Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 416

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
07.03.2024 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Ása Berglind Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi H-lista boðaði forföll.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2402087 - Þjónustusamningar 2024
Fyrir bæjarráði lágu uppfærðir menningartengdir þjónustusamningar til staðfestingar. Um er að ræða þjónustusamninga við: Lúðrasveit, norrænafélagið, leikfélagið, Mannbjörg, Söngfélagið og Hljómlistafélagið. Samningarnir eru í samræmi við gildandi fjárhagsáætlun ársins.

Bæjarráð samþykkir samningana.

Samþykkt samhljóða.
2. 2403012 - Viðauki við samning vegna átöppunarverksmiðju á Hlíðarenda
Fyrir bæjarráði lágu drög að viðauka við samning við IWH vegna ákvæða í samningi vegna átöppunarverksmiðju á Hlíðarenda. Með viðaukanum er sú breyting gerð að felld eru niður ákvæði sem hindra Sveitarfélagið Ölfus í að selja vatn til annarra aðila til drykkjarframleiðslu. Þá eru einnig felld niður réttindi Sveitarfélagsins Ölfuss til vörumerkis IWH ef til slita félagsins kemur.

Bæjarráð samþykkir viðaukann.

Samþykkt samhljóða.
3. 2403011 - Erindi vegna leigu á Versölum
Fyrir bæjarráði lá erindi frá Tónræktinni ehf þar sem óskað var eftir vilyrði fyrir leigu á Versölum til eins árs. Fram kemur vilji til að vera með virkt viðburðarhús, tónleika, uppistand, dansleiki, trúbbakvöld, leiksýningar, listasýningar, pub quiz o.s. frv.
Einnig að sjá um veislur af ýmsum gerðum svo sem árshátíðir, afmæli, brúðkaup, fundi o.s.frv.


Bæjarráð tekur jákvætt í erindið en samþykkir að fresta málinu til næsta fundar.
4. 2402079 - Samráðsgátt - Drög að borgarstefnu
Drög að fyrstu borgarstefnu fyrir Ísland hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Frestur til að skila umsögn er til og með 22.mars nk.
Lagt fram.
5. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn.
115.mál - umsögn um þingsályktunartillögu um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum.

Lagt fram.
Mál til kynningar
6. 2311051 - Útboð á vátryggingum Sveitarfélagsins Ölfuss
Niðurstöður úr útboði sveitarfélagsins á tryggingum fyrir Sveitarfélagið Ölfus til kynningar. Fjögur tilboð bárust í tryggingarnar og var Vörður með lægsta tilboðið. Samið hefur verið við lægstbjóðanda.
Lagt fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:50 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?