Fundargerðir

Til bakaPrenta
Stjórn vatnsveitu - 16

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
28.11.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Björn Kjartansson aðalmaður,
Arnar Árnason aðalmaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sigmar B Árnason, Sviðstjóri og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2311050 - Gjaldskrá vatnsveitu 2024
Lögð er fyrir nefndina gjaldskrá vatnsveitu til endurskoðunar.
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir breytingarnar og vísar gjaldsrá til umfjöllunar í bæjarstjórn.
2. 2309004 - Beiðni um tenging við vatnsveitu Ölfuss- Akurholt
Gísli R Runólfsson f/h Kot eignarhaldsfélags ehf óskar eftir heimild fyrir tengingu við vatnsveitu Ölfuss í dreifbýli n.t.t. vatnsveituna Berglindi/Ölfusborgir. Um er að ræða breytingu á fyrra deiliskipulagi. Nýtt deiliskipulag nær yfir 72 ha.svæðis. Skipulagstillagan tekur til landnotkunarreita ÍB33, ÍB34, F16, I22 og VÞ24, auk landbúnaðarsvæðis. Í skipulagi þessu er gert ráð fyrir fjölbreyttri uppbyggingu. Samtals eru áætlaðar 50 nýjar íbúðarlóðir, 17 frístundalóðir, 3 iðnaðarlóðir og 17 lóðir fyrir verslun og þjónustu, til viðbótar við lóðir á eldra skipulagi. Skipulagið er liður í að mæta fjölgun íbúa í Ölfusi og tryggja aðgengi að fjölbreyttum lóðum í sveitarfélaginu.
Einnig fylgir áætluð kaldavatnsþörf unnin af Atla Geir Jónssyni frá Mannvit verkfræðistofu. Ekki er gert ráð fyrir heitu neysluvatni í útreikningum eða slökkvivatni.

Afgreiðsla: Nefndin samþykkir erindið með þeim fyrirvara að landeigandi gerir ráð fyrir slökkvivatni og vísar erindinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.
3. 2309006 - Beiðni um tenging við vatnsveitu Ölfuss- Kambastaðir
Andrea Björgvinsdóttir óskar eftir heimild fyrir tengingu við vatnsveitu Ölfuss í dreifbýli n.t.t. vatnsveituna Berglindi/Ölfusborgir. Um er að ræða breytingu á fyrra deiliskipulagi Kambastaða, þar var gert var ráð fyrir allt að 850m2 í einbýlishúsi, gestahús og skemmu. Nýtt deiliskipulag gerir ráð fyrir 4 lóðum 10.000m2, 5000m2 og 2 2500m2 það er gert ráð fyrir allt að 3000m2 byggingarmagni í 4 einbýlishúsum (eitt einbýli er þegar byggt á svæðinu) eða 3 parhúsum 6 30m2 gistihúsum/gestahúsum. Einnig fylgir áætluð kaldavatnsþörf unnin af Almari Gunnarsyni. Ekki er gert ráð fyrir slökkvivatni í útreikningum.
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir erindið og vísar því til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.
4. 2303018 - Vatnsveita Hjallasóknar
Vatnsveitustjóri fyrir hönd stjórnar vatnsveitu lagði fram gangtilboð í yfirtöku vatnsveitu Hjallasóknar.

Stjórn vatnsveitu Hjallasóknar hafnaði því tilboði.

Afreiðsla: Lagt fram
5. 2304025 - Lóðarleigusamningur
Erindið aftur lagt fyrir nefndina.

Viking Resources sem hefur í hyggju að setja upp átöppunarverksmiðju fyrir drykkjarvörur af ýmsum gerðum. Erindið felur í sér beiðni um annars vegar lóðarleigusamning innan hinna grænu iðngarða sem nú er unnið að og hins vegar staðfestingu á því hvort sveitarfélagið geti tryggt allt að 70 l/s af vatni inn á svæðið í síðasta lagi fyrir árslok 2025.

Afgreiðsla: Nefndin samþykkir erindið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?