Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 300

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
24.02.2022 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Steinar Lúðvíksson 1. varaforseti,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Kristín Magnúsdóttir bæjarfulltrúi,
Jón Páll Kristófersson bæjarfulltrúi,
Þrúður Sigurðardóttir bæjarfulltrúi,
Guðmundur Oddgeirsson bæjarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri, Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2202026 - Sambyggð 20 - erindi til bæjarstjórnar
Fyrir bæjarstjórn lá erindi þar sem Próhús gerir athugasemd við ákvörðun byggingafulltrúa um afturköllun lóðaúthlutunar fyrir Sambyggð 20, Þorlákshöfn.
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að óska eftir lögfræðiáliti vegna málsins sem lagt skal fyrir bæjarstjórn svo fljótt sem verða má.

Samþykkt samhljóða.
2. 1610015 - ASK og DSK Deili- og aðalskipulagsbreyting, Riftún neðan vegar
Aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag fyrir verslunar- og þjónustusvæði í Riftúni neðan vegar hefur verið auglýst. Engar athugasemdir komu frá almenningi eða öðrum hagsmunaaðilum. Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirlitið komu með nokkrar ábendingar. Þær snérust um ásýnd, hveri, bílastæði og fleira. Tekið hefur verið tillit til þeirra í tillögunni sem hér fylgir.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá aðalskipulagstillögunni í samræmi við 3. málsgrein 30. greinar og 2. málsgrein 32. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og deiliskipulagstillögunni í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt
3. 2105025 - Norðurhraun - breyting II á deiliskipulagi
Skipulagsstofnun fann mistök í deiliskipulagstillögunni við yfirferð eftir auglýsingu. Gögnin hafa verið leiðrétt og hefur töflu fyrir breytingu verið bætt við á síðu 5 í greinargerð, töflum verið skipt út á deiliskipulagsuppdrætti auk leiðréttra stafsetningarvillna og fleiri smáleiðréttinga. Skipulagsstofnun fer fram á að tillagan verði auglýst að aftur.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar samþykkt.
4. 2202011 - DSK Mánastaðir - þriðja deiliskipulagsbreyting
Verkfræðistofan Efla leggur fram deiliskipulagbreytingu fyrir hönd landeiganda Mánastaða og er óskað eftir að tillagan verði auglýst samhliða breyttu aðalskipulagi Ölfuss. Sótt er um að breyta deiliskipulaginu þannig að lóðum fjölgi í átta og parhús verði á fjórum lóðanna. Heimilt verði að byggja eitt gestahús við hvert einbýlishús og eitt við hverja parhúsaíbúð, allt í samræmi við heimildir sem liggja fyrir í endurskoðuðu aðalskipulagi.
Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna samhliða auglýsingu aðalskipulags í samræmi við 1. málsgrein 41. gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.

Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
5. 2202015 - DSK Mói miðbæjarsvæði breyting 1 á deiliskipulagi
Efla leggur fram breytingu á deiliskipulagi Móa þar sem byggingarreitum og lóðum er breytt. Þetta er meðal annars gert til að einfalda bílastæði svo einfaldara verði að koma fyrir hleðslustöðum íbúðareiganda.
Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.

Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt
6. 2106069 - DSK Deiliskipulag Laxabraut 11
Tillagan hefur verið auglýst. Ekki komu athugasemdir frá almenningi eða hagsmunaaðilum en Umhverfisstofnun gerði athugasemd frárennslismál tillögunnar á auglýsingatíma. Þetta hefur verið lagfært og er von á jákvæðri umsögn frá stofnuninni.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.

Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt
Fundargerðir til staðfestingar
7. 2202003F - Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 51
Fundargerð 51.fundar fjölskyldu- og fræðslunefndar frá 09.02.2022 til staðfestingar.

1. 2202010 - Hönnun og bygging nýs leikskóla. Til kynningar.
2. 1602030 - Leikskólinn Bergheimar: Skýrsla skólastjóra. Til kynningar.
3. 1602028 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn: Skýrsla skólastjóra. Til kynningar.
4. 2112015 - Skólastefna Sveitarfélagsins Ölfuss. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2201039 - Sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2202002 - Mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
8. 2201008F - Bæjarráð Ölfuss - 369
Fundargerð 369.fundar bæjarráðs frá 03.02.2022 til staðfestingar.

1. 2202001 - Atvinnustefna Ölfuss. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 1602040 - Úthlutun leiguíbúða Egilsbraut 9. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2201046 - Frístundastyrkir í Sveitarfélaginu Ölfusi - reglur. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2202004 - Samkomulag um lóðaskil. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2202002 - Mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn. Til kynningar.
6. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
9. 2202004F - Bæjarráð Ölfuss - 370
Fundargerð 370.fundar bæjarráðs Ölfuss frá 17.02.2022 til staðfestingar.

1. 2202021 - Heimild til umsóknar um tímabundna skammtíma lántöku. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2202017 - Framboð í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga 2022. Til kynningar
3. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn. Til kynningar.

Fundargerðin lögð fyrir í heild sinni og hún staðfest.
10. 2202002F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 30
Fundargerð 30.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 17.02.2022 til staðfestingar.

1. 1610015 - ASK og DSK Deili- og aðalskipulagsbreyting, Riftún neðan vegar. Tekið fyrir sérstaklega.
2. 2106069 - DSK Deiliskipulag Laxabraut 11. Tekið fyrir sérstaklega.
3. 2202015 - DSK Mói miðbæjarsvæði breyting 1 á deiliskipulagi. Tekið fyrir sérstaklega.
4. 2202011 - Mánastaðir - þriðja deiliskipulagsbreyting. Tekið fyrir sérstaklega.
5. 2105025 - Norðurhraun - breyting II á deiliskipulagi. Tekið fyrir sérstaklega.
6. 2202007 - Kotströnd niðurfellig á ónýtum matshluta. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2201041 - Framkvæmadaleyfisumsókn rannsóknarhola á Bláfjallasvæði. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2201050 - Litla Sandfell Umsögn um matsáætlun. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2202012 - Kambastaðir, umsögn um lögbýlisumsókn. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
10. 2202013 - Umsagnarbeiðni vegna jarðhitnýtingar Veitna ohf á Bakka. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
11. 2202023 - Laxabraut 19 Rafstrengir. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
11. 2202005F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 24
Fundargerð 24.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar frá 17.02.2022 til staðfestingar.

1. 2202010 - Hönnun og bygging nýs leikskóla. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2202016 - Umsókn um breytingu á lóðarleigusamning fyrir lestunarfæribandi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Guðmundur Oddgeirsson lagði fram eftirfarandi bókun vegna liðar 2:
Núverandi lóðarleigusamningur við Jarðefnaiðnað ehf er ekki í fundargögnum, því ekki ljóst á hvaða grunni nýr samningur er byggður á. Fyrirhugðuð lengd samnings?
Verður þetta færiband aðgengilegt öðrum öskuútflytjendum? Þarf ekki að skoða þetta mál í samhengi við fyrirhugaða jarðefnaefnaútflutning annara aðila? Sjá mál nr. 3
Verja þarf byggðina fyrir foki úr öskuhaugunum, gera kröfu um að haugarnir séu undir þaki.
Legg til að afgreiðslu þessa máls verði frestað og farið í að skoða framtíðarstaðsetningu og fyrirkomulag vegna jarðefnaútflutninga.

Guðmundur Oddgeirsson.

3. 2202020 - Aðstaða til útskipunar fyrir Eden ehf og tengd félög. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
Fundargerðir til kynningar
12. 2009027 - Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.
Fundargerð 48.fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 14.01.22 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
13. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð 906.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 04.02.22 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
14. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar SASS.
Fundargerð 578.fundar stjórnar SASS frá 04.02.2022 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
15. 1506123 - Skóla- og velferðarmál Fundargerðir NOS.
Fundargerð fundar NOS frá 15.02.2022 til kynningar.

Í 7.lið fundargerðarinnar er fjallað um skýrslu um úttekt á starfsemi SVÁ og þess óskað að sveitarstjórnir aðildarsveitarfélaganna taki skýrsluna til kynningar og umræðu.


16. 1603010 - Málefni fatlaðs fólks Fundargerðir stjórnar Bergrisans.
Fundargerðir 35.fundar stjórnar Bergrisans frá 31.01.2022 og 36.fundar frá 15.02.2022 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?