Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 44

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
18.01.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Geir Höskuldsson formaður,
Hjörtur S. Ragnarsson varaformaður,
Margrét Polly Hansen Hauksdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Gunnlaugur Jónasson skipulagsfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2301025 - Kynning á hugsanlegri uppbyggingu vestan byggðar og fyrirkomulagi á lóð Farice
Hermann Ólafsson, frá Landhönnun mætir á fundinn og kynnir tillögur sem hann hefur unnið. Annars vegar fyrirkomulag á lóð tengihúss sæstrengs Farice að Bakka 3 og hins vegar tillögu að næstu skrefum í uppbyggingu vestan byggðar í Þorlákshöfn.
Afgreiðsla: Nefndin þakkar kynningarnar.
2. 2211027 - Bakki 3 - Girðing umhverfis lóð Farice
Hermann Ólafsson hefur unnið tillögu að frágangi lóðar Farrice að Bakka 3.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar. Nefndin fagnar þeim metnaði sem fram kemur i verkefninu.
3. 2301026 - Geo Salmo - Áform og umhverfiskýrsla
Jens Þórðarson framkvæmdastjóri Geo Salmo mætir á fundin og segir frá áformum fyrirtækisins sem eins og þekkt er hyggjast setja upp myndarlegt fiskeldi í Básum vestan Þorlákshafnar. Þar verður unnið verður eftir fyrirkomulagi hringrásarhagkerfisins. Nefndin gaf nýlega umsögn um Umhverfismatsskýrslu vegna starfseminnar en hafði áður gefið umsögn um matsáætlun umhverfismatsins. Bókun nefndarinnar um umhverfisskýrsluna ratað í fjölmiðla.
Afgreiðsla: Lagt fram.
4. 2301018 - ASK og DSK Mói miðbær - breyting 3 á deiliskipulagi
Lögð er fram skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar aðal- og deiliskipulagi Móa vegna nýs miðbæjar. Fyrirhugað er að breyta bæði aðal og deiliskipulagi.
Í stórum dráttum fjalla breytingarnar um eftirfarandi: Aðalskipulagi er breytt þannig að fleiri íbúðir verði heimilaðar á svæðinu. Deiliskipulagsbreytingin fjallar um breytingu á byggingarreitum þannig að torg myndist miðsvæðis, sem hinar ýmsu byggingar sem hýsa miðbæjarstarfsemi, hótel og íbúðir eiga að standa við.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa skipulagslýsinguna í samræmi við 30. og 40 gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
5. 2202011 - DSK Mánastaðir - þriðja deiliskipulagsbreyting
Tillagan kemur nú til samþykktar eftir auglýsingu. Hún var auglýst án athugasemda frá 6. apríl til 18. maí samhliða auglýsingu nýs aðalskipulags. Samkvæmt skipulagslögum þarf að fjalla aftur um tillöguna í stjórnsýslu sveitarfélagsins samhliða eða eftir síðustu umfjöllun um nýtt aðalskipulag. Því kemur tillagan nú aftur fyrir nefndina. Hæð húsa á svæðinu hefur verið lækkuð úr 2 hæðum í eina hæð vegna ábendinga frá íbúum sem þegar búa á svæðinu.

Á síðasta fundi var málinu frestað meðan ferskvatnsmál væRu skoðuð. Formaður ásamt skipulagsfulltrúa hafa fundað með landeiganda.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. og 3. málsgrein 41. grein skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
6. 2210012 - DSK Raufarhólshellir - breyting á deiliskipulagi
Breyting á deiliskipulagi Raufarhólshelli hefur verið auglýst í samræmi við fyrri samþykkt nefndarinnar. Tillagan gerir ráð fyrir nýjum byggingarreit fyrir þjónustubyggingu við núverandi bílastæði.
Umverfisstofnun kom með ábendingu varðandi byggingarreitinn og hraunið á svæðinu þegar stofnunin var beðin um umsögn. Í umsögninni kemur eftirfarandi fram:
Að mati stofnunarinnar er stór hluti svæðisins þegar raskaður og lögð er áhersla á í gildandi deiliskipulagi að raska ekki hrauni frekar. Hins vegar þarf að skoða nánar hvort nýr byggingarreitur sé staðsettur á óröskuðu hrauni.......Umhverfisstofnun bendir á mikilvægi þess að við ákvörðun á staðsetningu fyrir byggingarreit séu valin svæði sem þegar eru röskuð og/eða á hraunasvæði þar sem að hraunið hefur misst verndargildi sitt.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.

Skipulagsnefnd áréttar að nýr byggingarreitur í tillögunni er að hluta á svæði þar sem hrauninu hefur þegar verið raskað og að hluta á svæði sem hraunið hefur misst verndargildi sitt. Á eða við byggingarreitinn eru ekki hraunmyndanir, gervigígar, hraunlænur eða hrauntraðir né aðrar hraunmyndanir eða annað sem telst hafa verndargildi.
7. 2301027 - Umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1
Eigandi sækir um að byggja við húsið Lindarbæ, landnr. 171765 og breyta notkun þess úr því að vera hesthús og verkstæði í það að verða opin vinnustofa og gistiskáli fyrir allt að 10 gesti. Viðbyggingin stækkar húsið sem er 391 fermetrar fyrir breytingu um 127,5 fermetra eða um 32,6%. Lóðin er á svæði sem er landbúnaðarland skv. aðalskipulagi. og er breytingin í samræmi við heimildir sem þar gilda um landbúnaðarland nema hvað að nýtingarhlutfall er umfram heimildir aðalskipulags. Það verður 0,20 við breytinguna en aðalskipulag heimilar allt að 0,15 nýtingu á landbúnaðarlandi.
Afgreiðsla: Synjað. Ekki er hægt að heimila breytingu á þessum nótum nema að undangenginni breytingu á aðalskipulagi þar sem lóðin yrði skilgreind sem verslunar og þjónustulóð.
8. 2301004 - Fyrirspurn um gistiaðstöðu fyrir starfsmenn á millilofti að Vesturbakka 1
Forsvarsmenn Ölfusborga ehf spyrja hvort heimilt sé að útbúa gistiaðstöðu fyrir starfsmenn á millilofti að Vesturbakka 1 í Þorlákshöfn. Svæðið er athafnasvæði skv. aðalskipulagi og er deiliskipulag fyrir það í gildi.
Gólfplata milliloftsins er steypt
Grein 6.10.3 í byggingarreglugerð segir "Eitt af hverjum tíu gistiherbergjum hótela, gistiheimila og gistiskála skal innréttað fyrir hreyfihamlaða þó aldrei færri en eitt."

Á síðasta fundi var málinu frestað.

Afgreiðsla: Skipulag heimilar ekki að útbúnar verði íbúðir í húsinu en nefndin setur sig ekki á móti því þar verði samþykkt gistiheimili, enda verði allar kröfur byggingarreglugerðar þar um uppfylltar, þar með taldar þær sem snúa aðgengi fatlaðra í grein 6.10.3 í byggingarreglugerð.
9. 2301001 - Úrskurður Örnefnanefndar um nafn lands
Örnefnanefnd hefur hafnað nafni sem nýlega var samþykkt í nefndinni sem staðfang. Sveitarfélagið hefur 8 vikur til að andmæla en bréf Örefnanefndar er dagsett 13. desember.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til eigenda fasteignarinnar að finna annað nafn á húsið vegna úrskurðar Örnefnanefndar.
10. 2210037 - Smáhýsi á lóðum
Máli um sérreglur fyrir smáhýsi á lóðum var frestað á 40. fundi nefndarinnar í nóvember. Borist hefur svar og greinargerð um efnið frá lögmanni um heimildir sveitarfélagsins. Niðurstaða hans er að sveitarfélaginu sé heimilt að setja strangari reglur um þessar byggingar.

Það má geta þess að heimildir til byggingar smáhýsa í samræmi við byggingarreglugerð hafa verið á reiki en núverandi heimildir í grein 2.3.5.i sem leyfðu að byggja eitt lítið hús að hámarki 40 fermetra stórt án byggingarleyfis voru felldar út við síðustu endurskoðun hennar.
Eftir standa heimildir til að byggja allt að 15 fermetrar smáhýsi. Fjallað er um smáhýsi á tveim stöðum í byggingarreglugerð, í grein 9.7.6 sem eftirfarandi stendur: "Eingöngu er heimilt að setja smáhýsi á lóðir ef slíkt veldur ekki hættu fyrir nærliggjandi byggingar.
[Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]1) skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar" og í grein 2.3.5.f: "Smáhýsi sem er að hámarki 15 m² og mesta hæð þaks er 2,5 m mælt frá yfirborði jarðvegs. Sé smáhýsið minna en 3,0 m frá aðliggjandi lóð þarf samþykki eigenda aðliggjandi lóðar. Slík smáhýsi eru ekki ætluð til gistingar eða búsetu."

Í upphaflega erindinu var eftirfarandi lagt til: .....að settar séu sér reglur um byggingu smáhýsa þar sem m.a sé það stærð lóðar sem hafi áhrif á stærð smáhýsis, krafa um að útlit sé í samræmi við hús og á par og raðhúsalóðum verði skilyrði um sama útlit allra smáhýsa innan heildarlóðar.

Afgreiðsla: Nefndin mun ekki samþykkja smáhýsi nær lóðamörkum stofnbrauta en 3m. Mælist til þess að við deiliskipulagsgerð í sveitarfélaginu, verði framvegis sett ákvæði um samræmt útlit smáhýsa innan par-, rað- og fjölbýlishúsa að því gefnu að samþykki allra eiganda liggi fyrir. Ekki verði heimilt að byggja fleiri en eitt smáhýsi á hverjum lóðarhluta.
11. 2301030 - Stofnun Vegsvæðis - Spóavegur 16
Vegagerðin óskar eftir að stofna vegsvæði úr Landinu Spóavegur 16. Úrskurður um eignarnám liggur fyrir.
Afgreiðsla: Samþykkt
12. 2301031 - Stofnun Vegsvæðis - Spóavegur 18
Vegagerðin óskar eftir að stofna vegsvæði úr Landinu Spóavegur 18. Úrskurður um eignarnám liggur fyrir.
Afgreiðsla: Samþykkt
Fundargerð
13. 2301009F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 45
Lagt fram
13.1. 2301028 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2 Unubakki 18-20
Axel Kaaber sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa fyrir breytingum innra skipulagi og notkun hússins Unubakka 18b í gistiaðstöðu með 7 herbergjum Sótt er um gistiskála í flokki II, tegund d, eins og slík gistiaðstaða er skilgreind skv. reglugerð 1277/2016.
Afgreiðsla: Erindinu frestað, óskað eftir frekari gögnum.
13.2. 2301029 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2, Vetrarbraut 1-3
Kjartan Sigurbjartsson f/h lóðarhafa Harald Óskar Haraldsson sækir um byggingarleyfi fyrir parhúsi samkv. teikningum frá Pro-Ark teiknistofa dags. 20.12.22
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?