Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 391

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
16.02.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2302011 - Beiðni um styrk
Styrkbeiðni frá Bláa hernum að fjárhæð kr.1.500.000 vegna hreinsunar á fjöru frá Herdísarvík að Selvogsvita.
Bæjarráð lýsir yfir einlægum vilja til að vinna með sjálfboðaliðum að hreinsun strandsvæða í sveitarfélaginu sem og annarra svæða innan þess. Eins og fram kemur í erindinu hefur Sveitarfélagið Ölfus stutt við strandhreinsun með margskonar aðföngum svo sem að leggja til starfsmenn, tæki og fleira. Hefur það verið gert þrátt fyrir að umrætt svæði sé að mjög litlu leyti í eigu sveitarfélagsins þótt það falli innan landamarka þess.

Bæjarráð hefur ríkan vilja til að halda samstarfi áfram með þeim hætti sem verið hefur en getur ekki orðið við styrkbeiðninni þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar ársins.

Samþykkt samhljóða.
2. 2211024 - Lóðaleigusamningur Laxabraut 35-41
Fyrir bæjarráði lá undirritaður lóðaleigusamningur vegna Laxabrautar 35 til 41.
Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
3. 2302028 - Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023
Boðun á XXXVIII. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður 31. mars næstkomandi.

Sveitarstjórnir kjósa fulltrúa á landsþing sambandsins að afloknum almennum sveitarstjórnarkosningum til fjögurra ára og gildir kosningin út kjörtímabilið, sbr. 5. gr. samþykkta sambandsins. Hafi orðið breytingar hjá einstökum sveitarfélögum er þess óskað að ný kjörbréf verði send skrifstofu sambandsins í síðasta lagi 10. mars 2023.

Lagt fram til kynningar.
4. 2302025 - Framboð í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga 2023
Til kynningar
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:35 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?