Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 320

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
31.08.2023 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 1. varaforseti,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Erla Sif Markúsdóttir bæjarfulltrúi,
Geir Höskuldsson 2. varamaður,
Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir 2. varamaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson bæjarfulltrúi,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Í upphafi fundar leitaði varaforseti eftir athugasemdum við fundarboð en engar bárust.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2308021 - DSK Hafnarberg 32 -Breyting á deiliskipulagi - stækkaður byggingarreitur og lóð L171940
Sótt er um að breyta deiliskipulagi vegna stækkunar á lóð og byggingarreit leikskólans Bergheima, Hafnarbergi 32. Hugmyndin er að koma fyrir nýrri lausri kennslustofu við leikskólann.
Þar sem byggingu nýs leikskóla í nýja íbúðarhverfinu vestan við bæinn var frestað nýlega þarf að leysa húsnæðisþörf Bergheima til bráðabirgða. Stofan sem sótt er um að staðsetja er eins og sú sem er fyrir er á lóðinni eða um 13,5 m x 7,8 eða um 105 m2.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Nefndin bendir á að ekki er hraun, hraunmyndanir af neinu tagi eða annað sem nýtur verndar í samræmi við náttúruverndarlög, á reitnum.

Ef þörf reynist samþykkir nefndin líka stöðuleyfi fyrir húsið meðan deiliskipulagið er í vinnslu.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2207006 - DSK Hveradalir
Skipulagsstofnun kom með nokkrar athugasemdir við yfirferð á deiliskipulagi Hveradala. Skipulagshöfundur hefur nú komið til móts við þær og fylgir uppfærð tillaga með þessum dagskrárlið. Helstu athugasemdir Skipulagsstofnunar voru að skipulagsmörk samræmdust ekki mörkum vatnsverndarsvæðis en þeim hafði verið breytt með breytingu á eldra aðalskipulagi. Skipulagshöfundum nýs aðalskipulags hefur yfirsést þessi breyting þannig að hún var ekki færð inn í nýtt aðalskipulag eins og eðlilegt hefði verið. Einnig að betur sé gerð grein fyrir mannvirkjum sem fyrir eru innan hvers byggingarreits, notkun þeirra, nýtingu og fleira. Einnig hve mörg mannvirki megi vera innan hvers reits. Reitir 06, 08 og 09 eru tilgreindir sértaklega og fjalla betur um skíðalyftur og skíðaleiðir. -Að fjallað skuli betur um klifurgarð og Ziplínu.
Breyting hefur nú verið gerð þessum atriðum m.a. á staðsetningu vatnsbóls og vatnsverndarsvæða þannig að þau eru innan skipulagsmarka.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Nefndin vekur athygli á því að á skipulagssvæðinu stendur aflögð geymsla F2212945 sem sveitarfélagið hefur umráð yfir og nefndin heimilar fyrir sitt leyti að húsið verði fjarlægt.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2304031 - DSK Sólbakki - fyrrum Hlíðartunga land - deiliskipulagsbreyting 2
Lögð er fram endurskoðuð tillaga af breytingu á deiliskipulagi Sólbakka sem áður hét Hlíðartunga land.
Málinu var frestað á 50. fundi nefndarinnar í maí en þá var bókað:
Landeigandi óskar eftir að breyta deiliskipulagi Sólbakka þannig að lóðinni Sólabakka 3 verði skipt í tvær lóðir. Við það verða 4 samliggjandi íbúðarlóðir á svæðinu. Byggingarheimildir á hverri lóð verði í samræmi við aðalskipulag eða samtals 2.020 m2 sem er tæplega 0,15 í nýtingarhlutfall.

Afgreiðsla 50. fundar: Nefndin er jákvæð gagnvart erindinu að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
-Fyrirkomulag vatnsöflunar liggi fyrir áður en deiliskipulagið verður staðfest.
-Útivistarstígar verði sýndir á skipulaginu frá Hvammsvegi að öllum lóðum.
-Ef lögn Nýbýlaveitunnar er innan lóða á svæðinu skal hún sýnd á uppdrætti ásamt kvöð og aðkomu að henni.

Þessi skilyrði hafa að mestu verið uppfyllt í þeirri tillögu sem nú liggur fyrir, nema útaf stendur að gera grein fyrir fyrirkomulagi vatnsöflunar.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Staðfesta þarf fyrirkomulag vatnsöflunar áður en gengið verður endanlega frá skipulaginu.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2206060 - DSK Mói svæði II
Á síðasta fundi var fjallað um tillögu að deiliskipulagi fyrir 2. áfanga Móa og málinu frestað. Þá var gerð eftirfarandi bókun:

Borist hefur endurskoðaður uppdráttur og greinargerð frá Hamrakór ehf. af næstu áföngum íbúðabyggðar á svæði sem kallað er Mói. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar þar sem nefndin taldi að skoða þyrfti betur stærð íbúða og fjölda bílastæða og hvernig tryggja megi uppbrot húshliða líkt og fram kemur á skýringarmyndum.

Afgreiðsla: Frestað. Nefndin vill sjá að bifreiðastæði verði aldrei færri en 1,5 stæði á hverja íbúð á hverri lóð. Að auki verði ekki fleiri en 90 íbúðir innan hverfisins minni en 60 fermetrar. Krafa er um að hafa uppbrot/stöllun á a.m.k. einni hlið hússins í formi inn- eða útskots. Efnisval dugar ekki sem uppbrot húshliða.

Formaður nefndarinnar ásamt skipulagsfulltrúa hafa fundað með lóðarhöfum og er sú tillaga sem nú er lögð fram unnin í kjölfarið.

Tillagan gerir ráð fyrir að tekið verði tillit til hraunmyndana á svæðinu og kemur eftirfarandi fram í greinargerð:
Þekktar hraunmyndanir sem ekki hafa orðið fyrir raski eru merktar inn á uppdrátt og tillit tekið til þeirra við hönnun svæðisins. Þekkt hraunmyndun var áður undir Rásamóa en hún raskaðist við framkvæmdir á nærliggjandi svæði og er því ekki merkt inn á uppdrátt.

Því er ljóst að tillagan spillir ekki ósnortnum hraunmyndunum, eins og hraunlænur, hraunbólstrar, hrauntraðir, gervigígar eða aðrar hraunmyndanir sem teljast verndarverðar skv. lögum nr. 60/2013 um náttúruvernd.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2308002 - DSK deiliskipulag Sandhóll L171798
Hermann Ólafsson landslagsarkitekt leggur fram deiliskipulagstillögu fyrir Sandhól í Ölfusi sem skilgreinir byggingarreiti fyrir íbúðarhús, frístunda- og gestahús og útihús og skiptir landinu í tvo hluta.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að
skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Staðfesta þarf fyrirkomulag vatnsöflunar áður en gengið verður endanlega frá skipulaginu.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2208038 - DSK Þórustaðir 1
Hermann G. Gunnlaugsson landslagsarkitekt leggur fram skipulag fyrir Þórustaði 1 þar sem skilgreindar eru heimildir fyrir frekari uppbyggingu fyrir lögbýlið. Þar er rekið svínabú og er gert ráð fyrir stækkun þess í tillögunni, landmörkum breytt lítillega og smá landskiki færður úr Þórustöðum 2 í Þórustaði 1 en báðar landareignirnar eru í eigu sama aðila.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Staðfesta þarf fyrirkomulag vatnsöflunar áður en gengið verður endanlega frá skipulaginu og merkja varúðarsvæði sem miltsbrandsgröf.

Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir vék af fundi undir þessum lið og tók Grétar Ingi Erlendsson við stjórn fundarins.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir kom aftur inn á fundinn.
Fundargerðir til staðfestingar
7. 2308001F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 56
Fundargerð 56.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 23.08.2023 til staðfestingar.

1. 2308023 - Frárennslismál í Ölfusi og frá nágrannasveitarfélögum

Erla Sif Markúsdóttir bæjarfulltrúi D-lista flutti svohljóðandi ályktun:
Bæjarstjórn tekur undir afstöðu skipulags- og umhverfisnefndar og telur með öllu óviðunandi að frárennslismál í Hveragerði séu með þeim hætti að það valdi slíkri mengun að hollustuháttum og jafnvel öryggi fólks í Ölfusi skuli stafa ógn af.

Bæjarstjórn tekur undir þá afstöðu nefndarinnar og gerir þá kröfu til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands að tryggt verði að fleiri húsum verði ekki bætt inn á hina mengandi hreinsistöð fyrr en vandi hennar hefur verið leystur.

Ályktunin lögð fyrir fundinn og samþykkt með 6 atkvæðum B og D lista, Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi H-lista sat hjá.


2. 2308021 - DSK Hafnarberg 32 -Breyting á deiliskipulagi - stækkaður byggingarreitur og lóð L171940
3. 2207006 - DSK Hveradalir. Tekið fyrir sérstaklega.
4. 2304031 - DSK Sólbakki - fyrrum Hlíðartunga land - deiliskipulagsbreyting 2. Tekið fyrir sérstaklega.
5. 2308005 - Fyrirspurn um möguleika á stækkun lóðar Vesturbakki 12 L234342

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
8. 2308004F - Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 12
Fundargerð fjölskyldu- og fræðslunefndar frá 23.08.2023 til staðfestingar.

1. 2302055 - Skýrsla leikskólastjóra
2. 2308022 - Starfsáætlun Bergheima
3. 1602028 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn: Skýrsla skólastjóra
4. 2308015 - Reglur í félagsþjónustu
5. 2308016 - Stefna í málefnum aldraðra - vinnuskjal
6. 2308017 - Fjölskyldu og velferðarstefna

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
9. 2308005F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 53
Fundargerð afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 24.08.2023 til kynningar.

1. 2307027 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Elsugata 1-3-5 - Flokkur 2
2. 2307028 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Fríðugata 5-7 - Flokkur 2
3. 2307029 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Elsugata 13-15-17 - Flokkur 2
4. 2307030 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Bárugata 2-4-6 - Flokkur 2
5. 2209005 - Umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1
6. 2308032 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hjarðarbólsvegur 7 - Flokkur 2
7. 2308027 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Gljúfurárholt land 7 - Flokkur 2
8. 2308024 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Vellir gistihús - Flokkur 2
9. 2308035 - Umsókn um lóð, Vesturbakki 15
10. 2308034 - Umsókn um lóð, Vesturbakki 15
11. 2308033 - Umsókn um lóð, Vesturbakki 15
12. 2308031 - Umsókn um lóð, Vesturbakki 15
13. 2308030 - Umsókn um lóð, Vesturbakki 15
14. 2308029 - Umsókn um lóð, Vesturbakki 15
15. 2308028 - Umsókn um lóð, Vesturbakki 15
16. 2308026 - Umsókn um lóð, Vesturbakki 15
17. 2308025 - Umsókn um lóð, Vesturbakki 15

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
10. 1604036 - Fjallskil Fundargerðir fjallskilanefndar.
Fundargerðir Fjallskilanefndar frá 08.06.2023 og 24.08.2023 til staðfestingar.
Fundargerðir Fjallskilanefndar staðfestar.
Fundargerðir til kynningar
11. 2009052 - Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurlands
Fundargerð 229.fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 08.08.2023 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
12. 1805041 - Menningarmál Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga
Fundargerð 7.fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga frá 16.08.2023 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
13. 1603010 - Málefni fatlaðs fólks Fundargerðir stjórnar Bergrisans.
Fundargerð 59.fundar stjórnar Bergrisans frá 09.06.2023, 60.fundar frá 12.06.2023 og 61.fundar frá 12.07.2023 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?