Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 343

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
23.04.2025 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 1. varaforseti,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Guðlaug Einarsdóttir 1. varamaður,
Hrönn Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson bæjarfulltrúi,
Berglind Friðriksdóttir bæjarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Í upphafi fundar leitaði forseti eftir athugasemdum við fundarboð en engar bárust.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2504051 - Ársreikningur Sveitarfélagsins Ölfuss 2024
Ársreikningur Sveitarfélagsins Ölfuss fyrir árið 2024 lagður fram til fyrri umræðu.
Lagður var fram ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2024 til fyrri umræðu.

Elliði Vignisson bæjarstjóri fór yfir helstu niðurstöður úr ársreikningi sveitarfélagsins.

Rekstrarhagnaður samstæðunnar á árinu nam tæpum 1.577 milljónum kr. samanborið við 591 milljón kr. hagnað á árinu 2023.

Rekstrarhagnaður A hluta er 1.267 milljónir en var tæpar 339 milljónir á árinu 2023.

Skuldastaða sveitarfélagsins er góð og lækka langtímaskuldir samstæðunnar um 64 milljónir milli ára. Skuldaviðmið samkvæmt reglugerð er 15,92 % og skuldahlutfallið er 64,33 %.

Samþykkt samhljóða að vísa umræðu um ársreikning 2024 til síðari umræðu í bæjarstjórn 8.maí nk.
2. 1604036 - Fjallskil Fundargerðir fjallskilanefndar.
Fundargerð fjallskilanefndar frá 12.03.2025 til staðfestingar.
Fundargerðin lögð fyrir í heild sinni og hún staðfest.
Fundargerðir til staðfestingar
3. 2503011F - Bæjarráð Ölfuss - 441
Fundargerð 441.fundar bæjarráðs frá 03.04.2025 til staðfestingar.

1. 2502033 - Beiðni um frestun á greiðslu gatnagerðargjalda. Til staðfestingar.
2. 2503015 - Framlög til stjórnmálasamtaka. Til staðfestingar.
3. 2304043 - Fundartími bæjarráðs. Til staðfestingar.
4. 2503054 - Samkomulag um markmið afkomu og efnahag sveitarfélaga árin 2026-2030. Til kynningar.

Fundargerðin lögð fyrir í heild sinni og hún staðfest.
4. 2504002F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 65
Fundargerð 65.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar frá 08.04.2025 til staðfestingar.

1. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja. Til kynningar.
2. 2307020 - Suðurvararbryggja endurbygging stálþils. Til kynningar.
3. 2406028 - Suðurvarabryggja-Yfirborðsfrágangur. Til kynningar.
4. 2504011 - Nýr viðlegukantur við landenda gömlu Suðurvararbryggju. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2504013 - Uppfylling við smábátahöfnina. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2504007 - Beiðni um viðauka-kaup á liðlétting. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2502025 - Gatnagerð - yfirborðsfrágangur vesturbyggð 1-2 áfangi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2502024 - Gatnagerð - yfirborðsfrágangur Nes- og Laxabraut. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2504004 - Tímagjald verktaka 2025. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
10. 2504010 - Þjónustumiðstöð - ýmis mál. Til kynningar.
11. 2504003 - Malbiksyfirlagnir 2025. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
12. 2504012 - Yfirborðsfrágangur lóð leikskóla. Til kynningar.
13. 2501021 - Framkvæmdaráætlun 2024-25. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
5. 2503009F - Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 31
Fundargerð 31.fundar fjölskyldu- og fræðslunefndar frá 09.04.2025 til staðfestingar.

1. 2311017 - Skýrsla skólastjóra. Til kynningar.
2. 2311012 - Skýrsla leikskólastjóra. Til kynningar.
3. 2503036 - Leikskólinn Bergheimar - skóladagatal. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2503032 - Leikskólinn Hraunheimar - rekstraráætlun. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2503037 - Leikskólinn Hraunheimar - skóladagatal. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2504009 - Skólapúlsinn foreldrakönnun. Til kynningar.
7. 2503017 - Frumkvæðisathugun á stoð- og stuðningsþjónustureglum sveitarfélaga. Til kynningar.
8. 2504026 - Áfrýjun vegna afgreiðslu velferðarþjónstu. Trúnaðarmál.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.

6. 2504003F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 48
Fundargerð 48.fundar íþrótta- og tómstundanefndar frá 09.04.2025 til staðfestingar.

1. 2503042 - Ársskýrsla Æskulýðsnefndar hestamannafélagsins Ljúfur 2024. Til kynningar.
2. 2503041 - Ársskýrsla Æskulýðsnefndar hestamannafélagsins Háfeta 2024. Til kynningar.
3. 2503040 - Bætt aðstaða fyrir miðasölu á Þorláksvelli. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2503039 - Endurskoðuð reglugerð fyrir afreks- og styrktarsjóð Ölfuss. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2503038 - Umsóknir í afreks- og styrktarsjóð Ölfuss 2025. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2504054 - Starfsárið 2024-2025 hjá Unglingadeildinni Strump. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
Fundargerðir til kynningar
7. 2503008F - Öldungaráð - 9
Fundargerð 9.fundar öldungaráðs frá 26.03.2025 lögð fram til kynningar.

1. 2402062 - Fræðslufundur um öldungaráð.
2. 2308016 - Stefna í málefnum aldraðra - vinnuskjal.
3. 2501003 - Reglur um garðaþjónustu fyrir elli- og örorkulífeyrisþega í Sveitarfélaginu Ölfusi.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
8. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar SASS.
Fundargerð 619.fundar stjórnar SASS frá 07.03.2025 og 620. fundar frá 19.03.2025 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
9. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð 973.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 14.03.2025, 974.fundar frá 19.03.2025, 975.fundar frá 20.03.2025 og 976.fundar frá 04.04.2025 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
10. 1603010 - Málefni fatlaðs fólks Fundargerðir stjórnar Bergrisans.
Fundargerð 82.fundar stjórnar Bergrisans bs. frá 24.02.2025 og 83.fundar frá 24.03.2025 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
11. 1805041 - Menningarmál Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga
Ársskýrsla Byggðasafns Árnesinga vegna ársins 2024 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?