Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 376

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
16.06.2022 og hófst hann kl. 15:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Fundargerð ritaði: Elliði Vignisson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2202026 - Sambyggð 20 - erindi til bæjarstjórnar
Bæjarráð tók til umfjöllunar erindi vegna Sambyggðar 20 þar sem Próhús leggja fram andmæli í kjölfar fyrirliggjandi minnsblaðs lögmanns sveitarfélagsins þar sem fram kom það álit að ekki hafi verið brotið gegn þeim ákvæðum stjórnsýslulaga sem vísað er til af hálfu Próhúsa ehf við meðferð málsins.


Bæjaráð fellst ekki á andmæli þau sem fram koma í fyrirliggjandi erindi lögmanns Próhús heldur ítrekar þá afstöðu sem einróma var samþykkt við umfjöllun á 301. fundi bæjarstjórnar. Bæjarráð telur þar með að málið hafi verið unnið í samræmi við lög, reglugerðir og almennar vinnureglur hjá sveitarfélaginu og því hafi sveitarfélagið verið í fullum rétti til að afturkalla lóðaúthlutun fyrir Sambyggð 20 eins og gert var.

Bæjarráð er eftir sem áður viljugt til samstarfs við framkvæmdaraðila og vill leita leiða til að styðja við framkvæmdir svo fremi sem vandað sé til verka og undirbúnings. Með það fyrir augum samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra að semja við Próhús um að fallið verði frá afturköllun lóðar og framkvæmd heimiluð svo fremi sem að byggingarðili samþykkir að eftirlit með framkvæmdinni verði unnið af viðurkenndri verkfræðistofu og kostnaður vegna þessa verði greiddur af framkvæmdaraðila.
2. 2205033 - Beiðni um frest á lóðarúthlutunargjaldi
Fyrir bæjarráði lá erindi frá Laxar fiskeldi. Í erindinu kemur fram að fyrirtækið á og rekur þrjár seiðaeldisstöðvar í Ölfusi og hefur fjárfest við þær fyrir um 3,5 milljarða á seinustu árum. Vegna áfalla við starfsemi fyrirtækisins í Reyðafirði er óskað eftir greiðslufresti vegna lóðaúthlutunargjalda til 1. október nk.

Bæjarráð telur að hér sé um force majeure tilvik að ræða sem réttlæti frestun lóðaúthlutunargjalda og samþykkir því frest til 1. október nk.
3. 2206004 - Áskorun félags atvinnurekenda til sveitarfélaga
Fyrir bæjarráði lá ályktun frá stjórn félags atvinnurekenda vegna fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði. Í ályktuninni ítrekar stjórn Félags atvinnurekenda áskoranir sínar til sveitarfélaga að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði við gerð fjárhagsáætlana fyrir næsta ár til að bregðast við miklum hækkunum fasteignamats fyrir árið 2023
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023.
4. 1602040 - Úthlutun leiguíbúða Egilsbraut 9.
Fyrir bæjarráði lá niðurstaða afgreiðslu fagteymis félagsþjónustunnar á starfssvæði Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings vegna úthlutunar á íbúð á Egilsbraut 9 sem auglýst var laus til umsóknar í apríl sl. Alls sóttu 5 aðilar um þá íbúð sem auglýst var.
Bæjarráð samþykkir úthlutun á þeim forsendum sem fagteymi félagsþjónustunnar hefur lagt til.
5. 2206010 - Beiðni um viðauka v-Selvogsbraut 1
Beiðni frá Sviðstjóra umhverfis- og framkvæmdasvið um viðauka vegna breytinga á aðgangstýringu á hurðum í íbúðir af gangi. heildarkostnaður er samtals:1.850.000.- m.vsk
Bæjarráð samþykkir erindið og felur starfsmönnum sínum að vinna viðauka við fjárhagsáætlun vegna málsins.
6. 2206049 - Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022.
7. 2112019 - Rauða fjöðrin styrkbeiðni
Beiðni frá Lionshreyfingunni á Íslandi um styrk frá sveitarfélaginu í tengslum við sölu á rauðu fjöðrinni sem að þessu sinni er til styrktar Blindarfélaginu.
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.
8. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn.
9. 2206006 - Ráðning bæjarstjóra Ölfuss 2022-2026
Á 304. fundi bæjarstjórnar var samþykkt að ganga til samninga við Elliða Vignisson sem verið hefur bæjarstjóri frá 2018 um að gegna þeirri stöðu áfram. Í framhaldi af því er lagt til að núverandi samningi sem gerður var við Elliða Vignisson bæjarstjóra 09. ágúst 2018 verði framlengt þannig að upphæðir verði núvirtar miðað við launavísitölu og heildar greiðsla launa verði því óbreytt. Sú breyting er þó gerð að sveitarfélagið leggur bæjarstjóra til bíl til afnota á meðan á starfi stendur og því ekki lengur um beinar greiðslur að ræða fyrir akstur vegna starfsins.

Elliði Vignisson bæjarstjóri vék að eigin beiðni af fundi við umræðu málsins.

Fulltrúi B - lista óskar bókað:

Í ljósi upplýsinga frá bæjarstjóra sem sendur var á bæjarfulltrúa þann 30. maí síðastliðinn um að rekstur sé að þyngjst vegna hækkunar vaxta og verðbólgu, þá hvetur minnihlutinn til, vegna þeirrar stöðu, verði tekið tillit, við endurnýjun samnings við bæjarstjóra. Einnig verði horft til þess að greiðasla vegna ígildis leigu verði fellt út úr samningnum, en bæjarstjóri hefur fest kaup á húsnæði í sveitarfélaginu.

Fulltrúar D-lista óska bókað:
Fulltrúar D lista vilja benda á að í 5.gr samnings kemur fram að greiðslur vegna húsnæðis bætast við laun óháð því hvort um sé að ræða leigu eða kaupum á fasteign svo fremi sem bæjarstjóri á lögheimili í sveitarfélaginu. Þá er tillögu fulltrúa B lista um að fella þær greiðslur út, hafnað. Þá vilja fulltrúar D lista benda á að Elliði Vignisson hefur starfað í sveitarstjórnarmálum í yfir 20 ár og þar af 16 ár sem bæjarstjóri. Framganga hans fyrir sveitarfélagið hefur einkennst af krafti og vakið eftirtekt. Launakjör hans eru í öllum megindráttum þau sömu og verið hefur undanfarin ár og eru í eðlilegu samræmi við reynslu hans og menntun. Þau þola ennfremur allan samanburð við önnur sveitarfélög.

Afgreiðsla:
Bæjarráð samþykkir að framlengja þeim ráðningasamningi sem gerður var við Elliða Vignisson bæjarstjóra 09. ágúst 2018 þannig að upphæðir verði núvirtar miðað við launavísitölu og heildargreiðsla launa verði óbreytt. Sú breyting er þó gerð að sveitarfélagið leggur bæjarstjóra til bíl til afnota á meðan á starfi stendur og því ekki lengur um beinar greiðslur að ræða fyrir akstur vegna starfsins.

Tillagan samþykkt með tveimur atkvæðum D-lista. Fulltrúi B lista sat hjá.


Bæjararstjóri sem vék af fundi við umræðu og afgreiðslu tók sæti að nýju og óskaði bókað:

Afstaða núverandi minnihluta til undirritaðs er löngu ljós og því fátt sem kemur á óvart við framgöngu hans. Eins og bent hefur verið á tók steininn úr þegar minnihlutinn sagði berum orðum á fyrsta fundi bæjarstjórnar á nýju kjörtímabili að hann myndi ekki styðja ráðningu mína sem starfsmanns sveitarfélagsins þar sem að undirritaður hefði tekið þátt í pólitísku starfi sem bæjarstjóraefni D-lista. Gilti þá einu þótt þeim væri bent á að með þessu væru þau að ráðast gegn almennum rétti allra, þar með talið undirritaðs, til þátttöku í lýðræðislegu starfi.

Undirritaður bendir fulltrúa B-lista góðfúslega á að hann var ráðinn á faglegum forsendum árið 2018 úr hópi 18 umsækjenda. Starfið var þá auglýst og ráðningaskrifstofa stjórnaði ferlinu. Nú fjórum árum síðar var undirritaður yfirlýst bæjarstjóraefni. Ólíkt því sem víðast hvar gerist hefur undirritaður því bæði verið ráðinn á faglegum forsendum og um hann kosið. Það ætti að skapa aukna sátt, en kom þó ekki í veg fyrir að minnihlutinn allur greiddi atkvæði gegn ráðningu undirritaðs. Afstaða þeirra til undirritaðs kom þannig ekki fram í hjásetu eins og almennt gengur og gerist hjá minnihluta heldur greiddi hann allur atkvæði gegn ráðningunni.

Undirritaður ítrekar þakklæti fyrir það traust sem honum er sýnt með umboði til áframhaldandi starfa fyrir samfélagið í Ölfusi. Víðtækt traust og umboð kjósenda er hvati til að einsetja sér hér eftir sem hingað til að vinna af heilindum með öllum þeim sem eftir slíku sækjast.
10. 2206053 - Umsókn um vínveitingaleyfi
Óskað er eftir jákvæðri umsögn um umsókn um vínveitingaleyfi sem Hafið Bláa hefur lagt inn til Sýslumanns.
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn vegna málsins.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?