Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 73

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
22.05.2024 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Geir Höskuldsson formaður,
Hjörtur S. Ragnarsson varaformaður,
Margrét Polly Hansen Hauksdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir 1. varamaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Böðvar Guðbjörn Jónsson áheyrnarfulltrúi,
Kristina Celesova starfsmaður skipulags,-bygg.- og umhverfissviðs,
Fundargerð ritaði: Sigmar B. Árnason, skipulags- og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2309060 - DSK Thor landeldi Fiskeldi við Keflavík
Deiliskipulag lóðar Thor landeldi hefur verið auglýst. Engar athugasemdir bárust frá almenningi en lögboðnir umsagnaraðilar komu með ábendingar eða athugasemdir.
Skipulaghöfundur hefur brugðist við þeim og eru þær nú til skoðunar hjá umsagnaraðilunum.
Endurskoðuð tillaga ásamt umsögnum lögboðinna umsagnaraðila er í viðhengi.

Skipulagið liggur um svæði þar sem finna á hraun sem nýtur verndar samkvæmt 61. gr. náttúruverndarlaga. Gæta þarf í hvívetna að hrófla ekki við hrauni sem nýtur sérstakrar verndar nema brýn nauðsyn krefjist þess til að ná fram markmiðum skipulagsins.
Skipulagið snýr að uppbyggingu umfangsmikillar atvinnustarfsemi vestan Þorlákshafnar. Umrædd atvinnustarfsemi byggir á þeim sérstöku aðstæðum sem fyrir eru á skipulagssvæðinu er varða möguleika á ferskvatnstöku og sjótöku úr jörð auk nálægðar við útflutningshöfn. Uppbygging atvinnustarfsemi er ein af grunnforsendum hagvaxtar og þess að hægt sé að byggja upp samfélag sem hefur velferð íbúa að leiðarljósi. Það snertir því brýna almannahagsmuni hvort skipulagið fái fram að ganga.
Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
2. 2405088 - Hverahlíð - Niðurdælingarlögn í jörð - óveruleg br. DSK
ON leggur fram óverulega breytingu á deiliskipulagi hverahlíðar. Í skipulaginu er legu niðurdælingarlagnar breytt og er ráðgert að lögnin verði færð í jörð.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulags og byggingarfulltrúum verði heimilað að samþykkja breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3. 2405155 - Aðal- og DSK Þóroddstaði 1 lóð 2 og Þóroddstaði 2 lóð E
Nokki ehf. óskar eftir heimild að vinna breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss 2020-2036
og vinnu við gerð deiliskipulags í landi Þóroddsstaða 1 lóðar 2 (L213545) og Þóroddstaða 2 lóðar E
(L213546). Heildarstærð beggja lóðanna er um 4,7 ha.
Í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss 2020-2036 er landið skilgreint sem óbyggt svæði, en óskað er
eftir að breyta því í landbúnaðarsvæði með heimild fyrir allt að 4 lóðum ásamt þeim
uppbyggingarheimildum sem almennir skilmálar kveða á um.
Landslag á fyrirhuguðu svæði er hluti af landslagsheildinni við Riftún, sem eru klettabelti, mólendi
og ræktað land og er það svæði skilgreint sem landbúnaðarland í gildandi aðalskipulagi
sveitarfélagsins.

Afgreiðsla: Heimild til að gera aðalskipulagsbreytingu er veitt. Landeigandi skal sjálfur bera kostnað að gerð skipulagsbreytingarinnar.
4. 2310036 - DSK íbúðar- og frístundalóðir ofan vegar Riftún L171796
Landeigandi í Riftúni leggur fram uppfærða deiliskipulagstillögu fyrir frístundasvæði sem skilgreint er í aðalskipulagi á landinu Riftún.
Þær breytingar sem gerðar eru: Lóðum er fækkað um eina með því að sameina tvær lóðir næst jarðarmörkum til vesturs.
Borskýrsla um neysluvatn hefur verið lögð fram.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br. Með þeim fyrirvara um breytingu á lóðarstærð lóðar nr.1 að lóðarstærð íbúðarlóðar verði amk 5000m2
5. 2405156 - Hnjúkamói 14 og 16 - óverul. br. DSK - stækkun byggingarreits
Hnjúkamói ehf. leggur fram óverulega breytingu á deiliskipulagi. Helstu breytigar.
-byggingarreitur C1 og C2 stækka um 25m2 breikka úr 32m í 33
-Reitur C2 færist um 3,2m til suðurs
-gerðir er tveir nýjir byggingarreitir fyrir 1h byggingu fyrir bílgeymslu, hjólageymslu og sorp.
Nýtingarhlutfall og leyfilegt byggingarmagn er óbreytt.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði heimilað að samþykkja breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 3. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
6. 2402064 - Þóroddstaðir 2 - lóð G DSK
Bölti ehf. leggur fyrir nefndina nýtt deiliskipulag. Í því er gert ráð fyrir byggingarreit fyrir íbúðarhús ásamt bílskúr og gestahús.
Afgreiðsla: Skipulagið er samþykkt með fyrirvara um samþykki stjórnar vatnsveitu. Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010, um leið og samþykki stjórnar vatnsveitu liggur fyrir.
7. 2405098 - Uppskipting lóða að Laxabraut
2. áfangi lóðabreytinga First Water við Laxabraut. Þegar lóðir hafa verið sameinaðar þarf að skipta þeim upp að nýju í samræmi við skipulag á svæðinu. Meðfylgjandi eru lóðarblöð sem sýna skiptingu lóða eins og hún er hugsuð nú.
Afgreiðsla: Frestað þar til nýtt deiliskipulag hefur verið samþykkt.
8. 2405109 - Árbær IV fyrirspurn br. landnotkun í VÞ svæði
Lögð er fram beiðni landeiganda landsins Árbær IV um að hefja vinnu við aðalskipulagsbreytingu. Þess er farið á leit að breyta landnotkun úr landbúnaðarlandi í viðskipta og þjónustusvæði.
Afgreiðsla: Heimild til að gera aðalskipulagsbreytingu er veitt. Landeigandi skal sjálfur bera kostnað að gerð skipulagsbreytingarinnar.
9. 2402008 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - ON - Svelgholur til losunar skiljuvatns
ON óska eftir framkvæmdaleyfi til að bora tvær nýjar svelgholur fyrir skiljuvatn frá hellisheiðarvirkjun. Losunarsvæðið er staðsett um 800m norðvestur af stöðvarhúsi Hellisheiðarvirkjunar.
Afgreiðsla: framkvæmdaleyfi veitt.
10. 2201041 - Framkvæmadaleyfisumsókn rannsóknarhola á Bláfjallasvæði
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sækja hér með um framkvæmdaleyfi til borunar á þremur
nýjum rannsóknarholum til grunnvatnsmælinga á Bláfjallasvæðinu í samræmi við 13. gr. skipulagslaga
nr. 123/2010 og 4. gr. reglugerðar nr. 772/2012, um framkvæmdaleyfi.
Fyrirhugaðar borholur eru vöktunarholur, sem er ætlað að styrkja grunnvatnslíkan Vatnaskila með
áherslu á Bláfjallasvæðið í tengslum við áform um framkvæmdir á skíðasvæðinu. Íslenskar Orkurannsóknir (ÍSOR) komu með tillögur að staðsetningu holanna, að beiðni framkvæmdaraðila.
Meðfylgjandi er mynd sem sýnir holurnar þrjár sem er fyrirhugað að bora. Hola 3 er í landi
Kópavogs og hola 2 í landi Hafnarfjarðar. Holan, sem kennd er við „Heiðina há“ er í landi
Ölfuss (sjá meðfylgjandi mynd).

Afgreiðsla: framkvæmdaleyfi veitt.
11. 2308003 - Latur - sögulegum stein fundinn viðeigandi staður
Sviðstjóri leggur uppfærða útfærslu af nýju umhverfi við Lat. Tillagan er unnin af Hermanni Ólafssyni landslagsarkitekt.
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir nýja útfærslu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?