| |
1. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja | |
Eftirfarandi bókun lögð fram:
Undirrituð gera alvarlegar athugasemdir við framgöngu bæjarfulltrúans Ásu Berglindar Hjálmarsdóttur sem einnig á sæti í framkvæmda- og hafnarnefnd. Það er grafalvarlegt að saka núverandi og fyrrverandi nefndarfólk í framkvæmda- og hafnarnefnd um annarlega hagsmuni eins og gert er í viðtalinu og í tengslum við orð bæjarfulltrúans. Slíkt er bein ásökun um brot á 24. gr. laga um skyldur sveitarstjórnarmanna.
Bent er á að ferill rannsókna og undirbúningur ákvarðanna var gagnsær og allar forsendur kynntar í fagráðinu. Fyrir liggja ítarleg minnisblöð og skýrslur auk fjölda kynningafunda sem haldinn var í aðdraganda ákvarðanna. Ferlið var leitt af hafna- og framkvæmdanefnd með aðkomu allra þeirra sem þar áttu sæti. Allar ákvarðanir voru samþykktar án mótatkvæða enda fullur einhugur um framkvæmdina. Ásakanir um annarlega hagsmuni snúa að öllum þeim sem að ferlinu koma.
Undirrituð benda á að bæjarfulltrúinn og nefndarmaðurinn, Ása Berglind, hefur ekki í eitt einasta skipti spurt út í forsendur ákvörðunar um stækkun hafnarinnar til vesturs, hvorki í bæjarstjórn né í fagnefndinni. Hafi bæjarfullrúinn og nefndarmaðurinn haft áhyggjur af stjórnsýslu eða hverskonar annarlegum hagsmunum er rétta leiðin ekki að vera með ádrátt um slíkt í fjölmiðlum þar sem þeir sem eru sökum bornir geta ekki varið sig. Rétta leiðin er að nýta þá stöðu sem fylgir því að vera kjörin til ábyrgðar fyrir samfélag sitt. Vísast þar ma. til 28. gr. sveitarstjórnarlaga þar sem skýrt kemur fram að sérhver sveitarstjórnarmaður hefur ríkan rétt á að kynna sér gögn og upplýsingar sem fyrir liggja í stjórnsýslu sveitarfélags og varða málefni sem komið geta til umfjöllunar í sveitarstjórn.
Undirrituð hvetja að lokum nefndarfólk í framkvæmda- og hafnarnefnd til að viðhafa vönduð vinnubrögð, sýna hvert öðru virðingu og haga störfum sínum þannig að nauðsynlegt traust myndist milli fólks. Þannig er hagsmuna samfélagsins best gætt.
Eiríkur Vignir Pálsson Erla Sif Markúsdóttir Grétar Ingi Erlendsson
| | |
|
2. 2302001 - Dýpkun við Suðurvararbryggju | |
Afgreiðsla: Lagt fram | | |
|
3. 2302007 - Dælulögn Ísþórs innan hafnarsvæðis | |
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að lögn Arnarlax verði lögð í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Samþykkið er með þeim fyrirvara að lögnin sé víkjandi og ef verði flutt eða fjarlægð ef þess verði krafist af hafnaryfirvöldum. Nefndin felur hafnarstjóra að vinna með umsækjanda að því að finna heppilegustu lagnaleiðina. | | |
|
4. 2204028 - Íþróttamiðstöð- endurnýjun rennibrautar | |
Tillaga afgreiðslu: Nefndin samþykkir að gera breytingar á útboðslýsingu og bjóða verkið aftur út. | | |
|
5. 2302013 - Clean up Iceland - Boð um þátttöku | |
Afgreiðsla. Nefndin samþykkir þátttöku fyrir sitt leyti og felur hafnarstjóra að fylgja málinu eftir. | | |
|
6. 2302009 - Stækkun lóðar fyrir fráveituhreinsistöð | |
Afgreiðsla: Samþykkt | | |
|
7. 2302010 - Endurnýjun dælubrunns fyrir fráveitu | |
Afgreiðsla: Ekki er gert ráð fyrir endurnýjun á dælum vegna þeirra framkvæmda sem gert er ráð fyrir á hreinsistöð í fjárhagsáætlun. Áætlaður viðbótarkostnaður vegna endurnýjunar á dælubrunni fyrir fráveitu er á bilinu 8-9 milljónir. Lagt er til að sviðsstjóri leggi fram beiðni um viðauka vegna þessa á næsta fundi bæjarráðs.
| | |
|
8. 2302008 - Ný fráveituhreinsistöð | |
Afgreiðsla: Lagt fram | | |
|