Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 390

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
02.02.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Fundargerð ritaði: Elliði Vignisson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2204028 - Íþróttamiðstöð- endurnýjun rennibrautar
Fyrir bæjarráði lá úrskurður kærunefndar útboðsmála vegna kæru Sportís ehf gegn Sveitarfélaginu Ölfusi vegna ágreinings um útboð á vatnsrennibraut í sundlaug Þorlákshafnar. Kröfu kæranda er í öllum þremur tilvikum vísað frá.

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar.
2. 2301045 - Hitaveita Ölfuss
Fyrir bæjarráði lá erindi frá Reykjavík Geothermal (RG) þar sem lýst er áhuga á kaupum á Hitaveitu Ölfuss í samstarfi við Sveitarfélagið Ölfus. Fram kemur að unnið sé að undirbúningi í samstarfi við spænska innviðasjóðinn Serena Industrial Parners (Serena).

Fram kemur að áhugi RG sé fyrst og fremst tilkominn af því að RG er að vinna að tveimur öðrum verkefnum í sveitarfélaginu, annars vegar litlu verkefni sem hefur vinnuheitið Ölfusvirkjun og hins vegar stærra verkefni sem hefur vinnuheitið Bolaölduvirkjun. RG hefur staðfest að sveitarfélagið hafi forgang að allri orku sem frá þessum virkjunum mun koma, hvort heldur sem um er að ræða heitt vatn eða rafmagn.

RG óskar eftir formlegu samstarfi við Ölfus um að skoða kaup á Hitaveitu Ölfuss.


Bæjarráð lýsir yfir áhuga á að skoða forsendur samstarfs en frestar afstöðu til erindisins þar til fyrir liggur minnisblað þar sem tilgreindu samstarfi er lýst nánar.
Mál til kynningar
3. 2301046 - Suðurhálendið - kynningarfundur
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?