Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 323

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
30.11.2023 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 1. varaforseti,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Erla Sif Markúsdóttir bæjarfulltrúi,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson bæjarfulltrúi,
Gunnsteinn R. Ómarsson 1. varamaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Í upphafi fundar leitaði forseti eftir athugasemdum við fundarboðið en engar bárust.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2311034 - Vindmyllur- minnisblað Ölfus Cluster
Fyrir bæjarstjórn lá minnisblað frá Ölfus Cluster um ferð sem fulltrúar allra flokka í bæjarstjórn Ölfuss fóru í lok september. Ferðin var skipulögð af Ölfus Cluster í samstarfi við starfsmenn WPD í þeim tilgangi að dýpka skilning og þekkingu á málefnum vindmylla. Lögð var áhersla á að heyra frá sem fjölbreyttustum hópi hagaðila á svæðinu auk þess að kynnast betur þeim áskorunum sem vindorkuiðnaðurinn stendur frammi fyrir.

Kolbrún Hrafnkelsdóttir frá Ölfus Cluster kom inn á fundinn og fór yfir minnisblaðið.

Bæjarstjórn þakkar kynninguna.

Kolbrún Hrafnkelsdóttir vék af fundi.

2. 2308041 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2024-2027.
Fyrir bæjarstjórn lá fjárhags- og framkvæmdaáætlun áranna 2024 til 2027.

Ráðgert er að rekstrartekjur A hluta árið 2024 verði 4.092.755 þús. kr. og rekstrargjöld: 3.635.769 þús. kr. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld verði: 89.328 þús kr. og afskriftir 148.392 þús. kr. Rekstrarniðurstaða verði því jákvæð sem nemur 219.266 þús. kr.

Sé litið til samstæðunnar má sjá að ráðgert er að rekstrartekjur verði 4.914.655 þús. kr. og rekstrargjöld 3.967.823 þús. kr. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld verði 193.403 þús. kr. og afskriftir 335.207 þús. kr. Þannig verði rekstarniðurstaða jákvæð sem nemur 418.222 þús. kr.

Samkvæmt fyrirliggjandi áætlun er ráðgert að veltufé samstæðu frá rekstri árið 2024 verði 952.846 þús. kr. og að fjárfesting nemi 990.470 þús. kr. Þá er fyrirhugað að greiða langtímalán niður fyrir 249.261 þús. kr. Engin lántaka er áætluð á árinu 2024.

Á komandi ári eru all verulegar fjárfestingar fyrirhugaðar. Þannig eru áætlaðar fjárfestingar Eignasjóðs 553 milljónir, fjárfestingar hafnarinnar 380 milljónir, vatnsveitu 5 milljónir og fráveitu 52 milljónir. Samtals er þar um ræða fjárfestingar upp á rúmar 990 milljónir.

Fyrirhugað er að rekstrarniðurstaða samstæðu verði 300 milljónir árið 2025, 458 milljónir árið 2026 og 593 milljónir árið 2027. Þá gerir áætlunin ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A-hluta verði 70 milljónir árið 2025, 206 milljónir árið 2026 og 338 milljónir árið 2027.

Tölur eru í þúsundum króna:

Fjárhagsáætlun A hluta Ölfuss 2024:
Rekstrartekjur: 4.092.755
Rekstrargjöld: 3.635.769
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld): (89.328)
Rekstrarniðurstaða, jákvæð: 219.266
Veltufé frá rekstri: 496.255
Fjárfesting : 553.710
Afborganir langtímalána: 183.154
Handbært fé í árslok: 186.960

Fjárhagsáætlun B-hluta sjóða Ölfuss 2024:
Rekstarniðurstaða Hafnarsjóðs: 124.416
Rekstrarniðurstaða Fráveitu: 61.981
Rekstarniðurstaða Félagslegra íbúða: (10.055)
Rekstrarniðurstaða Íbúða aldraðra: (6.064)
Rekstarniðurstaða Vatnsveitu: 32.643
Rekstrarniðurstaða Uppgræðslusjóðs: (3.967)

Fjárhagsáætlun samstæðu A og B hluta Ölfuss 2024:
Rekstrartekjur: 4.914.655
Rekstrargjöld: 3.967.823
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld): (193.403)
Rekstarniðurstaða, jákvæð: 418.222
Veltufé frá rekstri: 952.846
Fjárfesting : 990.470
Afborganir langtímalána: 249.261
Handbært fé í árslok : 156.332

Elliði Vignisson bæjarstjóri fylgdi fjárhags- og framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins fyrir árin 2024-2027 úr hlaði.

Grétar Ingi Erlendsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd bæjarfulltrúa D-lista:
Við þökkum starfsmönnum fyrir vel unnin störf. Hér leggjum við fjárhags- og framkvæmdaráætlun fram til fyrri umræðu sem er ekki einungis metnaðarfull og framsýn heldur sýnir glögglega hversu sterkt sveitarfélagið stendur. Ég minni þó á að áætlunin er enn í vinnslu og ljóst að hún muni taka breytingum á milli umræðna. Þar viljum við m.a. leita leiða til að draga úr hækkunum á gjaldaliðum í samræmi við óskir verkalýðssamtaka. Það er mikilvægt að við sem stjórnum sveitarfélögum landsins tökum fullan þátt í að draga úr verðbólgu og auka stöðugleika. Þá er ljóst að eftir sem áður höfum við ríkan vilja til að lækka skatta á íbúa sveitarfélagsins. Þar viljum við sem fyrr sérstaklega horfa til fasteignaskatta. Fasteignamat hefur hækkað umtalsvert undanfarin ár og ljóst að ef álagningarprósentan hefði ekki verið lækkuð samhliða hefði það þyngt rekstur heimila í Ölfusi enn meira.

Bæjarfulltrúar D-lista.

Gunnsteinn Ómarsson tók til máls.

Lagt er til að vísa fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2024-2027 til síðari umræðu.

Samþykkt samhljóða.
3. 2311046 - Lántökur 2023 Lánasjóður sveitarfélaga
Lánsumsókn hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna Hafnarsjóðs.
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi 30.nóvember 2023 að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns fyrir Þorlákshafnarhöfn hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 300.000.000,-, með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér. Ábyrgðin tekur til greiðslu höfuðstóls láns þessa, ásamt vöxtum og verðbótum auk hvers kyns innheimtukostnaðar. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.

Er lánið tekið til fjármögnunar á hafnarframkvæmdum sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Sveitarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Þorlákshafnarhafnar til að selja ekki eignarhlut sinn í Þorlákshafnarhöfn til einkaaðila, í heild eða að hluta, fram til þess tíma að lán þetta er að fullu greitt.

Fari svo að Sveitarfélagið Ölfus selji eignarhlut í Þorlákshafnarhöfn til annarra opinberra aðila, skuldbindur Sveitarfélagið Ölfus sig til þess að tryggja að samhliða yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu í hlutfalli við eignarhlut sinn í félaginu.

Jafnframt er Elliða Vignissyni, kt. 280469-5649, bæjarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Ölfuss að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Elliði Vignisson tók til máls.

Samþykkt samhljóða.
4. 2311046 - Lántökur 2023 Lánasjóður sveitarfélaga
Lánsumsókn hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna íbúða aldraðra - dagdvalar.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi 30.11.2023 að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 160.000.000,- , með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér.

Bæjarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta,dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum við dagdvöl aldraða hjá sveitarfélaginu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Elliða Vignissyni, kt.280469-5649, bæjarstjóra Sveitarfélagsins Ölfuss, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Ölfuss að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Elliði Vignisson tók til máls.

Samþykkt samhljóða.

5. 2311002 - Gjaldskrár Sveitarfélagsins Ölfuss 2024
Fyrir bæjarstjórn lágu gjaldskrár Þorlákshafnar fyrir árið 2024, gjaldskrá Sveitarfélagins Ölfuss fyrir árið 2024 og gjaldskrá Velferðarþjónustu Ölfuss fyrir árið 2024 til fyrri umræðu. Allar gjaldskrár hækka um 7,7% á milli ára sem er í samræmi við verðlagsþróun sl. 12 mánuði.

Elliði Vignisson, Ása Berglind Hjálmarsdóttir og Grétar Ingi Erlendsson tóku til máls.

Lagt er til að gjaldskrám vegna ársins 2024 verði vísað til síðari umræðu.

Samþykkt samhljóða.

6. 2311050 - Gjaldskrá vatnsveitu 2024
Fyrir bæjarstjórn liggur gjaldskrá Vatnsveitu fyrir árið 2024. Breytingar eru einungis á stofngjaldi (4.gr.), gjaldskráin breytist ekki að öðru leyti.


Grétar Ingi Erlendsson, Vilhjálmur Baldur Guðmundsson og Elliði Vignisson tóku til máls.

Lagt er til að gjaldskrá Vatnsveitu vegna ársins 2024 verði vísað til síðari umræðu.

Samþykkt samhljóða.
7. 2105036 - Fundartími bæjarstjórnar
Lagt er til að desemberfundur bæjarstjórnar verði fimmtudaginn 14.desember 2023 í stað 28.desember 2023.
Samþykkt samhljóða.
8. 2311033 - Nýjar samþykktir Sorpstöðvar Suðurlands
Fyrri umræða um nýjar samþykktir Sorpstöðvar Suðurlands.
Lagt er til að vísa samþykktum SOS til síðari umræðu.

Samþykkt samhljóða.
9. 2311047 - Ályktanir ársþings SASS 2023
Ofurkraftar Sunnlensks samfélags, ályktanir ársþings SASS 2023 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
10. 2311048 - Samgönguáætlun SASS 2023-2033
Samgönguáætlun SASS 2023-2033 sem samþykkt var á ársþingi samtakanna í október 2023 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
11. 2306003 - ASK Nýir jarðstrengir að fiskeldi vestan Þorlákshafnar - rafstrengir
Skipulagsstofnun hefur gefið heimild fyrir að aðalskipulagsbreyting vegna jarðastrengja til fiskeldisstöðva vestan Þorlákshafnar verði auglýst að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Í viðhengi eru skjöl þar sem brugðist hefur verið við athugasemdunum og sjá má breytingarnar í "track changes".

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna og ganga frá málinu í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Nefndin áréttar fyrri áherslu sína um að leitast verði við að halda göngu og hjólastíg opnum á framkvæmdatíma og forðast rask á stígnum. Skemmdir verði lagfærðar strax.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
12. 2309061 - ASK og DSK Mölunarverksmiðja og höfn í Keflavík við Þorlákshöfn
Verkfræðistofan Mannvit leggur fram skipulagslýsingu vegna aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulags fyrir mölunarverksmiðju og höfn í Keflavík vestan Þorlákshafnar.
Gert er ráð fyrir að auka byggingarmagn í reit I3 í samræmi við uppbyggingu svæðisins og heimila mölunarverksmiðju innan þess.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa skipulagslýsinguna í samræmi við 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Skipulags- og umhverfisnefnd minnir á að þegar verkefnið hefur verið mótað og frekari forsendur liggja fyrir stefnir Sveitarfélagið Ölfus að því að haldin verði íbúakosning um forsendur þeirra skipulagsbreytinga (aðal- og deiliskipulag) sem nauðsynlegar eru til að verkefnið fái framgang, breytingarnar skuli ekki fá fullnaðarafgreiðslu fyrr en að kosningunni aflokinni. Þá ítrekar nefndin að allur kostnaður vegna skipulagsvinnu liggur hjá væntum lóðarhafa og mikilvægt að hann geri sér sér fulla grein fyrir því að komi til þess að forsendur skipulagsins verði felldar í atkvæðagreiðslu meðal íbúa þá verður hvorki sá kostnaður né annar sem af verkefnu hlýst, bættur af sveitarfélaginu.

Ása Berglind Hjálmarsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:

Í skipulagslýsingu á m.a. að lýsa viðfangsefni og markmiðum og rökstyðja tillögu í samræmi við svæðis og/eða aðalskipulag. Í skipulagslýsingunni sem hér er lögð fram er verkefnið sett í samhengi við eftirfarandi markmið í svæðisskipulagi Suðurlands og Aðalskipulagi Ölfuss: ,,Stuðla að skynsamlegri og hagkvæmri nýtingu lands, tryggja vernd landslags, náttúru og menningarverðmæta og koma í veg fyrir umhverfisspjöll og ofnýtingu, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi"

Það er fátt ef nokkuð í þessu verkefni sem færa má undir þetta markmið. Verkefnið snýst m.a. um að moka niður heilu fjalli eins og það leggur sig, stunda námugröft á hafsbotni, leggja undir sig land fyrir 1.000.000 m2 byggingarmagn, sem er eins og 140 fótboltavellir í fullri stærð og auka umferð stórra skipa og vöruflutningabíla með tilheyrandi mengun.

Í umsögn Náttúrufræðistofnunar í umhverfismatsáætlun um mölunarverksmiðju kemur fram að þessi valkostur við Keflavík muni fela í sér töluvert rask á óraskaðri strandlínu og þar með áhrif á t.d. lífríki og jarðminjar.

Það hefur einnig verið bent á það úr mörgum áttum að meintur loftslagsávinningur verkefnisins sé mjög óljós og að sýna þurfi betur fram á hann, m.a. með því að meta að fullu heildaráhrif framkvæmdarinnar og tengdrar starfsemi, svo sem flutninga frá námum, flutninga með skipum til og frá Evrópu, því aðeins þannig sé hægt að meta raunveruleg áhrif framkvæmdarinnar og verkefnisins í heild á loftslagið.

Þá hefur Alþjóðahafsbotnsstofnunin, sem Ísland er aðili að ásamt 163 ríkjum, lagt til að skoða þurfi afleiðingar námuvinnslu á hafsbotni betur áður en að leyfi verði gefin út.

Í skipulagslýsingu á einnig að gera grein fyrir því hvernig staðið verði að umhverfismati við mótun skipulagstillögunnar. Í skipulagslýsingu sem hér er lögð fyrir okkur segir að fjallað verði um eftirfarandi umhverfisþætti í umhverfisskýrslu:
* Ásýnd
* Jarðmyndarnir og sjávarbotn
* Lífríki í sjó og fjöru
* Fuglalíf
* Samfélag
* Fornleifar
* Vatnafar
* Loftslag

Ekkert er minnst á að fjalla eigi um mengun með tilliti til heilbrigði manna, gæði andrúmslofts, lýðheilsu og slysatíðni sem eru tiltekin sem dæmi um umhverfisvísa í leiðbeiningablaði Skipulagsstofnunar um umhverfisskýrslur. Þar segir ennfremur að áhersla skuli lögð á umhverfisþætti sem áætlun hefur veruleg áhrif á innan sem utan skipulagssvæðisins. Ekki er hægt að sleppa þessum umhverfisþætti og nauðsynlegt að við kjörnir fulltrúar stöndum vörð um velferð, lýðheilsu og öryggi íbúa í sveitarfélaginu og því sjálfsagt að fara fram á að þessir þættir verði teknir með inn til umfjöllunar í umhverfismati og -skýrslu.

Ása Berglind Hjálmarsdóttir H-lista og Gunnsteinn Ómarsson B-lista.

Grétar Ingi Erlendsson, Elliði Vignisson og Gunnsteinn Ómarsson tóku til máls.

Tillaga nefndarinnar lögð fram til atkvæðagreiðslu og var hún samþykkt með 5 atkvæðum bæjarfulltrúanna Gests Þórs Kristjánssonar D-lista, Grétars Inga Erlendssonar D-lista, Erlu Sifjar Markúsdóttur D-lista, Sigurbjargar Jennýar Jónsdóttur D-lista og Vilhjálms Baldurs Guðmundssonar B-lista. Ása Berglind Hjálmarsdóttir H-lista og Gunnsteinn Ómarsson B-lista greiddu atkvæði á móti.

Ása Berglind Hjálmarsdóttir gerði grein fyrir atkvæðagreiðslunni:

Eftir reynslu af samstarfi við meirihlutann þá höfum við tekið þá stefnu að greiða ekki atkvæði með máli í trausti þess að eðlilegt og lýðræðislegt skipulagferli taki við þar sem tekið verði tillit til umsagna sem berast. Í máli um landfyllingu á svæði sem hefur verið nýtt í áraraðir til brimbrettaiðkunar var ekkert mark tekið á athugasemdum sem bárust eða miðlunartillögum hagsmunaaðila. Í bókun meirihlutans á bæjarstjórnarfundi, 2. nóv. sl. var það tekið fyrir sem rök með máli um landfyllingu að fulltrúar í framkvæmda- og hafnarnefnd, þar sem við sátum, hefðu samþykkt að vísa málinu í skipulagsferli án mótkvæða, en það var gert í trausti þess að lýðræðisleg vinnubrögð væru viðhafin og tekið yrði mark á rökum hagsmunaaðila og leyst úr málinu í samstarfi við þá aðila. Vinnubrögðin sem voru viðhöfð í því máli verða til þess að við getum ekki með góðri samvisku greitt atkvæði með málum sem við höfum efasemdir um í trausti þess að þau fái eðlilegan farveg innan stjórnsýslunnar. Því greiðum við atkvæði á móti, þrátt fyrir að sveitarfélagið stefni að íbúakosningu um málið, þar sem við höfum miklar efasemdir um að framkvæmdin verði samfélaginu til framdráttar.

Ása Berglind Hjálmarsdóttir H-lista og Gunnsteinn Ómarsson B-lista
13. 2303013 - DSK Breyting á deiliskipulagi Gljúfurárholt land 8 L199502
Breytingartillaga á deiliskipulagi Gljúfurárholts lands 8 hefur verið auglýst. Skipulagsstofnun gerði athugasemdir við lokayfirferð. Landeigandi telur að þær byggist á misskilningi og hefur tekið saman greinargerð þar um sem er í fylgiskjali.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
14. 2206060 - DSK Mói svæði II
Deiliskipulag Móa hefur verið auglýst. Engar athugasemdir komu frá almenningi. Vegagerðin gerði athugasemd vegna vegtengingar og var tillögunni breytt til að koma til móts við hana. Barst tölvupóstur frá Vegagerðinni með staðfestingu á að svo væri.
Ennfremur kom ábending frá Umhverfisstofnun á skipulagsgátt um hraun á svæðinu og ábendingu varðandi skólpmál sveitarfélagsins. Reyndar er umsögnin merkt öðru skipulagsmáli á nærliggjandi svæði en gert er ráð fyrir að um "copy paste" mistök séu að ræða. Svo skemmtilega vill til að tillagan er einmitt útfærð þannig að hún taki tillit til þeirra hraunmyndanna sem þarna eru og einnig vill til að sveitarfélagið er með hreinsistöð fyrir skólp í útboði um þessar mundir. Hægt er að sjá umsagnir og athugasemdir á Skipulagsgáttinni á slóðinni: https://skipulagsgatt.is/issues/665

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
15. 2302017 - DSK Meitlar deiliskipulag vegna rannsóknarborhola í Meitlum á Hellisheiði
Lögð er fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi rannsóknarsvæðis OR í Meitlum þar sem komið hefur verið til móts við óskir sveitarfélagsins varðandi samræmi við orku- og auðlindastefnu sveitarfélagsins.
Málinu var frestað á 60. fundi nefndarinnar. Megin breytingin er í kafla 3.3 um orku- og auðlindastefnuna sem búið er að endurskrifa.

Í greinargerð er tekið skýrt fram að ef niðurstöður rannsóknarborana leiða í ljós mögulega nýtingu á svæðinu til framtíðar, verður óskað eftir heimild sveitarfélagsins um að gerð verði breyting á deiliskipulagi með það að markmiði að breyta svæðinu í vinnslusvæði vegna jarðhita.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
16. 2309035 - ASK Meitlar og Hverahlíð II - Aðalskipulagsbreyting vegna rannsóknaboranna
Borist hefur endurskoðuð skipulags og matslýsing vegna orkuvinnslusvæðis OR í Meitlum og Hverahlíð II þar sem komið hefur verið á móts við óskir sveitarfélagsins varðandi samræmi við orku- og auðlindastefnu þess. Öll stefnan er sett inn í lýsinguna og eins hefur orðalagi víða verið breytt.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa lýsinguna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
17. 2311031 - ASK Mýrarsel íbúðarsvæði stækkað um fimm frístundalóðir
Lögð er fram skipulagslýsing vegna aðalskipulagsbreytingar þar sem íbúðarsvæðið í landi Mýrarsels er stækkað þannig að fimm frístundalóðir sem fyrir eru við svæðið verði íbúðalóðir. Bætast þær við sjö íbúðalóðir sem fyrir eru þannig að þar verða 12 íbúðalóðir. Nefndin tók jákvætt í fyrirspurn um málið á 38. fundi sínum í september 2022.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa lýsinguna í samræmi við 30. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
Fundargerðir til staðfestingar
18. 2311004F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 45
Fundargerð 45.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar frá 15.11.2023 til staðfestingar.

1. 2309059 - Ósk um breyttan opnunartíma þjónustumiðstöðvar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2311002 - Gjaldskrár 2024. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2311014 - Fjárhagsáætlun hafnarinnar 2024-2027. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2311015 - Fjárflæði hafnarinnar 2024. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2308041 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2024-2027. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2206077 - Gatnagerð - Vesturbyggð. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2311016 - Endurnýjun gólfs Egilsbraut 9, opið rými. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja. Til kynningar.
9. 2301017 - Framkvæmdaráætlun 2022-23. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
19. 2310012F - Bæjarráð Ölfuss - 407
Fundargerð 407.fundar bæjarráðs frá 02.11.2023 til staðfestingar.

1. 2203007 - Erindi um þrengingu og hraðskilti í Setbergi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2211024 - Lóðaleigusamningur Laxabraut 35-41. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2310071 - Styrkbeiðni frá Sigurhæðum vegna ársins 2024. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2310076 - Erindi frá byggðaþróunarfulltrúa SASS. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2310070 - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Ásnesvegar í Ölfusi (3934-01). Til kynningar.
6. 2310069 - Starfsemi EBÍ. Til kynningar.
7. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn. Til kynningar.
8. 2311005 - Beiðni um viðauka - loftræsting grunnskóla. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.


20. 2311002F - Bæjarráð Ölfuss - 408
Fundargerð 408.fundar bæjarráðs frá 16.11.2023 til staðfestingar.

1. 2308041 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2024-2027. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2311011 - Beiðni um samstarf - Markaðsstofa Suðurlands. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2207036 - Viljayfirlýsing vegna lóðar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2309015 - Jafnréttisstefna og jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2023-2026. Til kynningar.
5. 2311013 - Reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga og leiðbeiningar um framkvæmd. Til kynningar.
6. 2311022 - Samráðsgátt - Grænbók í málefnum innflytjenda og flóttafólks. Til kynningar.
7. 2311023 - Ábending til sveitarfélaga um mikilvægi kynja- og jafnréttissjónarmiða. Til kynningar.
8. 2311026 - Evrópska nýtnivikan. Til kynningar.
9. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn. Til kynningar.
10. 2311028 - Beiðni um viðauka - kaup á loftgæðamæli. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
21. 2311005F - Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 15
Fundargerð 15.fundar fjölskyldu- og fræðslunefndar frá 15.11.2023 til staðfestingar.

1. 2311019 - Innleiðing Barnasáttmálans í Ölfusi - staða mála. Til kynningar.
2. 2311017 - Skýrsla skólastjóra. Til kynningar.
3. 2311012 - Skýrsla leikskólastjóra. Til kynningar.
4. 2311018 - Menning og viðburðir í jólamánuðinum. Til kynningar.
5. 2311025 - Undanþága frá reglugerð vegna sérstakra aðstæðna í Grindavík. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.

22. 2311001F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 62
Fundargerð 62.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 22.11.2023.

1. 2311031 - ASK Mýrarsel íbúðarsvæði stækkað um fimm frístundalóðir. Tekið fyrir sérstaklega.
2. 2309035 - ASK Meitlar og Hverahlíð II - Aðalskipulagsbreyting vegna rannsóknaboranna. Tekið fyrir sérstaklega.
3. 2302017 - DSK Meitlar deiliskipulag vegna rannsóknarborhola í Meitlum á Hellisheiði. Tekið fyrir sérstaklega.
4. 2206060 - DSK Mói svæði II. Tekið fyrir sérstaklega.
5. 2303013 - DSK Breyting á deiliskipulagi Gljúfurárholt land 8 L199502. Tekið fyrir sérstaklega.
6. 2302023 - ASK og DSK Litla Sandfell breyting á aðalskipulagi og deiliskipulag. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2309061 - ASK og DSK Mölunarverksmiðja og höfn í Keflavík við Þorlákshöfn. Tekið fyrir sérstaklega.
8. 2306003 - ASK Nýir jarðstrengir að fiskeldi vestan Þorlákshafnar - rafstrengir. Tekið fyrir sérstaklega.
9. 2311030 - Hveradalir umsókn um stöðuleyfi fyrir gáma. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
10. 2309007 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Reykir - Flokkur 1. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
11. 2310065 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Efstaland - Flokkur 1. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
12. 2311001 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Kléberg 11 - Flokkur 2. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
13. 2310066 - Ósk eftir staðfestingu á nafnbreytingu á spildu. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
14. 2311020 - Umsögn um matslýsingu Nesjavellir, Deiliskipulagsbreyting. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
23. 2311008F - Bæjarráð Ölfuss - 409
Fundargerð 409.fundar bæjarráðs Ölfuss frá 27.11.2023 til staðfestingar.

1. 2211024 - Lóðaleigusamningur Laxabraut 35-41. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2311032 - Beiðni um viðauka - hreinsun á loftræstingu í sundlaug. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2311055 - Beiðni um samstarf um nýtingu jarðhita í Ölfusdal.

Ása Berglind Hjálmarsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun undir lið nr. 3 í fundargerðinni:
Ég vil gera athugasemd við það hvernig mál nr. 3 um beiðni um samstarf um nýtingu jarðhita í Ölfusdal var afgreitt á síðasta bæjarráðsfundi. Póstur kom frá bæjarstjóra tæpum sólarhring fyrir þennan aukafund bæjarráðs þar sem óskað var eftir að málið yrði tekið fyrir með afbrigðum. Undirrituð rak augun í póstinn aðeins klukkustund fyrir fund og aðrir höfðu einnig ekki haft tækifæri til að kynna sér það nægilega. Ég hef ekki atkvæðisrétt á bæjarráðsfundi en sé mikið eftir að hafa ekki fylgt sannfæringu minni og bókað um þetta mál, þar sem um gríðarstórt hagsmunamál er að ræða. Hagsmunamál ekki aðeins fyrir Sveitarfélagið Ölfus heldur einnig nágranna okkar Hvergerðinga, ferðaþjónustuna og síðast en ekki síst náttúruna sem hefur ekki rödd, aðra en þá sem við ljáum henni.
Ég geri athugasemd við að málið hafi ekki verið lagt fyrir bæjarstjórnarfund og bæjarfulltrúum gefið svigrúm til að meta það og hvernig ákjósanlegast væri að vinna það áfram. Hér þarf að sjálfsögðu að eiga í góðu samtali við alla hagsmunaaðila og alveg sérstaklega Hvergerðinga sem verða fyrir miklum áhrifum af þeirri framkvæmd verið er að undirbúa.

Ása Berglind Hjálmarsdóttir H-lista.

Elliði Vignisson og Grétar Ingi Erlendsson tóku til máls.

Vilhjálmur Baldur Guðmundsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:

Með því að samþykkja þetta samstarf við Orkuveituna hef ég ekki samþykkt virkjun í Ölfusdal, aðeins rannsóknir. Það er ekkert hægt að gera nema í góðu samtali við nágranna okkar vini í Hveragerði.

Vilhjálmur Baldur Guðmundsson B-lista

Grétar Ingi Erlendsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:

Undirrituð benda á að málatilbúnaður bæjarfulltrúans er ekki í neinu samræmi við hvernig mál þetta hefur verið unnið. Málið allt hefur verið ítrekað rætt á vettvangi bæjarstjórnar og sannarlega fengið lögmæta afgreiðslu eftir ítarlega umræðu. Mál þetta á sér rúmlega 9 mánaða aðdraganda. Til að mynda kom það til umræðu á fundi bæjarráðs 2. mars. sl. þegar bæjarráð afgreiddi umræðu um jarðvarmanýtingu í Ölfusdal með þessum orðum:

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og telur efni bréfsins í samræmi við vilja þess til að leita allra leiða til að nýta betur orku innan sveitarfélagamarka til þeirrar miklu atvinnuuppbyggingar sem nú eru hafnar sem og þá miklu fjölgun íbúa sem er að eiga sér stað. Sú fundargerð fór síðan til staðfestingar hjá bæjarstjórn 23.02.2023 og þar hreyfði ekki nokkur maður mótmælum.

Að halda því fram að nágrannar okkar í Hveragerði hafi ekki verið nægilega upplýst er hreinlega rangt. Nú þegar eru bæjarfulltrúar upplýstir um að 24. febrúar kl. 13:04 sendi Sveitarfélagið Ölfus erindi á Orkustofnun með afriti á Veitur og Hveragerðisbæ. Veitur/OR skilaði áliti til Ölfuss. Ekkert viðbragð barst frá Hveragerði ef frá er talið afrit af fundargerðum.

Fullyrðingar um að Hvergerðingar hafi ekki verið upplýstir verða furðulegri þegar horft er til þess að 2. mars fundaði bæjarráð í Hveragerði og fjallaði um erindi Ölfuss til þeirra (sjá mál 5: Bæjarráð - 804. fundur - 02.03.2023 | Hveragerði (hveragerdi.is) ). Sú fundargerð var svo staðfest 9. mars af bæjarstjórn Hveragerðisbæjar (sjá mál 2: Bæjarstjórn - 559. fundur - 09.03.2023 | Hveragerði (hveragerdi.is).

Sl. mánudag var svo sent erindi á Hveragerðisbæ með upplýsingum um að til stæði að boða til blaðamannafundar, það er sama dag og stjórn OR, bæjarráð og stjórn Títan fjölluðu um málið. Því var svo fylgt eftir með símtali á bæjarstjóra fyrir blaðamannafundinn.

Afar sérstakt er í ljósi þess að fullyrða að málið hafi ekki verið nægilega kynnt.

Bæjarfulltrúar D-lista.

Liðir 1 og 2 í fundargerðinni teknir fyrir og niðurstaða nefndarinnar staðfest.
Liður 3 tekinn fyrir og staðfestur með 6 atkvæðum D- og B-lista, bæjarfulltrúi H-lista sat hjá.
24. 2311009F - Stjórn vatnsveitu - 16
Fundargerð 16.fundar stjórnar vatnsveitu Ölfuss frá 28.11.2023 til staðfestingar.

1. 2311050 - Gjaldskrá vatnsveitu 2024. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2309004 - Beiðni um tengingu við vatnsveitu Ölfuss- Akurholt. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2309006 - Beiðni um tengingu við vatnsveitu Ölfuss- Kambastaðir. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2303018 - Vatnsveita Hjallasóknar. Til kynningar.
5. 2304025 - Lóðarleigusamningur. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
25. 2311011F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 56
Fundargerð 56.fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 28.11.2023 til kynningar.

1. 2311008 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Laxabraut 21 - Flokkur 2
2. 2311009 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Selvogsbraut 47 - Flokkur 2
3. 2311010 - Umsókn um lóð - Bárugata 7
4. 2311036 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Elsugata 13-15-17 - Flokkur 2
5. 2311038 - Laxabraut 21 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
6. 2311040 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Bárugata 25 - Flokkur 2
7. 2311041 - Umsókn um lóð - Bárugata 9
8. 2311042 - Umsókn um lóð - Bárugata 9

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðir til kynningar
26. 1605028 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir Héraðsnefndar Árnesinga.
Fundargerð 31.fundar Héraðsnefndar Árnesingafrá 10.10.2023 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
27. 1601020 - Hreinlætismál Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 13.11.2023 og fundargerð aðalfundar frá 27.10.2023 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
28. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar SASS.
Fundargerð 603.fundar stjórnar SASS frá 10.11.2023 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
29. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð 937.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12.11.2023 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
30. 2009027 - Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.
Fundargerð 67.fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 22.11.2023 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?