| |
1. 1806017 - Kosning í nefndir og ráð Sveitarfélagsins Ölfuss. | |
Eiríkur Vignir Pálsson hefur beðist lausnar sem formaður framkvæmda- og hafnarnefndar. Lagt er til að Guðbergur Kristjánsson taki sæti Eiríks og verði jafnframt formaður nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.
Einnig er lagt til að Davíð Arnar Ágústsson taki sæti sem aðalmaður í fjölskyldu- og fræðslunefnd í stað Guðbergs Kristjánssonar og að Haraldur Guðmundsson verði varamaður í sömu nefnd. Samþykkt samhljóða.
| | |
|
2. 2310072 - Veiting prókúru til sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs | |
Bæjarstjórn samþykkir að veita sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs prókúru fyrir Sveitarfélagið Ölfus sbr. heimild í 51.gr. samþykkta Sveitarfélagsins Ölfuss.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
3. 2306049 - DSK Breyting á skipulagi hafnarsvæðis - landfylling | |
Ása Berglind Hjálmarsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu fyrir hönd B- og H-lista:
Af virðingu við náttúruna og framtíðarkynslóðir þá leggjum við til að hætt verði við þessa umdeildu framkvæmd og landfylling endurhönnuð í samstarfi við Brimbrettafélagið. Bæjarfulltrúar B- og H-lista
Tillaga Ásu Berglindar var sett í atkvæðagreiðslu og hún felld með 4 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista. Bæjarfulltrúar B- og H-lista greiddu atkvæði með tillögunni.
Grétar Ingi Erlendsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu fyrir hönd bæjarfulltrúa D-lista:
Bent er á að skv. nýsamþykktu aðalskipulagi Ölfuss sem samþykkt var einróma í bæjarstjórn Ölfuss og staðfest hjá Skipulagsstofnun 17.11.22 er umrætt svæði sem landfyllingin kemur á skilgreint sem V (vötn, sjór og ár) í aðalskipulagi, þar kemur fram að „heimilaðar séu breytingar á viðleguköntum og sjóvarnargörðum í samræmi við aðliggjandi landnotkun á landi og/eða deiliskipulags.“
Aðliggjandi landnotkun er skilgreind sem H (hafnir) í aðalskipulagi, þar kemur fram að heimilt sé: *Að stækka höfnina svo hægt verði að taka á móti stærri skipum en nú er mögulegt. *Að efla starfsemi tengda sjósókn og flutningum á sjó. *Að tryggja fyrirtaks aðstöðu fyrir flutningastarfsemi og aðra hafnsækna starfsemi. *Að tryggja nægjanlegt framboð rúmra lóða fyrir hafnsækna starfsemi.
Komið hefur fram að tillaga um landfyllingu á svæði V er í samræmi við aðalskipulag. Einnig liggur fyrir jákvætt svar við matsspurningu frá því þegar Suðurvarargarður var lengdur og færður nýlega, sem enn er í fullu gildi, en þá var úrskurðað að framkvæmdin þyrfti ekki að fara í umhverfismat. Einnig er áréttað að framkvæmdin kemur hvergi nærri friðlýstu svæði.
Rétt er að hafa hugfast að fagnefndir sveitarfélagsins hafa ítrekað rætt þetta mál. Málið var upphaflega kynnt í framkvæmda- og hafnarnefnd 21.júní sl. þar sem því var visað í skipulagsferil án mótatkvæða. Umhverfis- og skipulagsnefnd afgreiddi málið einnig frá sér einróma og samþykkti að skipulagsfulltrúa yrði falið að auglýsa tillöguna 5. júlí sl. Það var svo staðfest af bæjarráði 20. júlí enn og aftur án mótatkvæða eða bókunar. Eftir það kom málið ásamt athugasemdum og málamiðlunartillögum til umfjöllunar á fundum fagnefnda nú síðast í umhverfis- og skipulagsnefnd 30. okt. og þar áður framkvæmda- og hafnarnefnd 18. okt. Þær fundargerðir eru einmitt til staðfestingar hér á fundi bæjarstjórnar í dag. Málið hefur því fengið vandlega umfjöllun og rýningu.
Eitt af því sem komið hefur fram í umfjöllun um málið er það álit hafnarverkfræðings sem hefur unnið að og stýrt endurbótum á höfninni að fyllingin muni ekki hafa nein áhrif á öldufar sunnan við útsýnispall. Endurkast sé óverulegt vegna grjótgarðs og muni endurkastast í átt að suðurvaragarði en ekki til baka.
Í nýlegum svörum hans til félags brimbrettafólks segir m.a.: „Landfyllingin mun ekki hafa áhrif á öldufar á "brimbrettasvæðinu" og þar með á "brimbrettaölduna". Það er ekki neinn vafi í mínum huga að "brimbrettaaaldan" verður ekki fyrir áhrifum af þessum aðgerðum enda fer landfyllingin bara út að stórstraumsfjöruborði þannig að hún verður öll í "fjörunni" og fjaran við útsýnispallinn nær mun lengra út. Það er minn einlægur ásetningur að eyðileggja ekki þessa öldu fyrir brimbrettaiðkendum og ef það væri minnsti vafi um það í mínum huga þá hefði ég ekki lagt þetta til."
Þá er að lokum bent á að það er ekki tilviljun að ráðist er í þessa uppfyllingu á þessum stað við hlið nýs viðlegukants sem tekið getur á móti allt að 200 m. löngum skipum en í dag er eingöngu hægt að taka á móti 140 m löngum skipum. Þótt uppfyllingin sé ekki stór þá verður þar til mikilvægt athafnarsvæði sem nýtist til þjónustu þessara skipa. Komi til þess að þarna verði til byggingalóðir, sem enn er með öllu óvíst fara þær lóðir til úthlutunar samkvæmt reglum hjá sveitarfélaginu.
Með þetta í huga leggjum við til að ákvörðun fagnefndarinnar verði staðfest og að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Ákvörðun þessa teljum við best tryggja heildarhagsmuni íbúa sveitarfélagsins. Bæjarfulltrúar D-lista.
Gunnsteinn Ómarsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd bæjarfulltrúa B- og H-lista:
Með þessari aðgerð er verið að skemma eða jafnvel eyðileggja einstaka náttúruperlu og verðmætt svæði sem gæti orðið gríðarlega verðmætt til framtíðar. Það eru fáir staðir í sveitarfélaginu og á landinu öllu sem eru jafn einstakir af náttúrunnar hendi eins og sá sem hér um ræðir. Hér er verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni og rökin fyrir þessari framkvæmd eru ekki nógu sterk. Bæjarfulltrúar B- og H-lista
Tillaga Grétars lögð í atkvæðagreiðslu og hún samþykkt með 4 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista, bæjarfulltrúar B- og H- lista greiddu atkvæði gegn tillögunni.
| | |
|
4. 2309060 - DSK Thor Fiskeldi við Keflavík | |
Niðurstaða nefndarinnar staðfest. | | |
|
5. 2210005 - DSK Eima - Deiliskipulag í landi Eimu i Selvogi | |
Niðurstaða nefndarinnar staðfest. | | |
|
6. 2310007 - Viðbygging - Ingólfsskáli | |
Niðurstaða nefndarinnar staðfest. | | |
|
7. 2310027 - DSK Deiliskipulag Hafnarsandur 2 spennistöð L171864 | |
Niðurstaða nefndarinnar staðfest. | | |
|
8. 2103042 - DSK Þórustaðanáma | |
Niðurstaða nefndarinnar staðfest. | | |
|
9. 2201034 - DSK deiliskipulag sumarhúsalóðar Suða í Selvogi | |
Niðurstaða nefndarinnar staðfest. | | |
|
10. 2310025 - DSK Hellisheiðarvirkjun - Breyting 18 á deiliskipulagi vegna niðurdælingar Carbfix | |
Niðurstaða nefndarinnar staðfest. | | |
|
11. 2210012 - DSK Raufarhólshellir - breyting á deiliskipulagi | |
Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
| | |
|
12. 2310036 - DSK íbúðar- og frístundalóðir ofan vegar Riftún L171796 | |
Niðurstaða nefndarinnar staðfest. | | |
|
13. 2310067 - DSK Landeldi - skipulagslýsing fyrir tvö ný deiliskipulög - Laxabraut 15-27 L228680 | |
Niðurstaða nefndarinnar staðfest. | | |
|
14. 2111029 - DSK Ólafsskarð Skæruliðaskáli | |
Afgreiðsla: Niðurstaða nefndarinnar staðfest. | | |
|
| |
15. 2309009F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 59 | |
1. 2310007 - Viðbygging - Ingólfsskáli. Tekið fyrir sérstaklega. 2. 2309060 - DSK Thor Fiskeldi við Keflavík. Tekið fyrir sérstaklega. 3. 2210005 - DSK Eima - Deiliskipulag í landi Eimu i Selvogi. Tekið fyrir sérstaklega. 4. 2104019 - Hveradalir - skipting lóða. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 5. 2309055 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar lagna og aukinnar vatnstöku. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 6. 2309053 - Stofnun landsins Reykjakot beitiland úr jörðinni Reykjakot L171794. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 7. 2309052 - Breyting á afmörkun lands Reykjakot land L172341. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 8. 2309054 - Sundabraut umsögn um matsáætlun. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 9. 2309056 - Jarðstrengir að fiskeldisstöðvum umsögn um matsspurningu. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
| | |
|
16. 2310003F - Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 14 | |
1. 2310024 - Deildarstjóri velferðarþjónustu - kynning. Til kynningar. 2. 2310015 - Uppbygging skólaþjónustusvæða í landshlutanum. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 3. 2112015 - Skólastefna Sveitarfélagsins Ölfuss. Til kynningar. 4. 2310031 - Fjárhagsáætlun 2024 - kynning. Til kynningar.
Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest. | | |
|
17. 2310002F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 60 | |
1. 2310027 - Deiliskipulag Hafnarsandur 2 spennistöð L171864. Tekið fyrir sérstaklega. 2. 2310042 - Stofnun lóðar úr landinu Bakkahlíð L233300. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 3. 2310025 - Hellisheiðarvirkjun - Breyting 18 á deiliskipulagi vegna niðurdælingar Carbfix. Tekið fyrir sérstaklega. 4. 2310028 - DSK deiliskipulag Hlíðarendi L171724. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 5. 2309035 - ASK Meitlar og Hverahlíð II - Aðalskipulagsbreyting vegna rannsóknaboranna. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 6. 2302017 - DSK Meitlar deiliskipulag vegna rannsóknarborhola í Meitlum á Hellisheiði. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 7. 2302023 - ASK og DSK Litla Sandfell breyting á aðalskipulagi og deiliskipulag. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 8. 2103042 - DSK Þórustaðanáma. Tekið fyrir sérstaklega. 9. 2201034 - DSK deiliskipulag sumarhúsalóðar Suða í Selvogi. Tekið fyrir sérstaklega. 10. 2310019 - Thor Landeldi - umsókn um nýtingu borhola á lóð. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 11. 2310018 - Reykir L171792 umsókn um framkvæmdaleyfi vegna borhola. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 12. 2310029 - Umsókn framkvæmdasjóður ferðamannastaða. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 13. 2309056 - Jarðstrengir að fiskeldisstöðvum umsögn um matsspurningu. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 14. 2308048 - Fyrrum Suðurlandsvegur - ný skilti. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 15. 2310026 - Reykjavik aðalskipulagsbreyting skotæfingasvæði. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest. | | |
|
18. 2310004F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 44 | |
1. 2309057 - Breyting á akstursleið innan hafnarsvæðis. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 2. 2206077 - Gatnagerð - Vesturbyggð. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 3. 2306027 - Landfylling suðvestan við Suðurvarargarð. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 4. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja. Til kynningar. 5. 2301017 - Framkvæmdaráætlun 2022-23. Til kynningar.
Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
| | |
|
19. 2310006F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 41 | |
1. 2310008 - Erindi frá knattsp.félaginu Ægi. Til staðfestingar.
Nefndin samþykkti á fundi sínum að skipaður verði þriggjamanna stýrihópur til að hefja undirbúning að byggingu á fjölnotaíþróttahúsi með áherslu á að bæta æfingaaðstöðu til iðkunar knattspyrnu yfir vetrarmánuðina. Nefndin felur stýrihópnum að skoða sérstaklega hagkvæmar lausnir svo sem loftborið hús. Þá skoði stýrihópurinn einnig æskilegar staðsetningar og skili tillögum þar um. Nefndin felur stýrihópnum einnig að meta og forgangsraða þeim atriðum sem fjallað er um í erindi formanns Ægis.
Bæjarstjórn samþykkir að skipa Gest Þór Kristjánsson, Eirík Vigni Pálsson og Vilhjálm Baldur Guðmundsson sem nefndarmenn í stýrihópnum. Liður 1 lagður í atkvæðagreiðslu og samþykktur samhljóða.
2. 2310016 - Upplýsingar frá deildum Þórs vegna fjárhagsáætlunar 2024. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 3. 2310046 - Tillaga að ungmennaráði 2023-2024. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 4. 2310047 - Erindi Golfklúbbs Þorlákshafnar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 5. 2310048 - Umsóknir í afreks- og styrktarsjóð Ölfuss. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest. | | |
|
20. 2310005F - Bæjarráð Ölfuss - 406 | |
1. 2308047 - Beiðni um endurnýjun á viljayfirlýsingu vegna Hnjúkamóa 2 og 4. Til kynningar. 2. 2308041 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2024-2027. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 3. 2309059 - Ósk um breyttan opnunartíma þjónustumiðstöðvar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 4. 2310030 - Breytingar á snjómokstursreglum í dreifbýli. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 5. 2310034 - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu hluta Hvolsvegar í Ölfusi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 6. 2310045 - Beiðni um viðauka - ljóskastarar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 7. 2310035 - Beiðni um styrk - Strókur. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 8. 2310041 - Beiðni um styrk - Aflið. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 9. 2310044 - Jafnvægisvogin 2023. Til kynningar. 10. 2310043 - Ágóðahlutagreiðsla 2023 Brunabótafélag Íslands. Til kynningar. 11. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn. Til kynningar.
Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
| | |
|
21. 2310010F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 61 | |
1. 2310067 - DSK Landeldi - skipulagslýsing fyrir tvö ný deiliskipulög - Laxabraut 15-27 L228680. Tekið fyrir sérstaklega. 2. 2310036 - DSK íbúðar- og frístundalóðir ofan vegar Riftún L171796. Tekið fyrir sérstaklega. 3. 2210012 - DSK Raufarhólshellir - breyting á deiliskipulagi. Tekið fyrir sérstaklega. 4. 2210009 - Hjarðarból - umsókn um stöðuleyfi - gámur með vindhverfli. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 5. 2207032 - DSK Þrastarvegur 1. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 6. 2307033 - Kæra vegna kröfu um deiliskipulag Þóroddsstaðir 2C. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 7. 2305017 - Þóroddsstaðir 2 - stofnun og sameining lóða. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 8. 2309053 - Stofnun landsins Reykjakot beitiland úr jörðinni Reykjakot L171794. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 9. 2307015 - Sandhóll uppskipting og stofnun lands L17177-98. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 10. 2203007 - Erindi um þrengingu og hraðskilti í Setbergi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 11. 2306002 - Girðingar við Vesturbakka. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 12. 2310019 - Thor Landeldi - umsókn um nýtingu borhola á lóð. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
Bæjarstjórn staðfestir afstöðu skipulagsnefndar og þar með þann skilning Thor landeldi ehf. sé sem leigutaka að lóðum nr. 35, 37, 39 og 41 við Laxabraut í Þorlákshöfn, að nýta borholur sem eru merktar eru nr. FS-05, FF-02, FS-02, FS-01, FF-04, FS-04 og FS-03. Nýtingin yrði í samræmi við gildandi leigusamning um ofangreindar lóðir. Hreinsun borholanna og nýting yrði á kostnað og áhættu Thor landeldi ehf. sem og að tryggja umferð fótgangandi með því að brúar lagnir sem frá borholunum kunna að liggja og tryggja þar með að umferð gangandi verði ekki fyrir röskun vegna framkvæmdanna.
13. 2306049 - DSK Breyting á skipulagi hafnarsvæðis - landfylling. Tekið fyrir sérstaklega.
Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
| | |
|
22. 2310009F - Stjórn vatnsveitu - 15 | |
1. 2310050 - Vatnsveita dreifbýli - uppbygging á vatnsbólum Ölfusborgir og Berglind. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest. | | |
|
23. 2310011F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 55 | |
1. 2310057 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Klettamói 3 - Flokkur 2 2. 2310056 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hnjúkamói 4 - Flokkur 2 3. 2310054 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hnjúkamói 6 - Flokkur 2 4. 2310063 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Gyðugata 1-3-5 - Flokkur 2 5. 2310064 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Klettagljúfur 15 - Flokkur 2 6. 2310055 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Laxabraut 19 - Flokkur 1 7. 2310068 - Umsókn um lóð Bárugata 21 8. 2310062 - Umsókn um lóð Selvogsbraut 43 9. 2310061 - Umsókn um lóð Selvogsbraut 43 10. 2310060 - Umsókn um lóð Selvogsbraut 43 11. 2310059 - Umsókn um lóð Selvogsbraut 43 12. 2310058 - Umsókn um lóð Selvogsbraut 43 13. 2310053 - Umsókn um lóð Selvogsbraut 43 14. 2310052 - Umsókn um stöðuleyfi
Fundargerðin í heild sinni lögð fram til kynningar.
| | |
|
| |
24. 1701026 - Brunamál Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu | |
Lagt fram til kynningar | | |
|
25. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga | |
Lagt fram til kynningar | | |
|
26. 1611032 - Almannavarnir Fundargerðir almannavarnarnefndar Árnessýslu | |
Lagt fram til kynningar | | |
|
27. 1701032 - Fræðslumál Fundagerðir stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga. | |
Lagt fram til kynningar | | |
|
28. 1603010 - Málefni fatlaðs fólks Fundargerðir stjórnar Bergrisans. | |
Lagt fram til kynningar | | |
|
29. 2009052 - Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurlands | |
Lagt fram til kynningar | | |
|
30. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar SASS. | |
Lagt fram til kynningar | | |
|
31. 1601020 - Hreinlætismál Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands. | |
Lagt fram til kynningar | | |
|