Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 334

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
29.08.2024 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 1. varaforseti,
Guðlaug Einarsdóttir 1. varamaður,
Erla Sif Markúsdóttir bæjarfulltrúi,
Hrönn Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson bæjarfulltrúi,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Fundargerð ritaði: Elliði Vignisson, bæjarstjóri
Í upphafi fundar leitaði formaður eftir athugasemdum við fundarboðið en engar bárust.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2402082 - Stóragerði ASK
Endurkoma eftir athugun SLS fyrir auglýsingu.
SLS gerðu athugasemdir við aðalskipulagsbreytinguna sem bregðast þurfti við áður en hún yrði auglýst. Skipulagshöfundur hefur lagfært tillöguna í samræmi við athugasemdir.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Samþykkt samhljóða
2. 2309035 - ASK Meitlar og Hverahlíð II - Aðalskipulagsbreyting vegna rannsóknaboranna
Lögð er fram breyting á aðalskipulagi á landsvæði innan lands Hjallatorfu ofan fjalls. Breytingin felur í sér að stofnað er iðnaðarsvæði fyrir rannsóknar- og vinnsluboranir í Hverahlíð II. Markmið rannsóknarborananna er að kortleggja jarðhitaauðlindir utan núverandi vinnslusvæða.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Samþykkt samhljóða
3. 2406050 - Laxabraut 15-29 Landeldisstöð First Water DSK
First Water leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir Laxabraut 15-29 sem mun nefnast Laxabraut 15-23 eftir gildistöku skipulagsins. Skipulagssvæðið er rúmir 50 ha að stærð og gerir ráð fyrir 28.000 tonna ársframleiðslu.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Samþykkt samhljóða
4. 2401003 - DSK Kirkjuferjuhjáleiga I og Kirkjuferjuhjáleiga I, Land 4
Endurkoma eftir athugasemdaferli
Skipulagið hefur verið auglýst og komu athugasemdir frá Vegagerðinni varðandi það að veghelgunarsvæði skyldi sýnt á uppdrætti. Ekki voru gerðar athugasemdir af öðrum umsagnaraðilum.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Samþykkt samhljóða
5. 2408036 - Stóragerði DSK
Lagt er fram deiliskipulag fyrir landspilduna Stóragerði lóð 1. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir tveimur lóðum um 5000 m2 hvor, þar sem heimilt er að byggja upp til fastrar búsetu og stunda minni háttar atvinnustarfsemi.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Samþykkt samhljóða
6. 2406024 - Selvogsbraut 12 - stækkun verslunar DSK
Endurkoma eftir athugasemdaferli
Á auglýsingatíma barst athugasemd frá UST varðandi það að á skipulagssvæðinu megi finna hraun. Aðrir umsagnaraðilar gerðu ekki athugasemdir. Í umsögn Umhverfisstofnunar er áréttað að ekki megi raska hrauni nema brýnir almannahagsmunir réttlæti röskunina. Þá segir í umsögn UST að ef leyfisveitandi veiti leyfið þurfi að rökstyðja þá ákvörðun sérstaklega og gera grein fyrir öðrum valkostum sem skoðaðir höfðu verið.

Afgreiðsla nefndar: Skipulagið er á svæði sem skilgreint er sem miðbæjarsvæði í aðalskipulagi. Um er að ræða stækkun einu matvöruverslunarinnar í bæjarfélaginu sem mikil þörf er á, enda hefur ásókn í verslunina aukist verulega á síðustu árum og núverandi húsnæði orðið of lítið. Brýnir almannahagsmunir standa til þess að skipulagið fái fram að ganga. Um er að ræða einu lausu lóðina í kringum verslunina og því ekki um aðra valkosti að ræða fyrir slíka stækkun. Við byggingar á svæðinu verður þess gætt að raska ekki hrauni nema óhjákvæmilegt sé.

Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Samþykkt samhljóða
7. 2303001 - DSK Skipulag Þóroddsstaðir 2 lóð D L210409
Endurkoma eftir athugasemdaferli
Minjastofnun kallaði eftir því að minjar yrðu sýndar á uppdrætti. Skipulagshöfundur hefur lagfært skipulagið í samræmi við þessar athugasemdir.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Samþykkt samhljóða
8. 2310028 - DSK deiliskipulag Hlíðarendi L171724
Endurkoma eftir athugasemdaferli.
Skipulagið hefur verið auglýst og er athugasemdaferli lokið. Skipulagið hefur verið lagfært í takt við athugasemdir. Meðfylgjandi er einnig samantekt umsagna og viðbragða við umsögnum.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Samþykkt með sex atkvæðum, Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi H-lista situr hjá.
9. 2408046 - Sambyggð 20 - stækkun byggingarreits óv. br. DSK
Lögð er fram óveruleg breyting á deiliskipulaginu Sambyggð. Breytingin lýtur að stækkun byggingarreits á lóðinni Sambyggð 20. Tilgangur stækkunarinnar er að hægt sé að koma fyrir svölum, stigahúsi og stakstæðri hjólageymslu.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulags- og byggingarfulltrúum verði heimilað að samþykkja breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Samþykkt samhljóða
Fundargerðir til staðfestingar
10. 2408005F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 78
Fundargerð 78.fundar skipulags- og umverfisnefndar frá 21.08.2024 til staðfestingar.

1. 2402082 - Stóragerði ASK. Tekið fyrir sérstaklega.
2. 2309035 - ASK Meitlar og Hverahlíð II - Aðalskipulagsbreyting vegna rannsóknaboranna. Tekið fyrir sérstaklega.
3. 2406050 - Laxabraut 15-29 Landeldisstöð First Water DSK. Tekið fyrir sérstaklega.
4. 2401003 - DSK Kirkjuferjuhjáleiga I og Kirkjuferjuhjáleiga I, Land 4. Tekið fyrir sérstaklega.
5. 2408036 - Stóragerði DSK. Tekið fyrir sérstaklega.
6. 2406024 - Selvogsbraut 12 - stækkun verslunar DSK. Tekið fyrir sérstaklega.
7. 2303001 - ASK og DSK Skipulag Þóroddsstaðir 2 lóð D L210409. Tekið fyrir sérstaklega.
8. 2310028 - DSK deiliskipulag Hlíðarendi L171724. Tekið fyrir sérstaklega.
9. 2311001 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Kléberg 11 - Flokkur 2. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
10. 2408015 - Merkjalýsing - Birkigljúfur 8, 10, 12 og 14. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
11. 2408016 - Þurárhraun 33 Beiðni um að byggja umfram nýtingarheimild. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
12. 2405098 - Uppskipting lóða að Laxabraut. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
13. 2408035 - Litlaland 171767 Afmörkun lóðar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
14. 2408037 - Umsókn um stöðuleyfi - Laxabraut 7 (L193591). Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
15. 2408039 - Litla Sandfell - umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
16. 2408046 - Sambyggð 20 - stækkun byggingarreits óv. br. DSK. Tekið fyrir sérstaklega.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún samþykkt samhljóða
11. 2408006F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 56
Fundargerð 56.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar frá 21.08.2024 til staðfestingar.

1. 2204028 - Íþróttamiðstöð- endurnýjun rennibrautar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2307020 - Suðurvararbryggja endurbygging stálþils. Til kynningar.
3. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja. Til kynningar.
4. 2401019 - Framkvæmdaráætlun 2023-24. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún samþykkt samhljóða.
12. 2408007F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 45
Fundargerð 45.fundar íþrótta- og tómstundanefndar frá 23.08.2024 til staðfestingar.

1. 2408054 - Starfsskýrsla og ársreikningar UMF Þórs 2023
2. 2408053 - Minnisblað frá aðalstjórn UMF Þórs
3. 2408052 - Málefni Rafíþróttadeildar UMF. Þórs

Bæjarstjórn samþykkir liðinn sérstaklega og felur starfsmönnum sínum að vinna viðauka vegna hans. Liðurinn samþykktur samhljóða.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún samþykkt samhljóða
. Til
13. 2408001F - Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 24
Fundargerð 24.fundar fjölskyldu- og fræðslunefndar frá 14.08.2024 til staðfestingar.

1. 2311017 - Skýrsla skólastjóra. Til kynningar.
2. 2403046 - Skóladagatal 2024-2025. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2311012 - Skýrsla leikskólastjóra. Til kynningar.
4. 2408012 - Skólaþjónusta Ölfuss - áherslur vetrarins 2024-2025. Til kynningar.
5. 2408010 - Reglur um starfsemi leikskóla. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2408011 - Reglur um þjónustu frístundaheimilis í Ölfusi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2403047 - Foreldrahandbók frístundaheimilis grunnskólans. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2407031 - Gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2407023 - Staða drengja í menntakerfinu. Til kynningar.
10. 2404089 - Farsæld barna - skrefin okkar í Ölfusi. Til kynningar.
11. 2406002 - Farsældarráð á Suðurlandi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
12. 2407047 - Sláttur fyrir eldri borgara og öryrkja. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
13. 2405178 - Sumarhópur Saman - bréf til sveitarstjórna. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
14. 2009052 - Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurlands
Fundargerð 237.fundar stjórnar Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 20.08.2024 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
15. 1603010 - Málefni fatlaðs fólks Fundargerðir stjórnar Bergrisans.
Fundargerð 75.fundar stjórnar Bergrisans frá 12.08.2024 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
16. 2302026 - Arnardrangur hses.fundargerðir stjórnar
Fundargerð 15.fundar stjórnar Arnardrangs hses. frá 12.08.2024 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?