Fundargerðir

Til bakaPrenta
Framkvæmda- og hafnarnefnd - 33

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
21.10.2022 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Eiríkur Vignir Pálsson formaður,
Grétar Ingi Erlendsson varaformaður,
Erla Sif Markúsdóttir aðalmaður,
Gunnsteinn R. Ómarsson aðalmaður,
Sigfús Benóný Harðarson 1. varamaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Benjamín Þorvaldsson hafnarstjóri,
Elliði Vignisson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Sigmar B Árnason, Sviðstjóri og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2210016 - Beiðni um lausn frá störfum
Fyrir nefndinni lá erindi frá Hirti Bergmann Jónssyni þar sem hann óskar eftir lausn frá störfum sínum sem hafnarstjóri samkv. gr. 12.4.3 í kjarasamning sambands íslenskra sveitarfélaga og FOSS.
Afgreiðsla: Um leið og nefndin þakkar Hirti trúmennsku í störfum fyrir höfnina samþykkir hún að fela bæjarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að ganga frá starfslokum á umbeðnum forsendum.
2. 2209037 - Beiðni um aðstoð vegna aðventuhátíðar 1.des
Beiðni frá Slysavarnadeildinni Sigurbjörgu um byggingu á kofum fyrir aðventuskemmtun 1.desember. Málið var tekið fyrir í bæjarráði 6.október sl. og vísað áfram til umfjöllunar í framkvæmda- og hafnarnefnd.
Nefndin telur sig ekki geta orðið við þeirri beiðni bréfritara að fela Þjónustumiðstöðinni að byggja kofa sem nýst geta í þeim tilgangi sem lýst er í erindinu.

Nefndin hafnar þeim hluta erindisins.
3. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja
Sviðstjóri fór yfir stöðu framkvæmda við stækkun hafnar áfangi 1. Verkfundargerð 20 lögð fram til kynningar.

Verkstaða.
Verktaki er að vinna við að fylla með kjarna og grjótverja lengingu Suðurvarargarðs. Verktaki er kominn að stöð 735. Grjótröðun bryggjugarðs er langt komin. Unnið er við grjótröðun á lengingu og keyra út kjarna. Unnið er í námuvinnslu og er verktaki kominn á svæði 2C og 4A. Samkvæmt borskýrslum er búið að sprengja um 226 þús. m3 af fastri klöpp án undirborunar og ekki liggur fyrir hversu mikið er búið að keyra út í garð en það er áætlað um 208 þús. og á lager um 60 þús. m3.
Búið er taka úr garði um 4000 m3 af grjóti yfir 3 tonn, gróft metið.
Verktaki hefur skilað inn borskýrslum til 10.10. 2022. Dagsskýrslur komnar til 28.9. 2022.
Á næstu tveimur vikum er stefnt að því að Suðurvarargarður verði komin að stöð 750. Keyrt verði út í garð um 15 þús. m3 og sama magn unnið í námu. Unnið verður við grjótvinnslu á svæði 2C og 4A.
Áætlað magn sem er eftir á lager Landeldis er 30 þús. rúmmetrar.
Ekki verður farið í Hafnasandsnámu fyrr en í nóvember.
Verktaki gerir ráð fyrir að 70 tonna vél komi til landsins um mánaðarmótin okt/nóv og 145 tonna grafa Hitachi um miðjan október.
Verktaki er á áætlun í garði. Farið fram á að verktaki endurskoði verkáætlun.

Afgreiðsla: Lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar.
4. 2204029 - Endurbygging Svartaskersbryggju 2022
Verkfundagerðir nr. 6,7 og 8 er lagðar fram. Sviðstjóra fór yfir stöðu framkvæmda sem er eftirfarandi.
Verktaki er búinn að fullreka niður 105 plötur. Reksturinn var með vibrationharmri síðustu 2 plötur. Stagbiti er kominn að plötu 98 yfir 150 metra. Búið að taka upp 90% fríholtum. Búið er að brjóta upp 140 metra af kantbita. Kominn er niður 4 stög. Uppúrtekt er 300 m3. Skurður stálþils 35 metra og 8 metra af nýja þilinu en það er ekki sérstakur greiðsluliður fyrir það. Stigar komnar á verkstað.
Gert er ráð fyrir að fyrir næsta verkfund verða komin niður 10 stög. Steypa bita yfir gamla stagbitann og fylla yfir. Byrjað verður á kantbita eftir 24 október.
Miðað við fyrirliggjandi verkáætlun er verktaki rúmum mánuð á eftir áætlun en þá telur eftirlit að búið sé að taka inn meintar verktafir. Verktaki hefur skilaði inn og er hún samþykkt en verkkaupi áskilur sér rétt til að taka dagsektir eftir 10. janúar 2023.
Verktaki gerir ráð fyrir að vinna í stögum út október og fara svo í að ljúka rekstri.
Kanttré og pollar eru tilbúnir

Afgreiðsla: Lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar.
5. 2210029 - Olíudælur fyrir smábáta
Hafnarstjóri kynnir fyrir nefnd tillögu af nýrri staðsetningu olíu- og tanka sem eru á flotbryggju við Svartaskersbryggju.

Ný staðsetning er á flotbryggju við smábátahöfnina og staðsetning tanka er við fráveitudælustöð.

Afgreiðsla: Ný staðsetning er á flotbryggju við smábátahöfnina og staðsetning tanka er við fráveitudælustöð.
6. 2201037 - Framkvæmdaráætlun 2022
Sviðstjóri fór yfir helstu verklegar framkvæmdir fyrir sem eru á áætlun 2022.
1. Nýr leiksskóli
2. Stækkun grunnskóla
3. Yfirborðsfrágangur Hraunshverfi, áfangi 2
4. Gatnagerð Vesturbakki
5. Gatnagerð Vetrarbraut
6. Gatnagerð Miðbæjarsvæði
7. Gatnagerð Laxabraut
8. Gatnagerð Vesturbyggð
9. Deiliskipulag íbúðarsvæðis Áfangi 2. vestan við Eyja- og Básahraun
10. Hreinsistöð á fráveitu Þorlákshafnar

Afgreiðsla: Lagt fram.

1. Nýr leiksskóli. Hönnun miðast við 6 deilda leikskóla. Unnið er við gerð útboðsganga fyrir 4 fullgerðum deildum til útboðs. Jarðvinna verður unnin miða við 6 deildir.
2. Stækkun grunnskóla. Þarfagreining og heildaryfirlitsmynd færð fram til 2023
3. Yfirborðsfrágangur Hraunshverfi, áfangi 2. Framkvæmdum lokið. Unnið er vip lokafrágang á botnlanga við Sambyggð 18-20
4. Gatnagerð Vesturbakki. Búið er að leggja regnvatnslagnir, kaldavatn og fráveitu. Unnið er við hitaveitulagnir. Áætluð verklok 15 nóvember.
5. Gatnagerð Vetrarbraut. Unnið er við lokafrágang lýsingar á göngu- og hjólastíg og grjóstsvelg (regnvatnspúkk)
6. Gatnagerð Miðbæjarsvæði. Lokið er við vatns- og fráveitulagnir og hitaveitu. Unnið er við lagningu rafmagns og gangaveitulagna. Áætluð verklok lok nóvember.
7. Gatnagerð Laxabraut. Vinna við fyllingar er lokið. Unnið er við frágang meðfram vegi og endanlegu yfirborði. Stefnt er að að malbika uþb 20 metra kafla við tengingu við Suðurstrandarveg. Áætluð verklok 2-3 vikur.
8. Gatnagerð Vesturbyggð. Búið er að moka lausu efni á bakka úr öllum götustæðum Selvegsbrautar og Bárugötu. Búið að sprengja klöpp og moka upp grjóti fráveituskurðar og götustæðis í Bárugötu / Selvogsbraut á milli stöðva 250 ? 650 og u.þ.b. 50 m í Bárugötu að austanverðu. Verið er að brjóta sprengigrjót úr skurðum.
9. Deiliskipulag íbúðarsvæðis Áfangi 2. vestan við Eyja- og Básahraun. Hönnuður hefur átt 1 fund þar sem farið var yfir helstu áherslur okkar þar sem m.a var rætt að stækka par- og raðhúsalóðir, einbýlishús í útjaðri svæðisins.
10. Hreinsistöð á fráveitu Þorlákshafnar. Heildarhönnun mun liggja fyrir í lok árs og verkið verði boðið út 2023.
7. 2210035 - Hafnasambandsþing Hafnasambands Íslands
Hafnasambandsþing verður haldið í Ólafsvík, Snæfellsbæ, dagana 27.-28. október 2022.

Fulltrúar Þorlákshafnarhafnar verða þeir Benjamín Þorvaldsson Hafnarstjóri og Elliði Vignisson Bæjarstjóri. Aðrir nefndarmenn er hvattir til að mæta.

Afgreiðsla: Lagt fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?