Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 342

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
27.03.2025 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 1. varaforseti,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Erla Sif Markúsdóttir bæjarfulltrúi,
Hrönn Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson bæjarfulltrúi,
Berglind Friðriksdóttir bæjarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Í upphafi fundar leitaði forseti eftir athugasemdum við fundarboð en engar bárust.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2105036 - Fundartími bæjarstjórnar
Þar sem næsta reglulega fund bæjarstjórnar ber upp á Sumardaginn fyrsta er lagt til að fundurinn verði miðvikudaginn 23.apríl. Einnig er lagt til að boða aukafund í bæjarstjórn þann 8.maí vegna síðari umræðu um ársreikning sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.
2. 2502042 - Vatnsverksmiðja Hlíðarenda - stækkun byggingarreits - óv. DSKbr.
Endurkoma - uppfærð teikning
Lögð er fram óveruleg breyting á deiliskipulagi Hlíðarenda. Breytingin felst í stækkun byggingarreits svo áætluð mannvirki rúmist þar innan. Þau mannvirki sem lentu utan byggingarreits snúa að upplifunarþætti verksmiðjunnar þar sem finna má gestastofu og stóra manngerða á.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Breytingin er samþykkt með fyrirvara um samþykki Vegagerðar. Afla þarf slíks samþykkis áður en breytingin er birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulags- og byggingarfulltrúum verði heimilað að samþykkja breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2503027 - Hellisheiðarvirkjun - Ný lóð í nýsköpunarkjarna - 22. breyting deiliskipulags
Lögð er fram breyting á skipulagi Hellisheiðarvirkjunar sem felur í sér að nýrri 1,15 ha. lóð er bætt við innan nýsköpunarkjarna.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2402057 - Br. DSK Gljúfurárholt 23 og 24
Endurkoma eftir athugasemdaferli
Gerðar voru athugasemdir við skipulagið sem skipulagshöfundur hefur nú brugðist við.

Viðbrögð við athugasemdum eru eftirfarandi:

Vegagerðin: Ósamþykkt vegtenging vestan megin við Hvammsveg tekin út af uppdrætti.
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands: Hugtakinu smáhýsi skipt út fyrir gistiskáli. Hámarksstærð hvers gistiskála tilgreind. Hámarksfjöldi gesta í hverjum gistiskála tilgreindur. Greinagerð aðlöguð svo að skýrt komi fram hámarksfjöldi gesta í gistingu. Greinagerð aðlöguð svo hún vísi í núgildandi leiðbeiningar fyrir fráveitur.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2306014 - DSK Akurholt ný íbúðar-, frístunda-, iðnaðar-, verslunar og þjónustusvæði
Endurkoma eftir athugasemdir Skipulagsstofnunar
SLS gerði athugasemd við að innan skipulagsins væru þegar uppbyggðar landbúnaðarlóðir en skv. aðalskipulagi væru þær á svæði sem skilgreint væri sem íbúðasvæði.
Skipulagshöfundur hefur gert lagfæringar á afmörkun deiliskipulagsins þannig að landbúnaðarlóðirnar séu undanskildar frá deiliskipulaginu.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2310036 - DSK íbúðar- og frístundalóðir ofan vegar Riftún L171796
Endurkoma eftir athugasemdir SLS
Skipulagsstofnun gerði ekki athugasemdir við að skipulagið yrði birt í B-deild en lagði fram ábendingu um framsetningu vatnsverndarsvæðis á uppdrætti. Skipulagshöfundur hefur lagfært uppdrátt í samræmi við athugasemdir stofnunarinnar.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2401047 - Þorkelsgerði 2C, nýtt DSK
Endurkoma eftir athugasemdaferli
Vegagerðin gerði athugasemd við vegtengingu skipulagsins og hefur landeigandi verið í samtali við Vegagerðina og aðliggjandi landeigendur um hvernig henni skuli háttað. Nú er lögð fram niðurstaða sem Vegagerðin og aðliggjandi landeigendur hafa samþykkt.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2503010 - Auðsholt DSK
Lagt er fram nýtt deiliskipulag fyrir jörðina Auðsholt. Með deiliskipulaginu er stofnuð 10 ha lóð um nýtt lögbýli fyrir eiganda jarðarinnar.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Á yfirlitsmynd eru landamerki ekki í samræmi við nýútgefin lóðarblöð sem bíða afgreiðslu. Samræma þarf deiliskipulag og lóðarblöð.
Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2410035 - Akurgerði - nýtt deiliskipulag
Endurkoma eftir athugasemdaferli
Minjastofnun gerði athugasemd um að skoða þyrfti svæðið m.t.t. fornminja. Landeigandi lét gera skýrslu þar sem fram kom að engar fornminjar væru á landinu. HSL gerði athugasemd við fjölda rotþróa og framsetningu á vatnsverndarsvæði. Rotþróum var fækkað eins og kostur var og vatnsverndarsvæði skilgreint betur. Bætt var við texta í greinargerð um að ef hætta skapaðist á mengun vatns þyrfti að gera ráðstafanir s.s. um geislun vatns eða hreinlega tengingu við aðra vatnsveitu.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagið er samþykkt með fyrirvara um að sett sé inn á uppdrátt að kvöð sé um aðgengi að neysluvatni frá borholu skipulagsins.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
10. 2501038 - Bolaölduvirkjun ASKbr
Lögð er fram skipulagslýsing fyrir virkjun við Fjallið eina sem hefur fengið vinnuheitið Bolaölduvirkjun. Fyrstu rannsóknir benda til þess að þarna sé að finna nægjanlegan jarðhita. Stefnt er að virkjun með framleiðslugetu allt að 100 MW af rafmagni og 200 MW af varma. Virkjuninni er ætlað að sjá iðnaðarsvæðum við Þorlákshöfn fyrir rafmagni.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa skipulagslýsinguna og ganga frá málinu í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin bendir á að virkjunin er hvergi nærri Bolaöldu og því væri rétt að endurnefna hana við staðföng í nágrenni.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
11. 2503021 - Samþykkt um leyfi fyrir sölu- og matarvagna í Þorlákshöfn
Lögð er fram tillaga að samþykktum varðandi leyfisveitingar til veitinga- og söluvagna í sveitarfélaginu. Eftir því sem fólksfjöldi eykst mun aðsókn í að staðsetja matar- eða söluvagna aukast. Því var talið mikilvægt að setja fastmótaðar reglur um slíkar leyfisveitingar til að tryggja fyrirsjáanleika og að slíkir vagnar spili saman með öðrum fyrirtækjum í bæjarfélaginu.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Samþykkt staðfest og vísað til bæjarstjórnar.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
Fundargerðir til staðfestingar
12. 2502008F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 89
Fundargerð 89.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 05.03.2025 til staðfestingar.

1. 2502050 - Stækkun varmastöðvar á Hellisheiði - Kynning á fundi. Til kynningar.
2. 2211010 - Hjólastígar í dreifbýli - stýrihópur. Til kynningar.
3. 2502042 - Vatnsverksmiðja Hlíðarenda - stækkun byggingarreits - óv. DSKbr. Tekið fyrir sérstaklega.
4. 2502045 - Merkjalýsing - Sameining - Sleggjubeinsdalur (L172326) við Kolviðarhól (L171751). Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2502052 - Vöktunarholur á Hafnarsandi - Umsókn um framkvæmdaleyfi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
13. 2503002F - Bæjarráð Ölfuss - 439
Fundargerð 439.fundar bæjarráðs frá 06.03.2025 til staðfestingar.

1. 2502043 - Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga 20242025. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2502044 - Samfélagsspor Ölfuss. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2502046 - Verkefnastjóri viðburða sumarið 2025 - Hamingjan við hafið. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2001042 - Ljósleiðaravæðing í dreifbýli Ölfuss. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2502032 - Tilkynning um undirskriftasöfnun vegna verndunar útivistarsvæðis við Hafnarnesvita. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
14. 2503003F - Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 30
Fundargerð 30.fundar fjölskyldu- og fræðslunefndar frá 12.03.2025 til staðfestingar.

1. 2301022 - Heilsueflandi samfélag. Til kynningar.
2. 2109001 - Innleiðing laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Til kynningar.
3. 2503017 - Frumkvæðisathugun á stoð- og stuðningsþjónustureglum sveitarfélaga. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.

15. 2503005F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 64
Fundargerð 64.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar frá 19.03.2025 til staðfestingar.

1. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja. Til kynningar.
2. 2307020 - Suðurvararbryggja endurbygging stálþils. Til kynningar.
3. 2503013 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Suðurvör 3 - Flokkur 2. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2502024 - Gatnagerð - yfirborðsfrágangur Nes- og Laxabraut. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2501021 - Framkvæmdaráætlun 2024-25. Til kynningar.
6. 2502025 - Gatnagerð - yfirborðsfrágangur vesturbyggð 1-2 áfangi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
16. 2503006F - Bæjarráð Ölfuss - 440
Fundargerð 440.fundar bæjarráðs frá 24.03.2025 til staðfestingar.

1. 2502033 - Beiðni um frestun á greiðslu gatnagerðargjalda. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
17. 2503004F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 90
Fundargerð 90.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 19.03.2025 til staðfestingar.

1. 2503021 - Samþykkt um leyfi fyrir sölu- og matarvagna í Þorlákshöfn. Tekið fyrir sérstaklega.
2. 2503022 - Tillaga að staðsetningun grenndarstöðvar. Til staðfestingar.
3. 2501038 - Bolaölduvirkjun ASKbr. Tekið fyrir sérstaklega.
4. 2410035 - Akurgerði - nýtt deiliskipulag. Tekið fyrir sérstaklega.
5. 2503010 - Auðsholt DSK. Tekið fyrir sérstaklega.
6. 2401047 - Þorkelsgerði 2C, nýtt DSK. Tekið fyrir sérstaklega.
7. 2310036 - DSK íbúðar- og frístundalóðir ofan vegar Riftún L171796. Tekið fyrir sérstaklega.
8. 2306014 - DSK Akurholt ný íbúðar-, frístunda-, iðnaðar-, verslunar og þjónustusvæði. Tekið fyrir sérstaklega.
9. 2402057 - Br. DSK Gljúfurárholt 23 og 24. Tekið fyrir sérstaklega.
10. 2503027 - Hellisheiðarvirkjun - Ný lóð í nýsköpunarkjarna - 22. breyting deiliskipulags. Tekið fyrir sérstaklega.
11. 2502042 - Vatnsverksmiðja Hlíðarenda - stækkun byggingarreits - óv. DSKbr. Tekið fyrir sérstaklega.
12. 2503026 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - Rannsóknarboranir á jarðvegi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
13. 2503016 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - Fjarskiptamastur við Lambafell. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
14. 2503002 - Umsögn um starfsleyfi - Radar til fuglarannsókna á Mosfellsheiði. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
15. 2503005 - Umsókn um stöðuleyfi - Ölfusafréttur (L216117). Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
16. 2503025 - Merkjalýsing - Uppskipting landeignar - Gullengi 2 og Gullengi 4. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
17. 2503011 - Merkjalýsing - Uppskipting landeignar - Laxabraut 25 - 31. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
18. 2503001F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 74
Fundargerð 74.fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 20.03.2025 til kynningar.

1. 2503007 - Umsókn um lóð - Bárugata 31
2. 2503009 - Umsókn um lóð - Bárugata 31
3. 2503029 - Umsókn um lóð - Bárugata 31
4. 2503006 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Elsugata 25-27 - Flokkur 2
5. 2503013 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Suðurvör 3 - Flokkur 2
6. 2503024 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Kirkjuferjuhjáleiga l - Flokkur 1

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðir til kynningar
19. 2009052 - Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurlands
Fundargerð 242.fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 11.02.2025 og 243.fundar frá 18.03.2025 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
20. 1805041 - Menningarmál Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga
Fundargerð 15.fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga frá 20.02.2025 OG 16.fundar frá 25.03.2025 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
21. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð 964.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 07.02.2028. 965.fundar frá 18.febrúar, 966.fundar frá 19.febrúar, 967.fundar frá 20.febrúar, 968.fundar frá 21.febrúar, 969.fundar frá 24.febrúar, 970.fundar frá 25.02.2025 og 971.fundar frá 28.02.2025 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
22. 1601020 - Hreinlætismál Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð 331.fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 25.02.2025 og 332.fundar frá 18.03.2025 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
23. 1701032 - Fræðslumál Fundagerðir stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga.
Fundargerð 210.fundar stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga frá 22.03.2024, 211.fundar frá 24.09.2024 og 212.fundar frá 11.03.2025 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
24. 2009027 - Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.
Fundargerð 81.fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 19.02.2025 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
25. 1701026 - Brunamál Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu
Fundargerð 26.fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu frá 14.03.2025 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?