Ölfuss
Ítarefni um menntun:
Aðalnámskrá leikskóla
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
Mennta og barnamálaráðuneytið / leikskólar