Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 338

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
28.11.2024 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 1. varaforseti,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Erla Sif Markúsdóttir bæjarfulltrúi,
Hrönn Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi,
Gunnsteinn R. Ómarsson 1. varamaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Forseti leitaði eftir athugasemdum við fundarboð en engar bárust.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2409001 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2025-2028.
Fyrir bæjarstjórn lá fjárhags- og framkvæmdaáætlun áranna 2025 til 2028.

Ráðgert er að rekstrartekjur A hluta árið 2025 verði 4.948.530 þús. kr. og rekstrargjöld: 3.975.429 þús. kr. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld verði: 39.657 þús kr. og afskriftir 178.788 þús. kr. Rekstrarniðurstaða verði því jákvæð sem nemur 754.656 þús. kr.

Sé litið til samstæðunnar má sjá að ráðgert er að rekstrartekjur verði 5.797.730 þús. kr. og rekstrargjöld 4.316.310 þús. kr. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld verði 123.341 þús. kr. og afskriftir 363.347 þús. kr. Þannig verði rekstarniðurstaða jákvæð sem nemur 994.732 þús. kr.

Samkvæmt fyrirliggjandi áætlun er ráðgert að veltufé samstæðu frá rekstri árið 2025 verði 1.430.276 þús. kr. og að fjárfesting nemi 1.824.075 þús. kr. Þá er fyrirhugað að greiða langtímalán niður fyrir 266.353 þús. kr. Engin lántaka er áætluð á árinu 2025.

Á komandi ári eru all verulegar fjárfestingar fyrirhugaðar. Þannig eru áætlaðar fjárfestingar Eignasjóðs 838 milljónir, fjárfestingar hafnarinnar 774 milljónir, íbúða aldraðra 5 milljónir, vatnsveitu 95 milljónir og fráveitu 122 milljónir. Samtals er þar um ræða fjárfestingar upp á rúman 1,8 milljarð.

Fyrirhugað er að rekstrarniðurstaða samstæðu verði 678 milljónir árið 2026, 925 milljónir árið 2027 og 1.193 milljónir árið 2028. Þá gerir áætlunin ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A-hluta verði 439 milljónir árið 2026, 627 milljónir árið 2027 og 848 milljónir árið 2028.

Tölur eru í þúsundum króna:

Fjárhagsáætlun A hluta Ölfuss 2025:
Rekstrartekjur: 4.948.530
Rekstrargjöld: 3.975.429
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld): (39.657)
Rekstrarniðurstaða, jákvæð: 754.656
Veltufé frá rekstri: 959.635
Fjárfesting : 838.220
Afborganir langtímalána: 185.791
Handbært fé í árslok: 908.772

Fjárhagsáætlun B-hluta sjóða Ölfuss 2025:
Rekstarniðurstaða Hafnarsjóðs: 141.730
Rekstrarniðurstaða Fráveitu: 70.239
Rekstarniðurstaða Félagslegra íbúða, (tap): (10.851)
Rekstrarniðurstaða Íbúða aldraðra, (tap): (2.393)
Rekstarniðurstaða Vatnsveitu: 41.350

Fjárhagsáætlun samstæðu A og B hluta Ölfuss 2025:
Rekstrartekjur: 5.797.730
Rekstrargjöld: 4.316.310
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld): (123.341)
Rekstarniðurstaða, jákvæð: 994.732
Veltufé frá rekstri: 1.430.276
Fjárfesting : 1.824.075
Afborganir langtímalána: 266.353
Handbært fé í árslok : 1.041.705

Elliði Vignisson bæjarstjóri fylgdi fjárhags- og framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins fyrir árin 2025-2028 úr hlaði.

Grétar Ingi Erlendsson, Hrönn Guðmundsdóttir, Gunnsteinn Ómarsson og Ása Berglind Hjálmarsdóttir tóku til máls.

Lagt er til að vísa fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2025-2028 til síðari umræðu.

Samþykkt samhljóða.
2. 2409033 - Gjaldskrár Sveitarfélagsins Ölfuss 2025
Fyrir bæjarstjórn lágu gjaldskrár Þorlákshafnar fyrir árið 2025, gjaldskrá Sveitarfélagins Ölfuss fyrir árið 2025 og gjaldskrá Velferðarþjónustu Ölfuss fyrir árið 2025 til fyrri umræðu. Allar gjaldskrár nema gjaldskrár tengdar sorpmálum hækka um 3,5 % á milli ára sem er samkvæmt samkomulagi sem gert var á milli ríkis og sveitarfélaga í mars 2024 í tengslum við gerð kjarasamninga.

Lagt er til að gjaldskrám vegna ársins 2025 verði vísað til síðari umræðu.

Samþykkt samhljóða.
3. 2410077 - Gjaldskrá sorpmála 2025
Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs og gámasvæði í Ölfusi og gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs og sorphirðu í Ölfusi - fyrri umræða.
Lagt er til að gjaldskrám vegna ársins 2025 verði vísað til síðari umræðu.

Samþykkt samhljóða.
4. 2411013 - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Sveitarfélaginu Ölfusi
Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Sveitarfélaginu Ölfusi, fyrri umræða.
Lagt er til að vísa samþykkt um meðhöndlun úrgangs til síðari umræðu.

Samþykkt samhljóða.
5. 2105036 - Fundartími bæjarstjórnar
Lagt er til að desemberfundur bæjarstjórnar verði fimmtudaginn 12.desember 2024.
Hrönn Guðmundsdóttir tók til máls og lagði til að fundurinn yrði haldinn föstudaginn 13.desember. Breytingatillaga var lögð fram um að fundurinn yrði fimmtudaginn 12.desember kl.12:15 og var það samþykkt samhljóða.
6. 2410073 - Engidalskvísl - Stækkun byggingarreits DSKbr
Lögð er fram óveruleg breyting á deiliskipulaginu Engidalskvísl þar sem finna má vatnstökuholur Orkuveitunnar. OR þurfa að koma fyrir búnaði (hraðabreyti) við hverja holu og því er nauðsynlegt að byggja yfir borholurnar. Með skipulaginu er byggingarreitur stækkaður svo borholur falli innan byggingarreits og þannig verði heimilt að reisa mannvirki á þeim.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulags- og byggingarfulltrúum verði heimilað að samþykkja breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2410042 - Vetrarbraut 29-39 óv. DSKbr.
Lögð er fram óveruleg breyting á skipulagi Vetrarbrautar. Breytingin felur í sér stækkun lóða að götu. Lóðirnar sem um ræðir eru annars vegar Vetrarbraut 29-33 og hins vegar Vetrarbraut 35-39. Deiliskipulagsbreytingin er í samræmi við fyrirspurn sem var tekin fyrir á 74. fundi nefndarinnar og samþykkt.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2411024 - Laxabraut 12 DSK
Lagt er fram deiliskipulag fyrir Laxabraut 12. Fyrirhuguð er uppbygging á starfsmannaaðstöðu sem nýtt verður aðallega í tengslum við uppbyggingu og starfsemi landeldis First Water ehf. á Laxabraut 15-23 en eftir atvikum annarra fyrirtækja í samráði við sveitarfélagið. Heimild er fyrir búsetu allt að 200 starfsmanna, ásamt eldhúsi og mötuneyti fyrir sambærilegan fjölda. Einnig er gert ráð fyrir skrifstofubyggingum ásamt móttöku- og þjónusturými gesta og starfsfólks s.s. fyrir viðburði og starfsmannafundi. Stærð skipulagssvæðis er um 1,5 ha.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagið er samþykkt með eftirfarandi fyrirvörum:

Nefndin vill benda á villu í texta þar sem tilgreint er að stærð skipulagsins sé 14,7 ha. en hefði átt að vera 1,47 ha.

Samkvæmt samkomulagi milli fyrirtækisins og sveitarfélagsins er fyrirtækinu aðeins heimilt að hýsa starfsmenn sem vinna að verkefnum First Water.

Árétta þarf skýrar í skipulagi að aðstaða verði fjarlægð að framkvæmdatíma loknum sbr. undirritað samkomulag aðila.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest
9. 2311031 - ASK Mýrarsel íbúðarsvæði stækkað um fimm frístundalóðir
Lögð er fram aðalskipulagsbreyting vegna Mýrarsels á svæði við rætur Ingólfsfjalls. Samtals eru nú samþykktar 7 íbúðarhúsalóðir og 5 frístundalóðir. Allir landeigendur frístundalóðanna fimm hafa óskað eftir því að breyta frístundalóðunum Mýrarsel 8,
10, 12, 14 og 16 í íbúðarhúsalóðir og hafa áform um að byggja þar íbúðarhús. Aðalskipulagsbreytingin felur í sér að íbúðafjöldi eykst úr 7 í 12.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nefndin vill vekja athygli á að staðsetja þarf samþjónustulóð miðsvæðis á skipulagssvæðinu t.d. fyrir biðstöð skólabíls, grenndargáma eða annað innan skipulagssvæðisins á deiliskipulagi í samræmi við tækilýsingu sveitarfélagsins.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
10. 2306049 - DSK Breyting á skipulagi hafnarsvæðis - landfylling
Endurkoma eftir athugasemdaferli
Umsagnarferli deiliskipulagsins er lokið. Athugasemdir sem bárust kalla ekki á að gerðar séu breytingar á deiliskipulaginu og því er það lagt fram óbreytt.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

Málið var tekið til atkvæðagreiðslu. Fulltrúar D- lista greiddu atkvæði með. Hrönn Guðmundsdóttir B-lista greiddi atkvæði á móti. Vilhjálmr Baldur Guðmundsson B-lista sat hjá.

Nefndin felur skipulagsfulltrúa að senda svarbréf til umsagnaraðila.

Guðmundur Oddgeirsson, áheyrnarfulltrúi lagði fram eftirfarandi bókun:
Bókun - Mál nr. 2306049 - DSK
Það að telja að athugasemdir sem bárust kalli ekki á að gerðar séu breytingar á deiliskipulaginu eru að mínu mati vanhugsaðar.
Umhverfisstofnun er með ýmis tilmæli í sinni umsögn, 31/10/2024, eins og varðandi náttúruminjar og útivist „Því telur stofnunin mikilvægt að metin sé sammögnun áhrifa þeirrar uppbyggingar, sem hefur átt sé stað og er fyrirhuguð, m.t.t. útivistar og hvort tillagan hafi neikvæð áhrif á verndargildi náttúruminja.“
Um stjórn vatnamála segir UST „Strandsjávarvatnshlotið Stokkseyri að Þorlákshöfn hefur ekki verið ástandsflokkað, þ.e. vistfræðilegt og efnafræðilegt ástand vatnshlotsins er ekki þekkt. Því er mikilvægt að áhrif landfyllingarinnar á vatnshlot liggi fyrir áður en framkvæmdaleyfi er veitt svo leyfisveitandi geti tekið afstöðu til þess hvort framkvæmdin sé í samræmi við vatnaáætlun og lög um stjórn vatnamála.“
Í umsögn Vegagerðarinnar 5/11/2024 segir „Vegagerðin telur að enn hafi ekki verið gerð grein fyrir áhrifum landfyllingarinnar á öldu, sjólag og áhrif aðstæður til brimbrettaiðkunar á fullnægjandi hátt. Þar sem um óafturkræf áhrif er að ræða er mikilvægt að óvissu sé eytt um áhrif framkvæmdanna á öldu og sjólag.
Brimbrettafélag Íslands BBÍ færir rök fyrir því að öldufarsútreikningum sé verulega ábótavant „Grundvallar misræmi eru í Minnisblaði Portum sem sýnir að ábyrgðalaus túlkun þess er röng. Þá helst að nefna tilvitnun um að aldan sem um ræðir, brotni “um 500 metrum frá landfyllingu? við staðarheitið “Kúlu?. Þetta er einfaldlega rangt og í besta falli tilbúningur. Aldan (Aðalbrotið) brotnar mun nær landi en talið er (sjá mynd 1. hér að neðan). Túlkun Minnisblaðsins virðist byggja alfarið á loftmyndum og huglægum vangaveltum, en ekki raunverulegum aðstæðum eða útreikningum.“ BBÍ leitaði til fyrirtækisins DHI group og „sem hafa um að ráða færustu sjó- og öldufarssérfræðinga heims til að reikna út raun áhrif landfyllingarinnar á aðalbrotið. DHI group benti á að í öldufarslíkani Portum hefur landfyllingin verið “teiknuð? inn á myndina eftir á. Öldufarslíkanið tekur þ.a.l. ekki tillit til hennar eða frákasts frá henni (“reflective waves?). Brimbrettafélagið bendir á að þessi vinnubrögð séu með öllu óásættanleg í ljósi þess að um er að ræða óafturkræf áhrif á Aðalbrotið.“
Það sem hér hefur verið ritað er brot af því sem kemur fram í þeim athugasemdum sem liggja fyrir. Látum náttúruna og samfélagið njóta vafans, hættum við þessa landfyllingu.
Guðmundur Oddgeirsson áheyrnarfulltrúi H-lista.

Óskað var eftir fundarhléi kl.17:10, fundi fram haldið kl. 17:20.

Gunnsteinn Ómarsson B-lista tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Við tökum heilshugar undir bókun Guðmundar Oddgeirssonar. Við í minnihluta erum virkilega hrædd um að verðmætt svæði verði fyrir miklu tjóni auk þess sem ímynd sveitarfélagsins muni skaðast.
Bæjarfulltrúar B- og H-lista

Erla Sif Markúsdóttir D-lista tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Því sem vísað er til í bókun minnihlutans hefur öllu verið svarað og í stað þess að málalengja enn frekar um málið vísast til fyrri bókanna.
Bæjarfulltrúar D-lista.

Niðurstaða nefndarinnar lögð fyrir fundinn og hún samþykkt með 4 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista, bæjarfulltrúar B- og H-lista greiddu atkvæði á móti.
11. 2411002 - ASKbr Hótel í Hafnarvík - fjölgun gesta og gistirýma
Lögð er fram óveruleg breyting á aðalskipulagi Ölfuss er lýtur að hóteli í Hafnarvík. Í breytingunni felst að heildarfjöldi gistirýma er aukinn og einnig fjöldi gesta. Breytingin er gerð til að bregðast við athugasemdum Skipulagsstofnunar um deiliskipulag hótelsins sem er í skipulagsferli.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. málsgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
12. 2410072 - Árbær 4 Dýraspítali - ASKbr
Lögð er fram lýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi vegna um 8 ha lands innan jarðarinnar Árbær IV í Ölfusi. Til stendur að staðsetja á landinu Dýraspítala Suðurlands sem hingað til hefur verið staðsettur á Stuðlum við Árbæjarveg. Komin er þörf fyrir stækkun og úrbætur á núverandi dýraspítala og mun þessi nýi dýraspítali bæta þar miklu við.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa skipulagslýsinguna og ganga frá málinu í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
13. 2411007 - Úttekt á umhverfisáhrifum mölunarverksmiðju í kjölfar varhugs fyrirtækisins First Water
Á 336. bæjarstjórnarfundi sem haldinn var þann 25. október sl. var ákveðið að haldin skyldi íbúakosning um staðsetningu mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn. Íbúakosningin hefst 25. nóvember nk. á skrifstofu sveitarfélagsins og stendur yfir í tvær vikur eða til 9. desember 2024. Mögulegt verður að greiða atkvæði í íbúakosningunni samhliða atkvæðagreiðslu til alþingiskosninga þann 30. nóvember 2024.

Verkfræðistofan Cowi tók að sér að rannsaka og leggja fram gögn er varðar þann varhug sem FirstWater galt varðandi ryk, hávaða og titring frá mölunarverksmiðju í Keflavík. Þeirri vinnu er nú lokið og hafa gögnin verið lögð fram. Þá var einnig aflað hættumats vegna hafnar í Keflavík frá fyrirtækinu Det Norske Veritas. Í samræmi við fyrri samþykktir fól Sveitarfélagið Ölfus verkfræðistofunni Eflu að yfirfara gögnin og leggja mat á fagleg gæði þeirra og aðferðafræði. Enn fremur að Efla leggi sérstakt mat á hvort að niðurstöður þessara rannsókna kalli á að Sveitarfélagið Ölfus óski eftir því að Skipulagsstofnun opni umhverfismat að nýju.

Helstu niðurstöður voru eftirfarandi:

Hljóðvist er talin óveruleg:

Hljóðmengun frá starfsemi er innan viðmiðunarmarka samkvæmt reglugerðum. Hljóðvist hefur verið metin óveruleg með tilliti til umferðar vörubíla. Hljóðstig frá framleiðslunni er áætlað um 40-45 dB(A) við lóðarmörk miðað við 70 dB(A) við húsvegg. Það er vel innan þeirra marka sem kveðið er á um í reglugerð fyrir iðnaðarsvæði. Til viðmiðunar er hámarks hljóðstig í þéttbýli 50 dB(A) að degi og 40 dB(A) að nóttu. Þá mælist núverandi hljóðstig á svæðinu 40-55 dB(A), þ.e. vegna vinds og öldu fyrst og fremst.

Loftmengun er talin óveruleg:

Loftmengun er talin óveruleg, og áætlunin felur í sér að allar efnisvinnslur fari fram innandyra með lofthreinsibúnaði til að koma í veg fyrir rykmengun. Loftsíur verða á öllum búnaði sem miða að því að rykmagn í lofti verði minna en 10 mg/Nm3. Í Þorlákshöfn eru algeng gildi á hverjum degi 5-25 µg/m3. Vöktun á rykmengun á rekstrartíma er nauðsynleg.

Titringur er talinn óverulegur:

Titringur á rekstrartíma er talinn óverulegur, en sprengingar á framkvæmdartíma gætu valdið tímabundnum áhrifum. Reglugerðir um varnir gegn álagi eru taldar duga til að lágmarka áhrif. Titringur frá framleiðslunni við lóðarmörk er áætlaður 0,07-0,15 mm/s sem er sambærilegt við þann titring sem mælist á svæðinu í dag (0,07-1,3 mm/s).

Áhættumat hafna:

Áhættan á olíuleka er metin sem fjarlæg en afleiðingar gætu verið alvarlegar. Líkurnar á olíuleka voru reiknaðar með því að margfalda slysatíðni með líkum á olíuleka eftir skipagerð. Heildarárstíðni olíuleka er metin sem 8,47 × 10?5, sem þýðir að olíulekavá gæti orðið á um 11.806 ára fresti. Í heildina er tíðni skipaslysa í svæðinu talin mjög lág; áætlað er að slys geti orðið einu sinni á um 580 ára fresti. Áhersla er lögð á að tryggja að hafnirnar séu tilbúnar með viðbragðsáætlanir til að draga úr skaða ef olíuleki skyldi verða enda ljóst að skaði lífríkis af mögulegu olíuslysi yrði verulegur.

Efla hefur nú lokið sinni yfirferð og leggur fram skýrslu um úttektina sem er meðfylgjandi. Var það mat Eflu að niðurstöður framkvæmdaaðila, varðandi mat framkvæmdar á umrædda áhrifaþætti, séu áreiðanlegar. Efla taldi ekki þörf á því að umhverfismat framkvæmdar yrði endurskoðað.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin hefur yfirfarið framlögð gögn. Fallist er á niðurstöðu Eflu verkfræðistofu um að umræddir umhverfisþættir hafi verið metnir eins vel og hægt er að gera fyrirfram. Vísast þar m.a. til lokaorða minnisblaðs Eflu þar sem segir:

„Að því gefnu að framkvæmdaraðili tryggi að framkvæmdin fari ekki yfir tilskilin viðmiðunargildi í lögum og reglugerðum og að í starfsleyfi séu skýrar kröfur varðandi lofthreinsibúnað, vindþéttni mannvirkja og vöktun, telur EFLA ólíklegt að framkvæmdin komi til með að hafa veruleg áhrif á hljóðvist, loftmengun og titring. EFLA telur að frekari líkanagerð, útreikningar og túlkun fyrir umrædda umhverfisþætti myndu bæta litlu eða engu við núverandi þekkingu. Því telur EFLA ekki þörf á því að umhverfismat framkvæmdar sé endurskoðað og líklegt yrði að niðurstöður frekari skoðunar yrðu þær sömu og hafa verið kynntar í núverandi umhverfismatsskýrslu. EFLA telur þó mikilvægt að samhliða framkvæmdum og rekstri sé lögð rík áhersla á vöktun og að gripið sé til mótvægisaðgerða ef þörf er á“

Með hliðsjón af þessu telur umhverfis- og skipulagsnefnd mikilvægt að starfsleyfi verksmiðjunnar, ef af byggingu hennar verður, verði háð því að rauntímamælingar verði á hljóðmengun, rykmengun og titringsmengun frá verksmiðjunni og tryggt að fari starfsemin út fyrir þau mörk sem miðað er við falli starfsleyfi úr gildi. Þá telur nefndin það einnig brýnt að starfsleyfi verksmiðjunnar verði háð því að heimild fáist til að sækja efnið í sjávarnámur enda vandséð að núverandi vegakerfi ráði við álagið sem fylgdi því að flytja efnið þá leiðina.

Með þessu er áréttað að viðhafa þarf eftirlit með þessum þáttum og ráðast í mótvægisaðgerðir eða eftir atvikum stöðvun starfsemi ef raunveruleg áhrif verða meiri en áætlað hefur verið og fara umfram viðmið.

Nefndin kallar eftir því að sveitarfélagið leggi fram öll skipulagsgögn, þ.e. vegna aðalskipulagsbreytingar, deiliskipulags og umhverfismats sem nú eru aðgengileg í skipulagsgátt. Gögnin verði lögð fram á einum stað svo þau séu sem aðgengilegust fyrir alla íbúa. Einnig mætti auglýsa í héraðsblöðum, heimasíðu og á íbúasíðu sveitarfélagsins hvar nálgast má gögnin. Nefndin vill hvetja íbúa sveitarfélagins til að kynna sér gögn málsins svo fólk geti tekið upplýsta ákvörðun í komandi íbúakosningu.

Guðmundur Oddgeirsson áheyrnarfulltrúi H-lista tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:

"Það er ekki góð stjórnsýsla að setja á dagskrá viðamikið mál kl 15:52 daginn fyrir fyrir fund sem hefst 8:15. Þetta ber merki þess óðagots sem er varðandi mölunarverksmiðjuna og boðaða íbúakosningu dagana 25 - 30/11/2024. Eins og Sigurður Steinar Ásgeirsson segir í tölvupósti kl 15:52 5/11/2024 „Almennt hefði verið heppilegra að fjalla um málið í skipulagsnefnd áður en það færi í almenna kynningu en vegna reglna um íbúakosningar sveitarfélaga þá urðum við að setja þetta strax í almenna kynningu“.
Einnig bendi ég á auglýsingu um skipulag frá 15/10/2024 , liður „Mölunarverksmiðja og höfn við Keflavík - breyting á aðalskipulagi“ að þar kemur fram að athugasemdarfrestur er til lok vinnudags 28/11/2024 sem er eftir að íbúakosningin hefst um umrætt skipulag. Búast má við að athugasemdir, ný gögn, berist sem þarf síðan að fjalla um og taka afstöðu til.
Í áliti EFLU dagsettu 5/11/2024 eru ýmsir varnaglar settir fram eins og varðandi loftmengun en þar segir m.a. að „telur EFLA að aðferðafræði viðbótarannsókna sé ekki fullnægjandi“. Í samantekt EFLU segir einnig „Aðferðafræði við mat á loftmengun er háð óvissu í ljósi þess að rannsóknartímabil var stutt“.
EFLA fjallar ekki um hver áhrif af settjörnunum kunni að verða.
Að mínu mati er langt í land að öll gögn séu komin fram fyrir íbúakosninguna."

Gunnsteinn Ómarsson B-lista tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Það er ekkert nýtt sem kemur fram í þessari rannsókn sem snýr að áhrifum á fiskeldi, fisk í kerjum á svæðinu eða aðrar áhyggjur sem fyrirtækið First Water lýsti í vor. Varhugur First Water, sem var ástæða þess að íbúakosningum var frestað í vor, hann stendur enn óbreyttur.

Fulltrúar minnihlutans eru á móti því að þetta verkefni verði að veruleika.
Bæjarfulltrúar B-og H-lista.

Elliði Vignisson, Grétar Ingi Erlendsson, Gunnsteinn Ómarsson, Hrönn Guðmundsdóttir og Ása Berglind Hjálmarsdóttir tóku til máls.

Niðurstaða nefndarinnar lögð fyrir fundinn og hún samþykkt með 4 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista, bæjarfulltrúar B- og H-lista greiddu atkvæði á móti.



14. 2411037 - Ályktanir ársþings SASS 2024
Ályktanir ársþings SASS 2024 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðir til staðfestingar
15. 2410005F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 58
Fundargerð 58.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar frá 17.10.20224 til staðfestingar.

1. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja. Til kynningar.
2. 2307020 - Suðurvararbryggja endurbygging stálþils. Til kynningar.
3. 2401019 - Framkvæmdaráætlun 2023-24. Til kynningar.
4. 2410024 - Færsla Herjólfsbryggju. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
16. 2410014F - Bæjarráð Ölfuss - 431
Fundargerð 431.fundar bæjarráðs frá 07.11.2024 til staðfestingar.

1. 2410037 - Rekstur á líkamsræktarstöðinni í Þorlákshöfn. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2411003 - Beiðni um styrk vegna framkvæmda. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2411004 - Tillaga um samstarf við byggingu reiðhallar á Vorsabæjarvöllum. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2409029 - Beiðni um forgang að leikskóladvöl. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2407001 - Úthlutunargjald. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2212013 - Skólaeldhús - Suðurvör 3. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2411008 - Fyrirkomulag þjónustu við heimilisþrif. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
17. 2411001F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 82
Fundargerð 82.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 06.11.2024 til staðfestingar.

1. 2410041 - M2 Óseyrarbraut - breyting á aðalskipulagi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2410070 - Uppskipting landeignar - Hnjúkamói 5. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2410073 - Engidalshvísl - Stækkun byggingarreits DSKbr. Tekið fyrir sérstaklega.
4. 2402017 - Grímslækjarheiði - Hraunkvíar DSK. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2410042 - Vetrarbraut 29-39 óv. DSKbr. Tekið fyrir sérstaklega.
6. 2410075 - Breytt stærð landeignar Vetrarbraut 29-31-33 og Vetrarbraut 35-37-39. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2410076 - Undanþága til að geyma númerslausa rútu á Hafnarskeiði. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2410019 - Nafnasamkeppni Vesturbyggð. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2411007 - Úttekt á umhverfisáhrifum mölunarverksmiðju í kjölfar varhugs fyrirtækisins First Water. Tekið fyrir sérstaklega.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
18. 2411006F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 59
Fundargerð 59.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar frá 20.11.2024 til staðfestingar.

1. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja. Til kynningar.
2. 2307020 - Suðurvararbryggja endurbygging stálþils. Til kynningar.
3. 2411006 - Gjaldskrá Þorlákshafnar 2025. Tekið fyrir sérstaklega.
4. 2411020 - Tilnefningu í samstarfshóp hafnsögumanna og skipstjóra lóðs- og dráttarbáta. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2411022 - Umsókn um lóð - Norðurbakki 3 og 5. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2410045 - Gatnagerð Vesturbyggð áfangi 3. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2411016 - Gatnagerð - Norðurbakki áfangi 2. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2409001 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2025-2028. Tekið fyrir sérstaklega.
9. 2401019 - Framkvæmdaráætlun 2023-24. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
19. 2411005F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 83
Fundargerð 863.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 20.11.2024 til staðfestingar.

1. 2410072 - Árbær 4 Dýraspítali - ASKbr. Tekið fyrir sérstaklega.
2. 2411019 - Kynning á fundi - Aukin starfsemi Carbfix í Ölfusi. Til kynningar.
3. 2311031 - ASK Mýrarsel íbúðarsvæði stækkað um fimm frístundalóðir. Tekið fyrir sérstaklega.
4. 2306049 - DSK Breyting á skipulagi hafnarsvæðis - landfylling.Tekið fyrir sérstaklega.
5. 2402017 - Grímslækjarheiði - Hraunkvíar DSK. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2411024 - Laxabraut 12 DSK. Tekið fyrir sérstaklega.
7. 2411025 - Sögusteinn DSK. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2411002 - ASKbr Hótel í Hafnarvík - fjölgun gesta og gistirýma. Tekið fyrir sérstaklega.
9. 2411029 - Bárugata 1 ób. DSKbr. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
10. 2410019 - Nafnasamkeppni Vesturbyggð. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
20. 2411004F - Bæjarráð Ölfuss - 432
Fundargerð 432.fundar bæjarráðs frá 21.11.2024 til staðfestingar.


1. 2409001 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2025-2028. Tekið fyrir sérstaklega.
2. 2403018 - Framtíðarfyrirkomulag sorpmála í Ölfus. Til kynningar.
3. 2410037 - Rekstur á líkamsræktarstöðinni í Þorlákshöfn. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2409029 - Beiðni um forgang að leikskóladvöl. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2411018 - Ályktanir frá Kennarafél.Suðurlands og Vestmannaeyja, Skólastj.fél.Suðurlands og 8.svæðadeild Fél.leikskólakennara. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2411028 - Menning umsókn í lista og menningarsjóð. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2409021 - Erindi frá Brynju leigufélagi ses um íbúðir í Ölfusi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
21. 1604036 - Fjallskil Fundargerðir fjallskilanefndar.
Fundargerð fjallskilanefndar frá 13.11.2024 til staðfestingar.

Fundargerðin lögð fyrir í heild sinni og hún staðfest.
22. 2411002F - Öldungaráð - 7
Fundargerð 7.fundar Öldungaráðs til kynningar.

1. 2402062 - Fræðslufundur um öldungaráð.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
23. 2411003F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 70
Fundargerð 70.fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 21.11.2024 til kynningar.

1. 2411010 - Umsókn um lóð - Víkursandur 8
2. 2411023 - Umsókn um lóð - Víkursandur 8
3. 2411009 - Umsókn um lóð - Víkursandur 9
4. 2411022 - Umsókn um lóð - Norðurbakki 3 og 5
5. 2407040 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Kirkjuferja - Flokkur 2
6. 2411011 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Laxabraut 19 - Flokkur 2
7. 2411027 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Staður - Flokkur 2
8. 2410056 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Staður - Flokkur 2
9. 2411032 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Óseyrarbraut 20 - Flokkur 2

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
24. 2410013F - Ungmennaráð - 5
Fundargerð 5.fundar ungmennaráðs frá 23.10.2024 til kynningar.

1. 2410051 - Erindisbréf fyrir Ungmennaráð Ölfuss

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðir til kynningar
25. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð 953.fundar stjórnar Samband íslenskra sveitarfélaga frá 25.10.2024 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
26. 1603010 - Málefni fatlaðs fólks Fundargerðir stjórnar Bergrisans.
Fundargerð 78.fundar stjórnar Bergrisans frá 07.10.2024 og fundargerð aðalfundar frá 14.10.2024 til kynningar.
Einnig eru til kynningar útkomuspá 2024 og fjárhagsáætlun 2025 ásamt skýrslu stjórnar.

Samþykkja þarf sérstaklega í tveimur umræðum endurskoðaðar samþykktir Bergrisans.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa samþykktum Bergrisans til síðari umræðu.
27. 2009027 - Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.
Fundargerð aðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga frá 09.10.2024, fundargerð 77.fundar stjórnar frá 30.10.2024 og fundargerð 78.fundar frá 07.11.2024 til kynningar.

Einnig er til kynningar stefnumörkun og starfsáætlun samtakanna 2024-2026.

Lagt fram til kynningar.
28. 1605028 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir Héraðsnefndar Árnesinga.
Fundargerð 33.fundar Héraðsnefndar Árnesinga frá 15.10.2024 til kynningar.

Taka þarf sérstaklega til samþykktar í tveimur umræðum í bæjarstjórn samþykkt Brunavarna Árnessýslu og Tónlistarskóla Árnesinga.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa samþykktum Brunavarna Árnessýslu og Tónlistarskóla Árnesinga til síðari umræðu.
29. 2411005 - Fundargerðir stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga
Fundargerðir 82.fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 22.10.2024, 83.fundar frá 29.10.2024 og aðalfundar samtakanna frá 09.10.2024 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
30. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð 954.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 04.11.2024 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
31. 2009052 - Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurlands
Fundargerð aðalfundar HSL frá 01.11.2024 til kynningar. Einnig eru til kynningar Tillögur Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi (SHÍ)varðandi breytingar á fyrirkomulagi heilbrigðiseftirlits.
Lagt fram til kynningar.
32. 2302026 - Arnardrangur hses.fundargerðir stjórnar
Fundargerð 19.fundar stjórnar Arnardrangs frá 11.11.2024 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
33. 1601020 - Hreinlætismál Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð aðalfundar Sorpstöðvar Suðurlands frá 01.11.2024 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
34. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar SASS.
Fundargerð aðalfundar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga frá 31.október 2024 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
35. 1805041 - Menningarmál Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga
Fundargerð 12.fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga frá 26.08.2024, 13.fundar frá 19.09.2024 og 14.fundar frá 26.09.2024 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?