Fundargerðir

Til bakaPrenta
Framkvæmda- og hafnarnefnd - 46

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
20.12.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Guðbergur Kristjánsson formaður,
Grétar Ingi Erlendsson varaformaður,
Guðlaug Einarsdóttir 1. varamaður,
Gunnsteinn R. Ómarsson aðalmaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir aðalmaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Sigurður Steinar Ásgeirsson Skrifstofu- og verkefnastjóri,
Fundargerð ritaði: Sigmar B Árnason, Sviðstjóri og byggingarfulltrúi
Sigurður Ás eftirlitsmaður með framkvæmdum sat fundin undir lið 1 og 2 á dagskrá.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja
Á fundinn mætti eftirlitsmaður verksins og fór yfir stöðu framkvæmda við stækkun hafnar áfanga 1. Verkfundargerð 48 lögð fram til kynningar.
Verkstaða.
Röðun lengingu Suðurvarargarðs er lokið og að rífa tunnu. Unnið er við jarðvegsskiptaskurð. Klöpp er í skurðstæðinu frá stöð líklega 158 og inn úr. Unnið er við dýpkun. Notaðar eru 2 gröfur við verkið. Verktaki er að vinna í að ganga frá námubotni.
Dýpkunarefni er sett sem bakfylling á Suðurvararbryggju hjá Hagtak eða haugsett á gömlu lóð BM Vallá.
Verktaki er orðinn góðum mánuð á eftir áætlun.
Næsti 2 vikur:
Jarðvegsskiptaskurður kláraður, hornið klárað. Gert borplan fyrir sprengiverktaka. Unnið við dýpkun. Verktaki skoðar að dýpka frekar utan við tunnu. Á nýju ári verður byrjað á Austurgarði og rifi á bryggju.
Í námu er 3500 m3 af möluðu efni. Verktaki þarf að mala meira efni.
Garður og bryggja:
Gert er ráð fyrir að sprengja 3 ker í einu og taka upp 2 ytri kerin en skilur alltaf eitt ker eftir óupptekið áður en næstu 3 ker eru sprengd. Skoða líka að sprengja öll ker í einu og taka svo upp kerin eftirá. Óskað er eftir að verktaki taki niður í 9,5m þegar hann fjarlægir brotinn.
Verktaki vigtar alla steina í fl. 1 og 2 í garð. Allit steinar eru skráðir sem fara í garð, verktaki skilar skýrslu sem sýnir þyngd og fjölda steina í fl. I og II komna í garð. Engar skýrsla hefur verið lögð fram. GÓ segir að gögn séu til staðar en það eigi eftir að setja það upp í excel.

Lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar.
2. 2307020 - Suðurvararbryggja endurbygging stálþils
Á fundinn mætti eftirlitsmaður verksins og fór yfir stöðu framkvæmda. Verkfundargerð 5 lögð fram til kynningar.

Verkstaða.
Verktaki er búinn að steypa allar akkerisplötur og hluti þeirra eru komnar á staðinn.
Verktaki er búinn að reka niður 59 þilplötur og 4 verða reknar niður í dag. Stagbiti kominn að plötu 80 um 80 m. 12 stög eru komin niður með akkerisplötum.
Næsta færsla er tilbúin fyrir niðurrekstur.
Efni í mót eru komin á staðinn og búið er að sníða þau til.

Næstu 2 vikur:
Áframhaldandi þilrekstur en að hámarki 10-16 þilplötur því þá er komið að klöpp. SÁG skoðar hvað má reka margar niður. Vandamál hvar unnt er að leggja plötur frá sér.
Vinna við stög og fyllingu. Í framhaldinu getur uppsteypa kantbita hafist.
Unnið verður að koma stormplla fyrir við landenda.
Verktaki verður í fríi frá 21.12. 2023 til 2.1. 2024.

Eftirlit fer fram á að verktaki uppfæri verkáætlun miðað við lokadag 1. maí 2024. Verktaki skilaði inn uppfærðir verkáætlun með verklokum 8 júní. Henni var hafnað. Skeytisendingar hafa verið milli aðila vegna þessa.
Verktaki er áminntur um að verkskil eru 1. maí 2024.
Verktaki minnir a vinnusvæði hefði átt að vera tilbúið 1 júlí.

Lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar.
3. 2311052 - Efnistaka í Höfðafjöru - umsögn um umhverfismat
Málinu var tekið fyrir á 63. fundi skipulags- og umhverfisnefndar. Á fundinum var ákveðið að vísa málinu til framkvæmda- og hafnarefndar þar sem um er að ræða útflutning á efni um Þorlákshöfn. ATH, umsagnarfrestur rennur út þann 6. janúar 2024.

Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um efnistöku og vinnslu á sandi sem ætlaður er til sandblásturs. Hugmyndin er að geyma efnið í námu í Hraunslandi sem auðkennd er sem E11 í Aðalskipulagi.
Þar segir um námuna:
Grjótnáma. Ekkert deiliskipulag er í gildi. Áætluð efnistaka á ári er um 11.250 m3. Vinna þarf deiliskipulag.
Ekki er i gildi framkvæmdaleyfi hvorki fyrir námavinnslu né haugsetningu í námunni.

Hugmyndin er að haugsetja efni í námunni og er talað um að 3 bílar aki með efni til útflutnings frá Þorlákshöfn einn dag í hverjum mánuði. Efni verður keyrt frá Höfðafjöru til námunnar og er talað um 16 ferðir á dag þar á milli. Þetta mun auka þungaumferð á þjóðveginum um 1,5-8% á þeirri leið.

Í skýrslunni kemur fram það mat framkvæmdaraðila að áhrif á umferð séu óveruleg þegar horft er til eftirfarandi atriða:
- Fáa bíla þarf í flutningana.
- Þeir eru mjög lítið hlutfall af heildarumferð.
- Flutningarnir eru á hefðbundnum vinnutíma.
- Aðeins þarf að flytja efni inn í Þorlákshöfn einn dag í mánuð.

Í umsögninni skal koma fram hvort umsagnaraðili hafi athugasemdir við umfjöllun í umhverfismatsskýrslu út frá starfssviði umsagnaraðila, svo sem um gögn sem byggt er á, úrvinnslu gagna, mat á vægi og eðli umhverfisáhrifa eða framsetningu umhverfismatsskýrslu. Einnig, ef á skortir, hvaða atriðum umsagnaraðili telur að gera þurfi frekari skil eða hafa sérstaklega í huga við leyfisveitingar, svo sem varðandi mótvægisaðgerðir og vöktun. Leyfisveitendur skulu í umsögn sinni gera grein fyrir þeim leyfum sem eru á starfssviði þeirra og framkvæmdin er háð.

Afgreiðsla: Framkvæmda- og hafnarnefnd gerir ekki athugasemd við skýrsluna fyrir sitt leiti enda er hún til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd. Að öðru leyti felur nefndin hafnarstjóra að kalla eftir frekari uppl um fyrirkomulag um flutning efnis ef til þess kemur að efnið verði flutt út í gegnum Þorlákshöfn.
4. 2312042 - Ný akstursleið að Suðurvarabryggju
Sviðstjóri leggur fyrir nefnd tillögu að nýrri akstursleið að suðurvarabryggju
Afgreiðsla: Lagt fram
5. 2312018 - Vaktakerfi Þorlákshafnar
Fyrir nefndinni lá erindi frá starfsmönnum hafnarinnar þar sem óskað var eftir því að allir starfsmenn séu á bakvakt alla daga ársins. Þá er einnig lögð fram ósk um að starfsmenn færist úr launaflokki 138 í launaflokk 151.
Afgreiðsla: Nefndin felur hafnarstjóra að skila inn minnisblaði með frekari skýringum.

6. 2312040 - Fráveita - viðtakamat
Sviðstjóri leggur fyrir nefndina kostnaðaráætlun fyrir gerð viðtakamats.
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir og felur sviðstjóra að leita hagstæðustu tilboða í verkið.
7. 2207014 - Nýr leikskóli - Vesturbyggð
Sviðstjóri leggur útboðsgögn fyrir nefnd ásamt uppfærði kostnaðaráætlun.
Afgreiðsla: Frestað
8. 2312043 - Breyting á gjaldtöku móttöku og flokkunarstöð
Sviðstjóri leggur til að farið verði í breytingar á móttöku og flokkunarstöð. Breytingar fela í sér kaup á vigt þar sem allt sorp er vigtað og gjald tekið fyrir gjaldskilda flokka. Unnið er að gerð nýrrar reglna og gjaldskrá sem eru byggðar á nýjum lögum sem tóku gildi 1. janúar 2023, borgað þegar hent er.

Um er að ræða kostnað uppá 18 milljónir en gert er ráð fyrir þessari framkvæmd í fjárhagsáætlun næsta árs.

Afgreiðsla: Nefndin tekur undir það að gera þarf viðeigandi ráðstafanir til að uppfylla megi lögin. Endanleg ákvörðun um hvernig og hvaða fyrirkomulag verði á gjaldtöku mun skýrast þegar nýjar reglur- og gjaldskrá liggja fyrir.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?