Fundargerðir

Til bakaPrenta
Öldungaráð - 2

Haldinn Verið - fundarsalur Ölfus Cluster,
01.11.2023 og hófst hann kl. 15:30
Fundinn sátu: Bettý Grímsdóttir formaður,
Sigurður Ósmann Jónsson varaformaður,
Ásta Júlía jónsdóttir aðalmaður,
Halldór Sigurðsson aðalmaður,
Hafdís Þóra Ragnarsdóttir aðalmaður,
Sigrún Theódórsdóttir aðalmaður,
Kolbrún Una Jóhannsdóttir forstöðumaður.
Fundargerð ritaði: Jóhanna M. Hjartardóttir, sviðsstjóri
Formaður bauð fundarmenn velkomna og óskaði eftir athugasemdum við fundarboð en engar bárust.

Kolbrún Una forstöðumaður boðaði forföll


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2310037 - íþrótta og tómstundafulltrúi - kynning
Íþrótta og tómstundafulltrúi kynnti íþrótta og tómstundastarf í Ölfusi með áherslu á hreyfingu eldri borgara.
Ráðið þakkar kynninguna. Umræður um mælingar og fræðslu fyrir eldra fólk til að fylgjast með framförum og vöðvastyrk. Ákveðið að fá upplýsingar um slíkt hjá Færni sjúkraþjálfun sem býður uppá líkamsþjálfun og heilsueflingu fyrir hönd sveitarfélagsins. Einnig var ákveðið að uppfæra heimasíðu olfus.is og birta þar samantekt á skipulagðri hreyfingu og tómstundum sem eru í boði í sveitarfélaginu.
2. 2310038 - Akstursþjónusta eldri borgara - kynning
Sviðsstjóri kynnti fyrirkomulag varðandi akstursþjónustu samkvæmt reglugerð þar um. Einnig var farið yfir sérstaka akstursþjónustu fyrir aldraða og ætlar félag eldri borgara að kynna fyrir félagsmönnum þá þjónustu.
Ráðið þakkar kynninguna.
3. 2310039 - Öldungaráð - markmið ráðsins
Formaður og varaformaður fóru yfir hlutverk og markmið öldungaráðs, bæði í sveitarfélaginu og lands vísu.
Lagt fram til kynningar.
4. 2308016 - Stefna í málefnum aldraðra - vinnuskjal
Drög að stefnu um málefni aldraðra lögð fram til kynningar.
Drög að stefnu um málefni eldri borgara lögð fram til kynningar og umræðu. Ákveðið að vinna að stefnunni á vinnufundi ráðsins í desember.
5. 2310040 - Önnur mál
Fyrirspurn kom um greiðslur fyrir setu í öldungaráði ?
Sviðsstjóri upplýsti fundarmenn um að greiðslur fyrir setu í öldungaráði séu sambærilegar og fyrir setu í öðrum nefndum á vegum sveitarfélagsins.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?