Fundargerðir

Til bakaPrenta
Framkvæmda- og hafnarnefnd - 48

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
21.02.2024 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Guðbergur Kristjánsson formaður,
Grétar Ingi Erlendsson varaformaður,
Erla Sif Markúsdóttir aðalmaður,
Gunnsteinn R. Ómarsson aðalmaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir aðalmaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Benjamín Þorvaldsson hafnarstjóri,
Fundargerð ritaði: Sigmar B Árnason, Sviðstjóri og byggingarfulltrúi
Á fundin undir mál 4 mætti Davíð Halldórsson umhverfisstjóri og fór yfir stöðu verkefnisins.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja
Sviðstjóri fór yfir stöðu framkvæmda við stækkun hafnar áfanga 1. Verkfundargerð 48 lögð fram til kynningar.
Verkstaða:
Sprengt var í borplani 19. janúar. Unnið er við jarðvegsskiptaskurðinn en gps er bilað í skessunni. Hún var líka biluð á mánudaginn. Skessan er stöðugt að bila. Á staðnum er trukkur og grafa til að taka við efni. Unnið líka við Austurgarðinn en búið er að stytta garðinn um 10-15 metra. Grafið er niður í -7,0m við Austurgarð þannig að allt grjót er fjarlægt. Verktaki er búinn að skila af sér námubotni.
Dýpkunarefni er sett sem bakfylling á Suðurvararbryggju hjá Hagtak eða haugsett á gömlu lóð BM Vallá.
Verktaki er orðinn góðum mánuð á eftir áætlun.
Næsti 2 vikur:
Jarðvegsskiptaskurður vonandi kláraður. Unnið við Austurgarð.
Garður og bryggja:
Upphækkun garðs meðfram bryggju hefst eftir að vinnu Hagtaks er lokið.
Verktaki skal halda utan um magn sem hann losar í bakfyllingu.
Gert er ráð fyrir að sprengja 3 ker í einu og taka upp 2 ytri kerin en skilja alltaf eitt ker eftir óupptekið áður en næstu 3 ker eru sprengd. Ætlunin er líka að skoða að sprengja öll kerin í einu og taka þau svo upp eftirá. Óskað er eftir að verktaki dýpki niður í 9,5m þegar hann fjarlægir brotinn.
Verktaki hefur enn ekki skilað vigtunarskýrslum.

Afgreiðsla: Lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar.
2. 2307020 - Suðurvararbryggja endurbygging stálþils
Sviðstjóri fór yfir stöðu framkvæmda. Verkfundargerð 7 lögð fram til kynningar.

Verkstaða:
Verktaki er búinn að steypa allar akkerisplötur og eru 31 komnar niður með akkerisplötum og stögum. Verktaki er búinn að reka niður 75 þilplötur. Stagbiti kominn að plötu 57 um 116 m. Djúpþjappa milli staga 24 stk. Búið að steypa í steypa í stagbita að plötu 65. Fylla að plötu 65. Unnið við fyllingar. Suðurverk er að losa efni bak við þil. Búið að reka niður plötur fyrir stormpolla og jarðvinna búinn undir það. Unnið við járnabindingu við kanti og stormpolla. Unnið við að koma niður stögum.
Að sögn verktaka þá hefur hann ekki getað rekið niður þil vegna vinnu Suðurverks við uppmoksturs jarðvegsskiptaskurðar en líka ekki vegna veðurs síðan 17/1.
Of mikill vindur hefur verið 16/1, 18/1, 19/1, 24/1, 25/1, 26/1, 29/1, 30/1, 31/1, 2/2.
Næstu 2 vikur:
Unnið verður við að slá upp og steypa kantbita gafl og að plötu 117 og stormpolla. Ekki verður rekið niður í þessari viku og næstu viku vegna vinnu Suðurverks og vegna veðurs að hluta.
Eftirlit fer fram á að verktaki uppfæri verkáætlun miðað við lokadag 1. maí 2024. Verktaki skilaði inn uppfærðir verkáætlun með verklokum 8 júní. Henni var hafnað. Skeytisendingar hafa verið milli aðila vegna þessa.
Verktaki er áminntur um að verkskil eru 1. maí 2024. Verktaki minnir a vinnusvæði hefði átt að vera tilbúið 1 júlí 2023 það kannast eftirlit ekki við.

Afgreiðsla: Lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar.
3. 2402060 - DSK- reit H3 á hafnarsvæði
Sviðstjóri óskar eftir heimild til að hefja vinnu við deiliskipulag reits H3 í aðalskipulagi.
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir fyrir sitt leiti að vísa erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar. Nefndin leggur einnig til að skipaður verði þverpólitískur starfshópur um hönnun og frekari útfærslu svæðisins.
4. 2312043 - Breyting á gjaldtöku móttöku og flokkunarstöð
Umhverfistjóri mætti á fundinn og fór yfir stöðu verkefnisins. Minnisblað lagt lagt fyrir nefndina.
Afgreiðsla: Nefndin þakkar umhverfisstjóra fyrir yfirferðina.
5. 2401019 - Framkvæmdaráætlun 2023-24
Sviðsstjóri fór yfir stöðu helstu verklegar framkvæmdir sem eru á áætlun 2024.
1. Nýr leiksskóli. Búið að bjóða framkvæmdina út tilboð verða opnuð 4.mars
2. Bygging fjölnota íþróttahús. Skipaður starfshópur annast hugmyndavinnu og skilar frá sér tillögum til framkvæmdar- og hafnarnefndar á fyrri hluta árs.
3. Grunnskóli, framtíðar uppbyggingaráætlun. Fyrsti fundur verður haldin með stjórnendum skóla og hönnuð í byrjun mars.
4. Breytingar Hafnarbergi 1. Búið að gera verðkönnun í glerveggi og hurðir, tilboðum skilað í lok feb.
5. Skólaeldhús. Skipaður starfshópur er með áætlun sem lögð verður fram á fundi bæjarráðs nk fimmtudag til samþykktar.
6. Gatnalýsing Laxabraut. Verið er að vinna útboðsgögn fyrir framkvæmdina, Rarik bættist við í hluta framkvæmdar
7. Gatnagerð iðnaðar og hafnarsvæðis áfangi 1.
Verkstaða
Hafnarvegur: Unnið við fyllingu í götu. Búið að leggja skólplögn milli brunna SBr2 og SBr4 og heimæðar. Búið að fylla undir vatnslögn að hluta á milli SBr3 og SBr4 og heimæð að lóð nr. 1
Norðurbakki: Búið að sjóða hitaveitulagnir að hluta.
Næstu tvær vikur: Hafnarvegur: Vinna við fyllingu undir vatnslögn og vatnslagnir, ef veður leyfir. Hafnarbakki: Vinna við gröft fyrir skólplögn. Norðurbakki: Vinna við hitaveitulagnir, ef veður leyfir
8. Gatnagerð iðnaðar og hafnarsvæðis áfangi 2. Verið er að vinna að hönnun.
9. Gatnagerð Vestan við Bergin áfangi 2. Almennt: Búið að fleyga klöpp og moka úr öllum götustæðum. Bárugata: Búið að fleyga klöpp í skurðum og fyrir ljósastauraum að Fríðugötu. Verið að fleyga í suðurhluta götu til austurs að beygju. Elsugata: Búið að leggja skólp- regnvatnslagnir, eftir að klára í botnlanga. Búið að fylla undir vatnslögn. Fríðugata: Verið að fleyga klöpp í götu og skurðum. Gyðugata: Áætlun næstu 2-ja vikna: Bárugata: Moka upp úr fráveituskurði og leggja fráveitulagnir að Fríðugötu. Elsugata: Klára að leggja fráveitulagnir í botnlanga og leggja vatnslagnir og hitaveitu. Fríðugata: Fleyga fráveituskurði og veituskurði. Gyðugata: Fleyga fráveituskurði og veituskurði
10. Gatnahönnun vestan við Hraunin áfangi 3-4. Forhönnun er lokið á áfanga 3, 4 og 5. Unnið er í hæðarsetningum lóða ásamt hönnun veitna.
11. Frágangur opinna svæða. Verið er að vinna yfirlit yfir þau svæði sem lögð verða áherslur á.
12. Hjóla- og göngustígar í dreifbýli. Búið er að vinna einhverjar grunnhugmyndir með Magne Kvam sem ný stofnuð dreifbýlisnefnd mun taka fyrir og kynna.
13. Vatnsmiðlunartankur í dreifbýli. Efla er að vinna að hönnun og gerð útboðsgangna.
14. Hreinsistöð fráveitu. Unnið er við breytingar á hönnun miða við færslu hreinsistöðvar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?