Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 63

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
06.12.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Geir Höskuldsson formaður,
Hjörtur S. Ragnarsson varaformaður,
Margrét Polly Hansen Hauksdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Gunnlaugur Jónasson skipulagsfulltrúi,
Böðvar Guðbjörn Jónsson áheyrnarfulltrúi,
Sigurður Steinar Ásgeirsson Skrifstofu- og verkefnastjóri.
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Jónasson, skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar lagði formaður til að 1 mál yrði tekið á dagskrá með afbrigðum. Það er mál nr. 16. sem fjallar um byggingarheimild og óverulega breytingu á deiliskipulagi Eldhesta. Var samþykkt samhljóða að málið yrði tekið fyrir á fundinum


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2310028 - DSK deiliskipulag Hlíðarendi L171724
Skipulagshöfundur leggur fram uppfærðan uppdrátt en málinu var frestað á 60. fundi í október vegna þess að gamla Hlíðarendabæinn vantaði á uppdráttinn. Honum hefur nú verið bætt við.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010.
2. 2302023 - ASK og DSK Litla Sandfell breyting á aðalskipulagi og deiliskipulag
Málinu var frestað á síðasta fundi þar sem ekki var samræmi milli aðal- og deiliskipulagstillögu hvað varðar efnisflutninga til Þorlákshafnar. Skipulagshöfundur hefur núendurskoðað inngang aðalskipulagsbreytingartillögunnar hvað þetta varðar.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillögurnar og ganga frá málinu í samræmi við 31. gr. og 1. málsgr. 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
3. 2103042 - DSK Þórustaðanáma
Skipulagsstofnun gerði nokkrar athugasemdir við deiliskipulag Þórustaðanámu við lokayfirferð.
Skipulagshöfundur hefur nú komið til móts við þær í tillögu í viðhengi. 1 ár er liðið frá því athugasemdafresti við auglýsingu lauk og því þarf að birta skipulagið fyrir 12. janúar nk. svo það hljóti gildi.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu og auglýsa tillöguna í B-deild Stjórnartíðinda fyrir 12. janúar 2024 í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
4. 2301018 - ASK og DSK Mói miðbær - miðbæjarsvæði - breyting 3 á skipulagi
Tillagan hefur verið auglýst. Ein athugasemd kom frá fyrirtæki í bænum sem benti a að ekki væru næg bifreiðastæði í tillögunni og að gert væri ráð fyrir of mörgum íbúðum sem gæti leitt af sér að hætta skapist fyrir gangandi umferð um svæðið.
Er þessi breyting jafnframt borin saman við aðra þar sem synjaða var að breyta þriggja íbúða raðhúsi í fjórar íbúðir í maí 2021, á lóð sem tengist fyrirtækinu en þá mótmælti fjöldi búa við grenndarkynningu. Er tillaga að svarbréfi til fyrirtækisins í viðhengi.
Ennfremur kom ábending frá Umhverfisstofnun um hraun á svæðinu og ábendingu varðandi skólpmál sveitarfélagsins. Svo skemmtilega vill til að sveitarfélagið er með hreinsistöð fyrir skólp í útboði um þessar mundir. Og er áætlað að hún verði byggð upp næstu mánuðum. Á svæðinu sem fer undir miðbæjartorg og þær lóðir sem skipulagið fjallar um eru engar hraunmyndanir, hraunlænur, hraunbólstrar eða aðra verndarverðar hraunmyndanir.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við samræmi við 1. málsgrein 42. greinar og 2. málsgrein 32. greinar skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
5. 2311058 - DSK Hellisheiðarvirkjun 19. breyting á deiliskipulagi
Landslag leggur fram fyrirspurn hvort heimilað verði að gera 19. breytinguna á deiliskipulagi Hellisheiðavirkjunar. Breytingin fjallar ma um stækkun á borteig, og tengileið við virkjunina.
Afgreiðsla: Nefndin heimilar að umrætt deiliskipulag verði unnið, enda verði farið eftir orku og auðlindastefnu Ölfuss.
6. 2311054 - Útskipting lands úr Árbæ IV L171662
Landeigendur óska eftir stofna land úr landinu Árbær IV. Jafnframt er óskað eftir að nýja landið fái nafnið Bæjarstígur. Bæjarstígur er gamalt örnefni fyrir ofan Hlíðarenda í Ölfusi. Það er á örnefnaskrá Örnefnastofnunar en í henni segir:
Upp af bænum er klettastallur neðarlega í hlíðinni. Uppi á honum er graslendi sem heitir Leynir (1). Upp úr Leyni liggur gata upp á fjallsbrúnina. Hún heitir Bæjarstígur.

Afgreiðsla: Stofnun lands samþykkt. Nefndin samþykkir ekki nafnið Bæjarstígur þar sem nafnið er þegar til sem örnefni í sveitarfélaginu.
7. 2312001 - Stóragerði stofnun lóðar
Landeigandi í Stóragerði, lóð 1, L212987 óskar eftir að deila landi sínu í tvær lóðir. Landið er 10.175 fermetrar svo Þær verða um það bil 0,5 ha hvor. Á landinu er borhola sem nýlega var fóðruð og liggur borskýrsla fyrir.
Afgreiðsla: Synjað, samræmist ekki aðalskiplagi. Bent er á að ekki er hægt að heimila frekari uppbyggingu á svæðinu nema landeigendur láti deiliskipuleggja það.
8. 2311069 - Áskorun frá skipulagsfulltrúum Ölfuss, Árborga og Hveragerðis
Inngangur: Skipulagsfulltrúi sveitarfélagsins hefur um nokkurt skeið fundað með skipulagsfulltrúum nágrannasveitarfélaganna og rætt sameiginleg hagsmunamál, þar á meðal samgöngumál og sérstaklega strætósamgöngur. Breytingar eru í vændum tengdar innleiðingu borgarlínunnar í Reykjavík og er mikilvægt í því sambandi að gæta að hagsmunum okkar sem búum á jaðri þess atvinnusvæðis sem stór-höfuðborgasvæðið er orðið.
Skipulagsfulltrúarnir mun óska eftir að stuðningi við áskorunina, hver í sínu sveitarfélagi áður en hún verður send til eftirfarandi aðila í stjórnkerfinu:

Innviðaráðuneytið
Umhverfisráðuneytið
Vegagerðin
Strætó
Reykjavíkurborg
Betri samgöngur
Samtök sveitarfélaga á Suðurlandi

Afgreiðsla: Nefndin styður það sem kemur fram i áskorun skipulagsfulltrúanna einróma og leggur til við bæjarstjórn að hún geri það líka.
9. 2311070 - Stofnun lóðar Skæruliðaskálinn - Skæruliðaskáli
Sótt er um að stofna lóð undir skæruliðaskálann í Ólafsskarði í samræmi við deiliskipulag sem nýlega tók gildi með auglýsingu i B-deild Stjórnartíðinda.
Skálinn sem á sér skemmtilega sögu frá því þegar skíðamennska var ennþá stunduð í Jósepsdal á árunum áður. Skæruliðarnir voru hópur skíðaáhugamanna í Skíðadeild Ármanns sem byggðu skálann fyrir ofan eina skíðabrekkuna í dalnum, gistu þar um nætur og herjuðu í brekkunum á daginn. Þeir höfðu bæði rafmagn og vatn. Rafmagnið kom frá rafstöð sem var höfð í sérstöku húsi, afsíðis. Vatni söfnuðu þeir af þaki skálans og geymdu í vatnstanki undir miðjum skálanum svo það frysi ekki.

Afgreiðsla: Stofnun lóðar samþykkt.
10. 2311056 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - ljósleiðari í Þrengslum
Míla sækir um framkvæmdaleyfi vegna lagningar ljósleiðara við Þrengslaveg. Ljósleiðaralögnin mun liggja frá núverandi lögn Mílu við Þrengslaveg í tækjahús við Bruna.
Lögnin kemur til með að liggja með fram gamla þjóðvegi í austur og endar í tækjahjús við Bruna.
Lögnin verður plægð niður með jarðvegsplóg sem mun skilja eftir sig lítil ummerki eftir framkvæmdina að sögn umsækjanda.

Afgreiðsla: Framkvæmdaleyfi samþykkt.
11. 2311052 - Efnistaka í Höfðafjöru - umsögn um umhverfismat
Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um efnistöku og vinnslu á sandi sem ætlaður er til sandblásturs. Hugmyndin er að geyma efnið í námu í Hraunslandi sem auðkennd er sem E11 í Aðalskipulagi.
Þar segir um námuna:
Grjótnáma. Ekkert deiliskipulag er í gildi. Áætluð efnistaka á ári er um 11.250 m3. Vinna þarf deiliskipulag.
Ekki er i gildi framkvæmdaleyfi hvorki fyrir námavinnslu né haugsetningu í námunni.

Hugmyndin er að haugsetja efni í námunni og er talað um að 3 bílar aki með efni til útflutnings frá Þorlákshöfn einn dag í hverjum mánuði. Efni verður keyrt frá Höfðafjöru til námunnar og er talað um 16 ferðir á dag þar á milli. Þetta mun auka þungaumferð á þjóðveginum um 1,5-8% á þeirri leið.

Í skýrslunni kemur fram það mat framkvæmdaraðila að áhrif á umferð séu óveruleg þegar horft er til eftirfarandi atriða:
- Fáa bíla þarf í flutningana.
- Þeir eru mjög lítið hlutfall af heildarumferð.
- Flutningarnir eru á hefðbundnum vinnutíma.
- Aðeins þarf að flytja efni inn í Þorlákshöfn einn dag í mánuð.

Í umsögninni skal koma fram hvort umsagnaraðili hafi athugasemdir við umfjöllun í umhverfismatsskýrslu út frá starfssviði umsagnaraðila, svo sem um gögn sem byggt er á, úrvinnslu gagna, mat á vægi og eðli umhverfisáhrifa eða framsetningu umhverfismatsskýrslu. Einnig, ef á skortir, hvaða atriðum umsagnaraðili telur að gera þurfi frekari skil eða hafa sérstaklega í huga við leyfisveitingar, svo sem varðandi mótvægisaðgerðir og vöktun. Leyfisveitendur skulu í umsögn sinni gera grein fyrir þeim leyfum sem eru á starfssviði þeirra og framkvæmdin er háð.

Afgreiðsla: Frestað til næsta fundar, nefndin vísar erindinu til framkvæmda- og hafnarnefndar til umsagnar.
12. 2311043 - Fyrirspurn um efnistöku á Hellisheiði
Borist hefur fyrirspurn frá Íþróttafélagi Reykjavíkur um möguleika á námavinnslu í landi félagsins á Hellisheiði. Í Sleggjubeinsdal er ófrágengin aflögð náma sem sett hefur verið efni í á síðustu árum. Hún er ekki meðal námavinnslusvæða í aðalskipulagi.
Afgreiðsla: Synjað. Nefndin telur ekki ástæðu til að leyfa frekari námarekstur á Hellisheiði og bendir Íþróttafélagi Reykjavikur á að það beri ábyrgð á frágangi námunar í Sleggjubeinsdal. Félagið er hvatt til að nýta það efni sem fellur til á svæðinu við frágang námunar.
13. 2311037 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Sögusteinn 1 - Flokkur 1
Kristinn Ragnarsson f/h lóðarhafa Nokka ehf sækir um byggingarleyfi fyrir breytingu á innra skipulagi bílskúrs á 1 hæð. Bílskúrinn verður íðbúðarrými og geymslur. Innveggir eru timburveggir. Bílskúrshurð skipt út fyrir glugga með hurðir. samkv. teikningum frá KRark dags. 14.11.2023
Afgreiðsla: Samþykkt, umsóknin samræmist byggingarreglugerð nr 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út þegar umsækjandi hefur skilað öllum tilskildum gögnum í samræmi við sömu reglugerð.
14. 2311035 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hafnarskeið 12, Svartasker 2 - Flokkur 1
Guðjón Þórir Sigfússon f/h lóðarhafa Lýsis hf sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu tankþróar fyrir 3 stk. 1500 m3 tanka ásamt steyptri þró. samkv. teikningu frá VGS dags. 03.11.2023.
Afgreiðsla: Synjað, samræmist ekki deiliskipulagi. Lóðarhafi þarf að láta vinna deiliskipulag og fá það staðfest áður en hægt er að samþykkja áformin.
16. 2312009 - Óveruleg breyting á deiliskipulagi vegna starfsmannahúsa Eldhestar
Eldhestar leggja fram beiðni um óverulega breytingu á deiliskipulagi er snýr að byggingu starfsmannabústaða á byggingarreit S1. Í upphaflegu deiliskipulagi var gerð krafa um að bústaðirnir væru á steyptum sökklum og með steyptri plötu. Fyrirtækið hefur óskað eftir því að fá að nota timburgólf.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulags og byggingarfulltrúum verði heimilað að samþykkja breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 3. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Umsækjandi þarf að sækja formlega um byggingaleyfi og hús þurfa að uppfylla kröfur byggingareglugerðar að öðru leyti.
Fundargerðir til staðfestingar
15. 2310011F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 55
Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til staðfestingar.
Afgreiðsla: Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram
15.1. 2310057 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Klettamói 3 - Flokkur 2
Emil Þór Guðmundsson sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa Hamrakór ehf. fyrir 6 íbúða 2 hæða fjölbýlishúsi samkv. teikningum dags. 01.10.23
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
15.2. 2310056 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hnjúkamói 4 - Flokkur 2
Emil Þór Guðmundsson sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa Hamrakór ehf. fyrir 6 íbúða 2 hæða fjölbýlishúsi samkv. teikningum dags. 01.10.23
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
15.3. 2310054 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hnjúkamói 6 - Flokkur 2
Emil Þór Guðmundsson sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa Hamrakór ehf. fyrir 8 íbúða 2 hæða fjölbýlishúsi samkv. teikningum dags. 01.09.23
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
15.4. 2310063 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Gyðugata 1-3-5 - Flokkur 2
Kjartan Sigurbjartsson sækir um byggingarleyfi f/h handhafa lóðar Hrímgrund ehf. fyrir 3 íbúða raðhúsi samkv. teikningum frá Próark dags. 06.10.2023
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
15.5. 2310064 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Klettagljúfur 15 - Flokkur 2
Stefán Árnason f/h eiganda Árni Hörður Ragnarsson um byggingarleyfi fyrir viðbygging við íbúðarhús og bílskúr.
Afgreiðsla: Frestað, fylgiskjöl vantar með umsókn
15.6. 2310055 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Laxabraut 19 - Flokkur 1
Sigurður Unnar Sigurðsson sækir um byggingarleyfi fyrir vinnubúðum á lóðinni Laxabraut 19 í samræmi við uppdrátt. Um er að ræða annan áfanga vinnubúða á lóð Landeldis (First Water) við Laxabraut 19 - vestan Þorlákshafnar í Sveitarfélaginu Ölfus. Um er að ræða tímabundnar vinnubúðir sem samsettar eru úr gámaeiningum. Í matsal (Mhl 04) verður aðstaða til móttöku á mat og matsalur framkvæmdadeildar Landeldis meðan á framkvæmdum stendur. Í svefnbúðum (Mhl 03) verður gistiaðstaða fyrir starfsfólk Landeldis, 20 manns.
Afgreiðsla: Byggingarheimild samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.3.8.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
15.7. 2310068 - Umsókn um lóð Bárugata 21
Kristján Þorvaldsson sækir um einbýlishúsalóðina Bárugata 21
Afgreiðsla: Samþykkt
15.8. 2310062 - Umsókn um lóð Selvogsbraut 43
Silfurafl ehf. sækir um fjölbýlishúsalóðina Selvogsbraut 43
Afgreiðsla: Samþykkt. Þar sem 5 gildar umsóknir bárust um lóðina þá fer fram spiladráttur. Að honum loknum fékk Silfurafl ehf lóðina úthlutaða.
15.9. 2310061 - Umsókn um lóð Selvogsbraut 43
Svanur Þ. Mikaelsson f/h Lúðvík fasteignafélag ehf. sækir um fjölbýlishúsalóðina Selvogsbraut 43
Afgreiðsla: Synjað. Þar sem 5 gildar umsóknir bárust um lóðina þá fer fram spiladráttur. Að honum loknum fékk Silfurafl ehf lóðina úthlutaða.
15.10. 2310060 - Umsókn um lóð Selvogsbraut 43
Rúnar M. Sigurvinsson f/h Ufsasund ehf. sækir um fjölbýlishúsalóðina Selvogsbraut 43
Afgreiðsla: Synjað. Þar sem 5 gildar umsóknir bárust um lóðina þá fer fram spiladráttur. Að honum loknum fékk Silfurafl ehf lóðina úthlutaða.
15.11. 2310059 - Umsókn um lóð Selvogsbraut 43
Helgi Gíslason sækir um fjölbýlishúsalóðina Selvogsbraut 43
Afgreiðsla: Synjað. Vísað er í gr. 6.2 í úthlutunarreglum fyrir lóðir þar segir Raðhúsalóðum með fleiri en 3 íbúðum eða fjölbýlishús skal að jafnaði úthlutað til
framkvæmdaaðila sem hafa það að markmiði að selja eignirnar til þriðja aðila.

15.12. 2310058 - Umsókn um lóð Selvogsbraut 43
Snjómenn ehf. sækir um fjölbýlishúsalóðina Selvogsbraut 43
Afgreiðsla: Synjað. Þar sem 5 gildar umsóknir bárust um lóðina þá fer fram spiladráttur. Að honum loknum fékk Silfurafl ehf lóðina úthlutaða.
15.13. 2310053 - Umsókn um lóð Selvogsbraut 43
Bucs ehf. sækir um fjölbýlishúsalóðina Selvogsbraut 43
Afgreiðsla: Synjað. Þar sem 5 gildar umsóknir bárust um lóðina þá fer fram spiladráttur. Að honum loknum fékk Silfurafl ehf lóðina úthlutaða.
15.14. 2310052 - Umsókn um stöðuleyfi
Bjargir eignarhald sækir um stöðuleyfi fyrir annarsvegar 2 gámum með byggingarefni í og 2 gámum fyrir kaffiaðstöðu og fatageymslu.
Afgreiðsla: Stöðuleyfi fyrir gámum undir byggingarefni er samþykkt. Stöðuleyfi fyrir kaffiaðstöðu og fatageymslu er synjað.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?