Fundargerðir

Til bakaPrenta
Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 55

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
30.10.2023 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sigmar Árnason, Sviðstjóri og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2310057 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Klettamói 3 - Flokkur 2
Emil Þór Guðmundsson sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa Hamrakór ehf. fyrir 6 íbúða 2 hæða fjölbýlishúsi samkv. teikningum dags. 01.10.23
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
2. 2310056 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hnjúkamói 4 - Flokkur 2
Emil Þór Guðmundsson sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa Hamrakór ehf. fyrir 6 íbúða 2 hæða fjölbýlishúsi samkv. teikningum dags. 01.10.23
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
3. 2310054 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hnjúkamói 6 - Flokkur 2
Emil Þór Guðmundsson sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa Hamrakór ehf. fyrir 8 íbúða 2 hæða fjölbýlishúsi samkv. teikningum dags. 01.09.23
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
4. 2310063 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Gyðugata 1-3-5 - Flokkur 2
Kjartan Sigurbjartsson sækir um byggingarleyfi f/h handhafa lóðar Hrímgrund ehf. fyrir 3 íbúða raðhúsi samkv. teikningum frá Próark dags. 06.10.2023
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
5. 2310064 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Klettagljúfur 15 - Flokkur 2
Stefán Árnason f/h eiganda Árni Hörður Ragnarsson um byggingarleyfi fyrir viðbygging við íbúðarhús og bílskúr.
Afgreiðsla: Frestað, fylgiskjöl vantar með umsókn
6. 2310055 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Laxabraut 19 - Flokkur 1
Sigurður Unnar Sigurðsson sækir um byggingarleyfi fyrir vinnubúðum á lóðinni Laxabraut 19 í samræmi við uppdrátt. Um er að ræða annan áfanga vinnubúða á lóð Landeldis (First Water) við Laxabraut 19 - vestan Þorlákshafnar í Sveitarfélaginu Ölfus. Um er að ræða tímabundnar vinnubúðir sem samsettar eru úr gámaeiningum. Í matsal (Mhl 04) verður aðstaða til móttöku á mat og matsalur framkvæmdadeildar Landeldis meðan á framkvæmdum stendur. Í svefnbúðum (Mhl 03) verður gistiaðstaða fyrir starfsfólk Landeldis, 20 manns.
Afgreiðsla: Byggingarheimild samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.3.8.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
7. 2310068 - Umsókn um lóð Bárugata 21
Kristján Þorvaldsson sækir um einbýlishúsalóðina Bárugata 21
Afgreiðsla: Samþykkt
8. 2310062 - Umsókn um lóð Selvogsbraut 43
Silfurafl ehf. sækir um fjölbýlishúsalóðina Selvogsbraut 43
Afgreiðsla: Samþykkt. Þar sem 5 gildar umsóknir bárust um lóðina þá fer fram spiladráttur. Að honum loknum fékk Silfurafl ehf lóðina úthlutaða.
9. 2310061 - Umsókn um lóð Selvogsbraut 43
Svanur Þ. Mikaelsson f/h Lúðvík fasteignafélag ehf. sækir um fjölbýlishúsalóðina Selvogsbraut 43
Afgreiðsla: Synjað. Þar sem 5 gildar umsóknir bárust um lóðina þá fer fram spiladráttur. Að honum loknum fékk Silfurafl ehf lóðina úthlutaða.
10. 2310060 - Umsókn um lóð Selvogsbraut 43
Rúnar M. Sigurvinsson f/h Ufsasund ehf. sækir um fjölbýlishúsalóðina Selvogsbraut 43
Afgreiðsla: Synjað. Þar sem 5 gildar umsóknir bárust um lóðina þá fer fram spiladráttur. Að honum loknum fékk Silfurafl ehf lóðina úthlutaða.
11. 2310059 - Umsókn um lóð Selvogsbraut 43
Helgi Gíslason sækir um fjölbýlishúsalóðina Selvogsbraut 43
Afgreiðsla: Synjað. Vísað er í gr. 6.2 í úthlutunarreglum fyrir lóðir þar segir Raðhúsalóðum með fleiri en 3 íbúðum eða fjölbýlishús skal að jafnaði úthlutað til
framkvæmdaaðila sem hafa það að markmiði að selja eignirnar til þriðja aðila.

12. 2310058 - Umsókn um lóð Selvogsbraut 43
Snjómenn ehf. sækir um fjölbýlishúsalóðina Selvogsbraut 43
Afgreiðsla: Synjað. Þar sem 5 gildar umsóknir bárust um lóðina þá fer fram spiladráttur. Að honum loknum fékk Silfurafl ehf lóðina úthlutaða.
13. 2310053 - Umsókn um lóð Selvogsbraut 43
Bucs ehf. sækir um fjölbýlishúsalóðina Selvogsbraut 43
Afgreiðsla: Synjað. Þar sem 5 gildar umsóknir bárust um lóðina þá fer fram spiladráttur. Að honum loknum fékk Silfurafl ehf lóðina úthlutaða.
14. 2310052 - Umsókn um stöðuleyfi
Bjargir eignarhald sækir um stöðuleyfi fyrir annarsvegar 2 gámum með byggingarefni í og 2 gámum fyrir kaffiaðstöðu og fatageymslu.
Afgreiðsla: Stöðuleyfi fyrir gámum undir byggingarefni er samþykkt. Stöðuleyfi fyrir kaffiaðstöðu og fatageymslu er synjað.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?