| |
1. 2210016 - Beiðni um lausn frá störfum | |
Afgreiðsla: Um leið og nefndin þakkar Hirti trúmennsku í störfum fyrir höfnina samþykkir hún að fela bæjarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að ganga frá starfslokum á umbeðnum forsendum. | | |
|
2. 2209037 - Beiðni um aðstoð vegna aðventuhátíðar 1.des | |
Nefndin telur sig ekki geta orðið við þeirri beiðni bréfritara að fela Þjónustumiðstöðinni að byggja kofa sem nýst geta í þeim tilgangi sem lýst er í erindinu.
Nefndin hafnar þeim hluta erindisins. | | |
|
3. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja | |
Afgreiðsla: Lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar. | | |
|
4. 2204029 - Endurbygging Svartaskersbryggju 2022 | |
Afgreiðsla: Lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar. | | |
|
5. 2210029 - Olíudælur fyrir smábáta | |
Afgreiðsla: Ný staðsetning er á flotbryggju við smábátahöfnina og staðsetning tanka er við fráveitudælustöð. | | |
|
6. 2201037 - Framkvæmdaráætlun 2022 | |
Afgreiðsla: Lagt fram.
1. Nýr leiksskóli. Hönnun miðast við 6 deilda leikskóla. Unnið er við gerð útboðsganga fyrir 4 fullgerðum deildum til útboðs. Jarðvinna verður unnin miða við 6 deildir. 2. Stækkun grunnskóla. Þarfagreining og heildaryfirlitsmynd færð fram til 2023 3. Yfirborðsfrágangur Hraunshverfi, áfangi 2. Framkvæmdum lokið. Unnið er vip lokafrágang á botnlanga við Sambyggð 18-20 4. Gatnagerð Vesturbakki. Búið er að leggja regnvatnslagnir, kaldavatn og fráveitu. Unnið er við hitaveitulagnir. Áætluð verklok 15 nóvember. 5. Gatnagerð Vetrarbraut. Unnið er við lokafrágang lýsingar á göngu- og hjólastíg og grjóstsvelg (regnvatnspúkk) 6. Gatnagerð Miðbæjarsvæði. Lokið er við vatns- og fráveitulagnir og hitaveitu. Unnið er við lagningu rafmagns og gangaveitulagna. Áætluð verklok lok nóvember. 7. Gatnagerð Laxabraut. Vinna við fyllingar er lokið. Unnið er við frágang meðfram vegi og endanlegu yfirborði. Stefnt er að að malbika uþb 20 metra kafla við tengingu við Suðurstrandarveg. Áætluð verklok 2-3 vikur. 8. Gatnagerð Vesturbyggð. Búið er að moka lausu efni á bakka úr öllum götustæðum Selvegsbrautar og Bárugötu. Búið að sprengja klöpp og moka upp grjóti fráveituskurðar og götustæðis í Bárugötu / Selvogsbraut á milli stöðva 250 ? 650 og u.þ.b. 50 m í Bárugötu að austanverðu. Verið er að brjóta sprengigrjót úr skurðum. 9. Deiliskipulag íbúðarsvæðis Áfangi 2. vestan við Eyja- og Básahraun. Hönnuður hefur átt 1 fund þar sem farið var yfir helstu áherslur okkar þar sem m.a var rætt að stækka par- og raðhúsalóðir, einbýlishús í útjaðri svæðisins. 10. Hreinsistöð á fráveitu Þorlákshafnar. Heildarhönnun mun liggja fyrir í lok árs og verkið verði boðið út 2023. | | |
|
7. 2210035 - Hafnasambandsþing Hafnasambands Íslands | |
Afgreiðsla: Lagt fram. | | |
|