Fundargerðir

Til bakaPrenta
Stjórn vatnsveitu - 6

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
22.08.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Björn Kjartansson aðalmaður,
Arnar Árnason aðalmaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sigmar B Árnason, Sviðsstjóri/byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1906015 - Erindisbréf nefnda.
Erindisbréf nefndar kynnt fyrir nefndarmönnum.
Afgreiðsla: Nefndin leggur til að ritari nefndar verði Sigmar Árnason vatnsveitustjóri. Fundartími nefndar verður fyrsta miðvikudagur kl:8:15 í hverjum mánuði. Hlutverk nefndarinnar rætt ásamt lagaumhverfi og helstu reglum sem heyra undir nefndina samkv. erindisbréfi.
2. 2207002 - Nýtt vatnsból Hafnarsandi
Mannvit f/h Ölfus gerði verðkönnun í borun á 2 rannsóknar/eftirlitsborholum út á Hafnarsandi. 5 verktökum var boðið að taka þátt í verðkönnuninni.
? Alvarr ehf
? Árni ehf
? Bergborun ehf
? Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf
? Vatnsborun ehf

Eitt tilboð barst í framkvæmdina frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða ehf. uppá 23.558.353 milljónir. m.vsk.
Einnig er lagt fyrir stjórn vatnsveitu tilboð Mannvits í eftirlit með framkvæmdum og rannsóknir á borkjörnum og vöktun á rannsóknarholum í 1 ár. uppá 4.780.000 milljónir án.vsk.

Afgreiðslu. Nefndin samþykkir tilboð Ræktunarsambands Flóa og Skeiða að uppfylltum skilyrðum útboðsgagna og tilboð Mannvits og felur vatnsveitustjóra að skrifa undir verksamninga.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?