Ferðamálafélag Ölfuss, Kýrgil undir Hengli

Ferðamálafélag Ölfuss, 
Kýrgil undir Hengli.

Mánudaginn 3. júní verður gengið á Kýrgilshnúk undir Henglinum. Gengið verður meðfram Kýrgilsbrúninni. Gott útsýni er af gilsbrúninni. Nokkuð þægilegt gönguland og heildarhækkun u.þ.b. 200 m. Fyrir þá sem koma frá Þorlákshöfn, Hveragerði eða Selfossi er best að keyra upp Kambana og fara inn á afleggjara merktur Ölkelduháls sem er á hægri hönd fljótlega þegar komið er upp Kambana. Þar hittumst við og höldum inn á Ölkelduháls á upphafsstað göngunnar.


Göngustjóri:  Björg Halldórsdóttir

Munum að klæða okkur eftir veðri. Að venju verður sameinast í bíla.
Lagt verður af stað frá Selvogsbraut 41 kl. 19:00.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?