Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 67

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
21.02.2024 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Geir Höskuldsson formaður,
Hjörtur S. Ragnarsson varaformaður,
Margrét Polly Hansen Hauksdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Böðvar Guðbjörn Jónsson áheyrnarfulltrúi,
Stefán Ómar Jónsson starfsmaður skipulags,-bygg.- og umhverfissviðs, Sigurður Steinar Ásgeirsson .
Fundargerð ritaði: Sigurður Steinar Ásgeirsson, Skrifstofu- og verkefnastjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2402055 - Breyting á Aðalskipulagi - landfylling á hafnarsvæði
Lögð er fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu fyrir hafnarsvæði. Tillagan felur í sér heimild til að gerð verði landfylling við Suðurvararbryggju.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr 123/2010.

Tillagan tekin til atkvæðagreiðslu og var samþykkt með 3 atkvæðum D lista gegn 1 atkvæði B lista. Hrönn Guðmundsdóttir B-lista greiddi atkvæði gegn tillögunni en Vilhjálmur Baldur Guðmundsson B-lista sat hjá.
2. 2402059 - ASK óveruleg breyting - smækkun samfélagsþjónustusvæðis í Vesturbyggð
Lögð er fram óveruleg breyting á aðalskipulagi í Vesturbyggð. Á sínum tíma stóð til að byggja nýjan grunnskóla í Vesturbyggð við hlið leikskólans sem verður þar staðsettur. Horfið var frá þeim fyrirætlunum og ákveðið að stækka heldur Grunnskóla Þorlákshafnar þegar fram vindur. Nú þarf að breyta aðalskipulagi svo heimilt verði að úthluta þeim íbúðalóðum sem hefðu farið undir grunnskólann.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. málsgr. 36. gr. skipulagslaga nr 123/2010.
3. 2401003 - DSK Kirkjuferjuhjáleiga I og Kirkjuferjuhjáleiga I, Land 4
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Kirkjuferjuhjáleigu 1, L191975 í Ölfusi. Til stendur að skilgreina nýja lóð út úr landi Kirkjuferjuhjáleigu I; Kirkjuferjuhjáleiga I land 4.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010.
4. 2402017 - Grímslækjarheiði - Hraunkvíar DSK
Á síðasta fundi nefndarinnar var samþykkt breyting á aðalskipulagi fyrir Ytri Grímslæk. Samhliða var lagt fram deiliskipulag fyrir Grímslækjarheiði, Hraunkvíar og Ytri-Grímslæk lóð L195678. Með deiliskipulaginu verða til 12 byggingalóðir fyrir íbúðarhúsnæði.
Afgreiðsla: Máli frestað. Nefndin kallar eftir að sýnt sé á uppdrætti reitur fyrir hugsanlega samþjónustu eins og t.d. sameiginlega sorpgeymslu. Einnig var kallað eftir borholuskýrslu fyrir neysluvatnsborholu.
5. 2309060 - DSK Thor landeldi Fiskeldi við Keflavík
Lagt er fram deiliskipulag fyrir Thor landeldi á Laxabraut 35-41. Lóðirnar eru alls um 20 ha og er ráðgert að framleiða 20.000 tonn árlega af lax, bleikju eða regnbogasilung.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010. Bent er á að Veitur sjá ekki um neysluvatn, eins og fram kemur í greinargerð.
6. 2402054 - Mói miðbæjarsvæði DSK - viðbrögð skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun gerði athugasemdir við deiliskipulag Móa miðbæjarsvæðis. Deiliskipulagssvæðið fer yfir mörk annars skipulags á athafnasvæði en þess er ekki getið í breytingunni. Skipulagsarkitekt hefur nú gert lagfæringar á deiliskipulaginu til að bregðast við athugasemdum Skipulagsstofnunar.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
7. 2303013 - DSK Breyting á deiliskipulagi Gljúfurárholt land 8 L199502
Málinu var frestað á síðasta fundi með eftirfarandi bókun: Kvöð um aðkomu skal vera skýrari að reit L2. Einnig má bæta við kvöð um aðkomu að öðrum reitum.
Landeigandi leggur nú fram uppfært skipulag en fram hefur komið að hann er sjálfur eigandi aðliggjandi lóðar sem vegtenging liggur um.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að fara fram á undanþágu frá fjarlægðarmörkum vega, í samráði við skipulagshöfund.
8. 2401047 - Þorkelsgerði 2C, nýtt DSK
Málinu var frestað á síðasta nefndarfundi þar sem ekki lá fyrir staðfest aðgengi að neysluvatni. Einnig var bent á að byggingareitir næðu yfir staðsetningu fornminja. Skipulagshöfundur hefur nú lagt fram skýrslu um afköst neysluvatnsborholu auk þess sem byggingareitir hafa verið aðlagaðir.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010. Nefndin vill benda á m.t.t. borholuskýrslu að afkastageta neysluvatnsborholu er undir meðallagi.
9. 2402056 - Spóavegur 12 DSK
Lagt er fram deiliskipulag fyrir Spóaveg 12. Gert er ráð fyrir uppbyggingu bændagistingar í fjórum smáhýsum ásamt Tækni- og þjónustuhúsi.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010.
10. 2402005 - Unubakki 4 - Black beach guesthouse - stækkun lóðar
Málið var tekið fyrir á næsta fundi þar sem bókað var í fundargerð að lóð skyldi auglýst til úthlutunar. Fyrirtækið hefur óskað eftir að málið verði endurupptekið hjá nefndinni. Úthlutun lóðarinnar gæti verið til þess fallin að útiloka með öllu stækkunarmöguleika fyrirtækisins til framtíðar og því yrði fyrirtækið mun verr sett eftir afgreiðslu erindisins heldur en það var áður. Telur fyrirtækið að reksturinn fari vel saman við þá starfsemi sem skipulögð er á svæðinu og til hagsbóta fyrir bæjarfélagið almennt. Er þess farið á leit að nefndin endurskoði fyrri ákvörðun í ljósi framangreinds.
Afgreiðsla: Nefndin vísar til fyrri afgreiðslu.
11. 2402009 - Ytri- og Efri Grímslækur - Færsla lóðamarka
Á síðasta nefndarfundi var fjallað um aðal og deiliskipulagsbreytingu á landinu. Til stendur að færa lóðarmörk þannig að lóðin Efri Grímslækur stækki og Ytri Grímslækur minnki til móts við það.
Afgreiðsla: Samþykkt. Nefndin áréttar að samþykki aðliggjandi landeigenda þarf að liggja fyrir.
12. 2402010 - Fyrirspurn - Veitinga og þjónustuhúsnæði Kambabrún
Lögð er fram fyrirspurn um afstöðu nefndarinnar varðandi byggingu veitinga- og þjónustureksturs á Kambabrún fyrir ofan Hveragerði. Fengist hefur samþykki frá OR sem er landeigandi um að stofna lóð úr landinu sem notuð yrði til rekstursins.
Afgreiðsla: Nefndin er almennt jákvæð fyrir erindinu. Gæta þarf sérstaklega að jarðraski á byggingatíma og forðast að spilla náttúru að óþörfu.
13. 2402031 - Hvolsbrún - Afmörkun lands
Lögð er fram hnitsetning fyrir landið Hvolsbrún. Landeigandi leggur fram lóðarblað og samþykki aðliggjandi landeigenda að Ingólfshvolli og Grænhól.
Afgreiðsla: Samþykkt
14. 2402016 - Sjótökuholur sunnan landeldis First Water
First Water leggur fram fyrirspurn um hvort sveitarfélagið sé viljugt að stækka lóðir fyrirtækisins til suðurs svo hægt sé að bora sjótökuholur sem næst sjó. Fyrirtækið fer þess einnig á leit að lóðir séu endurskipulagðar í samræmi við skipulag bygginga á svæðinu. Til vara óskar fyrirtækið eftir heimild til að bora sjótökuholur fyrir utan lóð.
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að lóðir séu skipulagðar með þeim hætti sem kemur fram í erindi fyrirtækisins og að lóðir séu stækkaðar til suðurs. Stækkun lóða þarf þó að fylgja kvöð um að gert sé ráð fyrir gönguleið sunnan eldisstöðva sem sé opin almenningi.
15. 2402052 - Jarðvegsmanir umhverfis landeldi First Water
First Water fer þess á leit að fá að gera jarðvegsmanir umhverfis starfssemi sína á Laxabraut. Fyrirtækið hyggst nýta jarðveg sem fellur til við jarðvinnu á svæði sínu í manirnar. Staðsetning mana myndi vera samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.
Afgreiðsla: Á uppdrætti eru manirnar teiknaðar inn á óúthlutað land í eigu sveitarfélagsins sem mun þá ekki nýtast í framtíðinni. Þá ber að nefna að fornminjar er að finna á svæði norðan Laxabrautar þar sem manir eru teiknaðar inn. Nefndin getur ekki fallist á að veita svo mikið land undir manir. Eðlilegra væri að manir yrðu staðsettar innan lóða fyrirtækisins.
16. 2402053 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - bráðabirgðaheimtaug fyrir vinnurafmagn
Thor landeldi sækja um framkvæmdaleyfi til að leggja bráðabirgðaheimtaug undir Laxabraut og inn á lóð þeirra við sömu götu. Strengurinn mun þjóna rafmagnsþörf verktaka meðan unnið er að uppbyggingu.
Afgreiðsla: Framkvæmdaleyfi sem fyrirtækið sækir um er veitt. Nefndin bendir á að halda þarf jarðraski í lágmarki og ganga frá yfirborði að lagningu lokinni svo ummerki séu sem minnst.
17. 2305009 - Tæknilýsing fyrir nýjar íbúðarlóðir í dreifbýli
Lögð er fram tæknilýsing fyrir nýjar íbúðalóðir í dreifbýli. Til stendur að birta lýsinguna þannig að hún yrði bindandi fyrir alla sem skipuleggja íbúabyggð í dreifbýli Sveitarfélagsins Ölfus.
Afgreiðsla: Tæknilýsing staðfest eins og hún er lögð fram. Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að fela skipulagsfulltrúa að birta lýsinguna á heimasíðu sveitarfélagsins.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
18. 2402028 - Umsögn um umhverfismat - Mölunarverksmiðja í Þorlákshöfn
Lagt hefur verið fram umhverfismat fyrir mölunarverksmiðju Heidelberg Materials í Þorlákshöfn. Matið er í umsagnarferli í skipulagsgátt og hefur verið óskað eftir umsögn sveitarfélagsins Ölfus.
Afgreiðsla: Nefndin felur skipulagsfulltrúa að skrifa umsögn um matsskýrsluna.
19. 2402058 - Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis Thor landeldi
Mast hafa óskað eftir umsögn Sveitarfélagsins vegna umsóknar Thor Landeldi um rekstrarleyfi frá stofnuninni. Beiðni Mast er eftirfarandi:
Í samræmi við 7. gr. laga nr. 71/2008 um fiskeldi óskar Matvælastofnun hér með eftir umsögn Sveitarfélagsins Ölfuss vegna fyrirhugaðrar leyfisveitingar um það hvort náttúrulegar aðstæður á fyrirhuguðu starfssvæði fiskeldisstöðvarinnar eða fyrirhugaðar eldistegundir, eldisstofnar eða eldisaðferðir gefi tilefni til neikvæðra vistfræði- eða erfðafræðiáhrifa sem leitt getur af leyfisskyldri starfsemi.

Afgreiðsla: Þar sem um landeldi er að ræða er ekki talin hætta á slysasleppingum. Helsti áhættuþáttur landeldis myndi vera ef hreinsun frárennslis skyldi ekki virka sem skyldi. Sveitarfélagið gerir ekki athugasemd við að Thor landeldi verði veitt rekstrarleyfi en bendir á að það er á höndum Mast að hafa eftirlit með því að hreinsibúnaður uppfylli kröfur.
Mál til kynningar
20. 2402008 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - ON - Svelgholur til losunar skiljuvatns
Fulltrúar ON munum koma og kynna verkefnið fyrir nefndinni. Þau mæta klukkan 9:30.
Til kynningar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?