Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 407

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
02.11.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Í upphafi fundar óskaði formaður bæjarráðs eftir því að taka inn með afbrigðum mál nr.2311005 og var það samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2203007 - Erindi um þrengingu og hraðskilti í Setbergi
Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 30.10 síðastliðinn var eftirfarandi erindi frá íbúa tekið fyrir:

Íbúi ítrekar erindi sitt þar sem hann bendir á hættu sem skapaðist við tilkomu hraðaskiltis og þrengingar við innkomu í Bergin eftir Setbergi við gatnamót Setbergs og Selvogsbrautar. Hann telur skiltið óheppilega staðsett í brekku þar sem stutt er milli gatnamóta. Óhöpp hafi orðið í hálku vegna þessa.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin leggur til að þrengingin verði fjarlægð og hraðahindrun sett í staðinn, á viðeigandi stað og vísar því til bæjarráðs að útvega fjármagn í verkefnið.

Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

Samþykkt samhljóða.
2. 2211024 - Lóðaleigusamningur Laxabraut 35-41
Viðauki við leigusamning um lóðirnar Laxabraut 35-41.

Bæjarráð samþykkir viðaukann og felur bæjarstjóra að undirrita hann.

Samþykkt samhljóða.
3. 2310071 - Styrkbeiðni frá Sigurhæðum vegna ársins 2024
Beiðni frá Sigurhæðum þar sem óskað er eftir styrk frá sveitarfélaginu vegna ársins 2024. Óskað er eftir kr. 1.076.350 ef fjármunir til verkefnisins fást úr Sóknaráætlun Suðurlands en 1.456.350 ef fjármunir fást ekki þaðan.
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsætlunar.

Samþykkt samhljóða.
4. 2310076 - Erindi frá byggðaþróunarfulltrúa SASS
Erindi frá byggðarþróunarfulltrúa neðri hluta Árnessýslu sem tekur til sveitarfélaganna Árborgar, Flóahrepps, Hveragerðis og Ölfuss, þar sem óskað er eftir fundi með bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss og samstarfi um gerð sameiginlegrar atvinnustefnu fyrir þau sveitarfélög sem heyra undir fulltrúann.
Einnig er óskað eftir því að sveitarfélagið tilnefni tvo fulltrúa í verkefnastjórn fyrir lok nóvember.

Bæjarráð frestar erindinu með vísan til þess að vinna við gerð atvinnustefnu fyrir Ölfus er þegar í undirbúningi og mikilvægt að ljúka þeirri vinnu áður en horft er til sameiginlegrar atvinnustefnu á svæðinu. Bæjarráð beinir því til Ölfus Cluster að halda byggðarþróunarfulltrúa neðri hluta Árnessýslu upplýstum um framgang atvinnustefnu sveitarfélagsins og eftir atvikum að eiga samstarf við hann við gerð stefnunnar.

Samþykkt samhljóða.
5. 2310070 - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Ásnesvegar í Ölfusi (3934-01)
Erindi frá Vegagerðinni dags. 20.10.2023 þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða niðurfellingu Ásnesvegar (3934-01) í Ölfusi.
Bæjarráð vísar erindinu til dreifbýlisnefndar.

Samþykkt samhljóða.
6. 2310069 - Starfsemi EBÍ
Fundargerð fulltrúaráðsfundar EBÍ frá 06.10.2023 og skýrsla um starfsemi EBÍ 2021-2023 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
7. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn.
47. mál - Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla nr. 91/2008 (kristinfræðikennsla).
314. mál - Umsögn um frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi.

Lagt fram til kynningar.
8. 2311005 - Beiðni um viðauka - loftræsting grunnskóla
Erindi frá umhverfisstjóra þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun vegna lagfæringar á loftræstingu í norðurturni grunnskólans. Meðfylgjandi er tilboð í verkið að fjárhæð kr. 934.960.
Bæjarráð samþykkir beiðnina og felur starfmönnum að vinna viðauka við fjárhagsáætlun.

Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:40 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?