Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 340

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
30.01.2025 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 1. varaforseti,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Erla Sif Markúsdóttir bæjarfulltrúi,
Gunnsteinn R. Ómarsson 1. varamaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson bæjarfulltrúi,
Berglind Friðriksdóttir 1. varamaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Í upphafi fundar leitaði forseti eftir athugasemdum við fundarboðið en engar bárust.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2501050 - Beiðni um lausn frá störfum í bæjarstjórn Ölfuss
Erindi frá Ásu Berglindi Hjálmarsdóttur bæjarfulltrúa H-lista þar sem óskað er eftir lausn frá störfum bæjarfulltrúa til loka kjörtímabilsins 2022-2026.
Erla Sif Markúsdóttir tók til máls.

Bæjarstjórn samþykkir beiðni Ásu Berglindar Hjálmarsdóttur um lausn frá störfum til loka kjörtímabilsins 2022 - 2026 og þakkar henni fyrir samstarfið og vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins.
2. 1806017 - Kosning í nefndir og ráð Sveitarfélagsins Ölfuss 2022-2026
Breyting á fulltrúum H-lista í framkvæmda- og hafnarnefnd, bæjarráði og á aðalfundi SASS. Lagt er til að Berglind Friðriksdóttir H-lista verði aðalmaður í framkvæmda- og hafnarnefnd, áheyrnarfulltrúi í bæjarráði og aðalmaður á aðalfundi SASS.

Einnig er lagt til að Sigfús Benóný Harðarson H-lista verði varamaður á aðalfundi SASS.

Bæjarstjórn samþykkir tillögurnar samhljóða.

3. 1806017 - Kosning í nefndir og ráð Sveitarfélagsins Ölfuss 2022-2026
Breyting á varamanni B-lista í fjölskyldu- og fræðslunefnd. Lagt er til að Katrín Ósk Sigurgeirsdóttir verði varamaður B-lista í stað Hrafnhildar Hlínar Hjartardóttur.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
4. 2412032 - Viljayfirlýsing - samstarf um uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis Carbfix
Viljayfirlýsing við Carbfix var lögð fyrir bæjarráð 17.01.2025. Minniháttar breytingar hafa verið gerðar og því er viljayfirlýsingin lögð fyrir bæjarstjórn.

Lögð er fram óbindandi viljayfirlýsing þar sem Sveitarfélagið Ölfus, Hafnarsjóður Þorlákshafnar, Carbfix hf., Coda Terminal hf. og Veitur ohf. lýsa yfir vilja til samstarfs um úttekt á forsendum uppbyggingar og reksturs Coda stöðvar í Ölfusi. Viljayfirlýsingin hefur þegar verið samþykkt einróma í bæjarráði á 436.fundi þess. Verkefnið felur í sér móttöku, niðurdælingu og bindingu á CO2 með nýtingu Carbfix tækninnar, sem byggir á náttúrulegum ferlum til varanlegrar bindingar koldíoxíðs í berg. Aðferðin er vel þekkt innan sveitarfélagsins enda hefur Carbfix hf. staðið að niðurdælingu sem þessari á vinnslusvæði Hellisheiðarvirkjunar í Ölfusi án vandkvæða frá 2012 en alls hefur 75.000 tonnum af CO2 verið dælt niður í borholur þar síðan 2014. Markmið verkefnisins er að skapa loftslagsvænan iðnað, styðja við uppbyggingu atvinnulífs í Ölfusi og stuðla að efnahagslegum og samfélagslegum ávinningi til framtíðar. Í samræmi við vilja bæjarráðs hefur þegar verið haldinn íbúafundur um verkefnið þar sem fram kom ríkur vilji til að vinna málið á gagnsæjan og upplýstan máta.

Gunnsteinn Ómarsson og Elliði Vignisson tóku til máls.

Bæjarstjórn lýsir yfir stuðningi við framkomna viljayfirlýsingu og ítrekar mikilvægi þess að málið sé unnið í nánu samstarfi við sveitarfélagið, með sérstakri áherslu á samvinnu við íbúa og aðra hagaðila, til að tryggja að verkefnið verði í sátt við nærumhverfi.

Í því samhengi bendir bæjarstjórn á að tilvísanir um framgang verkefnisins séu til viðmiðunar og á engan hátt bindandi enda höfuð áhersla lögð á yfirvegað og upplýst ferli.

Með samþykki sínu leggur bæjarstjórn því áherslu á að áætlanir um samskipti og kynningu verkefnisins sé hrint í framkvæmd strax við undirritun viljayfirlýsingarinnar og að verkefnið uppfylli öll lagaleg og skipulagsleg skilyrði. Þá kallar bæjarstjórn eftir því að viljayfirlýsingin ásamt viðaukum verði gerð aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagins til kynningar fyrir íbúa sveitarfélagsins.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að undirrita viljayfirlýsinguna.

Samþykkt samhljóða.
5. 2501043 - Húsnæðisáætlun Ölfuss 2025
Lögð er fram húsnæðisáætlun Ölfuss 2025.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Áætlunin staðfest.

Erla Sif Markúsdóttir og Elliði Vignisson tóku til máls.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2501018 - Endurnýjun samninga við íþróttafélög 2025-2028
Íþrótta- og tómstundanefnd fjallaði um málið á 47.fundi sínum og lagði fram breytingatillögur.

Bókun nefndar:
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur fram eftirfarandi breytingatillögu við samningana:
- Að Körfuknattleiksdeild Þórs verði greiddur afreksstyrkur að upphæð kr. 2.620.000 vegna meistaraflokksliðs kvenna félagsins sem leikur í efstu deild. Þessi afreksstyrkur er í samræmi við reglur um greiðslu afreksstyrkja.
- Að framlag til meistaraflokks Knattspyrnufélagsins Ægis verði hækkað um kr. 430.000.



Bæjarstjórn samþykkir samninga við íþróttafélög 2025 til 2028 með þeirri breytingu sem lögð var til af íþrótta- og tómstundanefnd og felur starfsmönnum sínum að vinna viðauka við fjárhagsáætlun vegna þessa.

Samþykkt samhljóða.
7. 2501036 - Tillaga að nýrri gjaldskrá fyrir árið 2025
Lögð er fram tillaga að nýrri gjaldskrá fyrir árið 2025. Ástæða breytinganna er að einfalda gjaldskrána og gera einfaldar lagfæringar á textunum.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Samþykkt

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2309035 - ASK Meitlar og Hverahlíð II - Aðalskipulagsbreyting vegna rannsóknaboranna
Endurkoma eftir athugasemdaferli
Athugasemdaferli skipulagsbreytingarinnar er lokið og voru gerðar athugasemdir við breytinguna. Skipulagshöfundur hefur brugðist við umsögnum og leggur fram uppfært skipulag ásamt samantekt með umsögnum og viðbrögðum við þeim.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. og 2. málsgrein 32. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2405173 - Skíðaskálinn í Hveradölum - breytt DSK
Endurkoma eftir athugasemdir Skipulagsstofnunnar
Skipulagsstofnun gerir athugasemd við skipulagsbreytinguna á þeim grundvelli að hún sé í ósamræmi við aðalskipulag. Í athugasemd stofnunarinnar segir: "Bent er á að í breytingu aðalskipulags þarf að að tilgreina fjölda gistarýma og fjölda gesta sem muni geta gist á hótelinu í sérákvæðum fyrir VÞ19."
Á bls. 57 í aðalskipulagi Ölfuss er birt tafla sem ber yfirheitið "Yfirlit yfir verslunar- og þjónustusvæði (VÞ) í dreifbýli ásamt skilmálum."
Skipulagsstofnun túlkar töfluna sem svo að í henni sé tilgreindur hámarksfjöldi gesta og gistirýma og breyta þurfi aðalskipulagi ef vikið sé frá þeim fjölda. Væri fallist á svo þrönga túlkun er ljóst að breyta þyrfti aðalskipulagi í hvert skipti sem gerð væri nokkurs konar breyting til aukningar á hóteli eða annars konar þjónustu í sveitarfélaginu.

Nefndin er ósammála þessari túlkun Skipulagsstofnunnar á yfirlitstöflunni. Af orðalagi í almennum skilmálum að dæma og af samhengi í orðalagi töflunnar er ekki hægt að fallast á að líta megi á fjöldatölur í töflunni sem hámark leyfilegs byggingamagns heldur felst í henni yfirlit yfir núverandi fjölda gesta og gistirýma.

Í almennum skilmálum á bls 56 segir: "Í deiliskipulagi verði skilgreint umfang og eðli verslunar- og þjónustusvæða. Þar verði skilgreind frekari uppbygging þjónustu." Nefndin telur að með þeim orðum sé allur vafi tekinn af um að markmið aðalskipulagsins hafi ekki verið að fastsetja fjöldahámörk gesta og gistirýma á viðskipta og þjónustusvæðum enda skuli umfang og eðli skilgreint í deiliskipulagi.

Að öllu framansögðu er það mat nefndarinnar að deiliskipulagið sé í samræmi við gildandi aðalskipulag og því sé heimilt að birta það í B-deild Stjórnartíðinda.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
10. 2410041 - M2 Óseyrarbraut - breyting á aðalskipulagi
Lögð er fram skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagsreit M2 við Óseyrarbraut. Breytingin felur í sér aukningu á hámarks íbúafjölda í ljósi þess að til stendur að reisa þar allt að 5 hæða fjölbýlishús. Í dag er gert ráð fyrir allt að 60 íbúðum á þessu svæði en með breytingunni er gert ráð fyrir að hámarkið yrði allt að 155 íbúðir.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Leiðrétta þarf glæru 10 og 11 þar sem vísað er í 180 íbúðir en á að vera 155.

Vilhjálmur Baldur Guðmundsson, Grétar Ingi Erlendsson, Gunnsteinn Ómarsson, Berglind Friðriksdóttir og Elliði Vignisson tóku til máls.

Gert var fundarhlé kl. 16:55, fundi fram haldið kl.17:10.

Gert var fundarhlé kl. 17:20, fundi fram haldið kl. 17:35.

Niðurstaða nefndarinnar lögð fyrir bæjarstjórn og hún staðfest með 5 atkvæðum, Berglind Friðriksdóttir H-lista og Gunnsteinn Ómarsson B-lista sátu hjá.
11. 2310036 - DSK íbúðar- og frístundalóðir ofan vegar Riftún L171796
Endurkoma eftir athugasemdir SLS
Skipulagsstofnun gerði nokkrar athugasemdir við skipulagið meðal annars að það samræmdist ekki aðalskipulagi þar sem samliggjandi lóðir væru fleiri en 5. Skipulagshöfundur hefur gert lagfæringar á skipulaginu til að bregðast við athugasemdum Skipulagsstofnunar.
Varðandi athugasemdir Skipulagsstofnunar um að óljóst sé hvernig skipulagstillagan samræmist skilmálum aðalskipulags þar sem segir: "fari fjöldi samliggjandi lóða í fimm eða fleiri skal skilgreina svæðið sem íbúðarbyggð." Rétt er að taka fram að hluti skipulagsins er á svæði sem skilgreint er sem frístundabyggð F7 í aðalskipulagi. Skv. skilmálum aðalskipulags er heimilt að staðsetja þar allt að 30 frístundahús. Á þeim hluta skipulagsins sem skilgreindur er sem landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi er að finna 4 lóðir og telst það innan heimilda aðalskipulags.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
12. 2312041 - Umsókn um framkvæmdarleyfi - landfylling
Þorlákshafnarhöfn leggur fram umsókn um framkvæmdaleyfi til að gera tæplega 1 ha. landfyllingu við Suðurvararbryggju. Umsóknin er gerð með fyrirvara um birtingu deiliskipulags hafnarsvæðis í B-deild Stjórnartíðinda og með fyrirvara um að framkvæmdin verði ekki metin umhverfismatsskyld af Skipulagsstofnun en matsskyldufyrirspurn er í vinnslu þar til 27. janúar.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Framkvæmdaleyfi er veitt með fyrirvara um birtingu deiliskipulags í B-deild Stjórnartíðinda og með fyrirvara um að framkvæmdin verði ekki metin umhverfismatsskyld.

Bókun Hrafnhildar Hlínar Hjartardóttur: Ég tel að fresta eigi málinu þar til öll gögn liggja fyrir.

Málið var tekið til atkvæðagreiðslu. Fulltrúar D-lista greiddu atkvæði með tillögunni. Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir B-lista greiddi atkvæði á móti og Vilhjálmur Baldur B-lista sat hjá.

Berglind Friðriksdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Við teljum eðlilegt að beðið hefði verið með að taka framkvæmdaleyfisveitinguna fyrir hjá bæjarstjórn þar til endanlegt álit Skipulagsstofnunar um umhverfismatsskyldu liggur fyrir. Til áréttingar þá erum við algjörlega mótfallin fyrirhugaðri landfyllingu og teljum meiri samfélagsleg verðmæti liggja til framtíðar í einstakri náttúruperlu en þessari umdeildu landfyllingu.

Berglind Friðriksdóttir H-lista og Gunnsteinn R. Ómarsson B-lista.

Grétar Ingi Erlendsson, Gunnsteinn Ómarsson og Elliði Vignisson tóku til máls.

Niðurstaða nefndarinnar lögð fyrir bæjarstjórn og hún staðfest með 4 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista. Berglind Friðriksdóttir H-lista og Gunnsteinn Ómarsson B-lista greiddu atkvæði gegn niðurstöðunni og Vilhjálmur Baldur Guðmundsson B-lista sat hjá.
13. 2306049 - DSK Breyting á skipulagi hafnarsvæðis - landfylling
Endurkoma eftir athugasemdir SLS
Skipulagsstofnun hefur lokið lokayfirferð sinni og gerir ekki athugasemdir við að skipulagið sé birt í B-deild Stjórnartíðinda. Stofnunin leggur þó fram ábendingar sem hún vill að sveitarfélagið bregðist við áður en skipulagið er birt.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin hefur yfirfarið ábendingar stofnunarinnar og leggur fram eftirfarandi viðbrögð.

Rask á hafsbotni
Rétt er að taka fram að ekki er um að ræða rask á hafsbotni heldur framkvæmdir í fjöruborði, sem er á þurru landi við stórstraumsfjöru. Gera verður greinarmun á hugtakinu hafsbotn og fjöruborð en eins og sést á loftmyndum sem liggja fyrir í málinu er landfyllingin staðsett í fjöruborði sem samanstendur af stórgrýti og klöpp. Ekki stendur til að raska hafsbotninum né fjöruborðinu að neinu leyti enda engin þörf þar á.

Áhrif á vatnshlotið 103-1341-C
Sveitarfélagið hafnar þeirri fullyrðingu Skipulagsstofnunar að áhrif á vatnshlotið 103-1341-C hljóti að vera óviss. Taka þarf tillit til þess að landfyllingin er að flatarmáli 0,01 % af flatarmáli vatnshlotsins, sem nær langleiðina frá Þjórsá í austri að Keflavík í vestri. Allt það efni sem nýtt verður til framkvæmdarinnar er þegar hluti af umhverfi vatnshlotsins. Eingöngu er um tilflutning á efni innan vatnshlotsins að ræða. Öllu tali um mengun er vísað frá af þeim sökum. Sveitarfélagið ítrekar þá afstöðu sína og telur ljóst að áhrif á vatnshlotið eru engin.

Meint óvissa um áhrif á öldufar
Eins og fram hefur komið í málinu óskaði sveitarfélagið formlega eftir því við Vegagerðina að öldufar yrði metið en Vegagerðin hafnaði að framkvæma það mat. Í þeirri stöðu fól sveitarfélagið verkfræðistofunni Portum að vinna minnisblað um áhrif framkvæmdarinnar á öldufar á svæðinu. Minnisblaðið var unnið upp úr öldufarsútreikningum Vegagerðarinnar annars vegar á Suðurvarargarði eins og hann var fyrir 2021 borið saman við Suðurvarargarð ef hann yrði færður um allt að 200 m utar og lengdur um 250 metra. Eins og gefur að skilja er sú framkvæmd umtalsvert umfangsmeiri en uppfylling í fjöruborðinu eins og sú sem hér er rædd. Áhrif á öldufar sem útreikningar Vegagerðarinnar náðu til voru því á sama hátt viðameiri en af mun minni framkvæmd við uppfyllinguna.
Niðurstaða minnisblaðsins var að áhrif landfyllingar á öldufar væri óveruleg. Þá vísast einnig til loftmynda af svæðinu þar sem sést vel að það svæði sem landfyllingin er staðsett á er á þurru landi þegar fjara er. Í samtölum við Vegagerð hafa starfsmenn stofnunarinnar lýst því yfir við Sveitarfélagið að mjög ólíklegt sé að landfyllingin muni hafa nokkur áhrif á brimbrettaöldu.

Sveitarfélagið ítrekar þá afstöðu að efling hafnarinnar, m.a. með umræddri landfyllingu, mun ekki hafa áhrif á möguleika til brimbrettaiðkunnar til framtíðar. Að því sögðu, þegar hagsmunir rekast á, þarf að framkvæma heildarmat þar sem minni hagsmunir víkja fyrir þeim meiri. Stækkun hafnarinnar í Þorlákshöfn er gríðarlega mikilvægt samfélagsverkefni fyrir Þorlákshöfn, Ölfus og jafnvel allt Suðurland. Að öllu metnu eru ríkari hagsmunir fólgnir í að skipulagið nái fram að ganga.

Málið var tekið til atkvæðagreiðslu. Fulltrúar D-lista greiddu atkvæði með bókuninni en fulltrúar B-lista sátu hjá.

Gunnsteinn Ómarsson, Grétar Ingi Erlendsson og Elliði Vignisson tóku til máls.

Niðurstaða nefndarinnar lögð fyrir fundinn og staðfest með 4 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista, Berglind Friðriksdóttir H-lista og Gunnsteinn Ómarsson greiddu atkvæði á móti og Vilhjálmur Baldur Guðmundsson B-lista sat hjá.

Gunnsteinn Ómarsson gerði grein fyrir mótatkvæðum og lagði fram eftirfarandi bókun:
Starfsfólk Vegagerðarinnar taldi sig ekki hafa sérfræðiþekkingu til að leggja mat á áhrif landfyllingarinnar á brimbrettaiðkun og mat þeirra var að leita þyrfti til aðila sem hefðu þá sérþekkingu. Okkur þykir skjóta skökku við að sveitarfélagið hafi tekið þá afstöðu að leita eingöngu til samstarfsaðila sveitarfélagsins í hafnarframkvæmdum sem raunar lagði hugmyndina að landfyllingunni til í upphafi. Við hefðum kosið að í umdeildu verkefni sem þessu hefði verið leitað til viðurkennds aðila með sérþekkingu á brimbrettaiðkun og er ótengdur verkefninu. Við ítrekum afstöðu okkar varðandi þetta verkefni, við erum algjörlega mótfallin fyrirhugaðri landfyllingu af virðingu við einstaka náttúruperlu.

Berglind Friðriksdóttir H-lista og Gunnsteinn R. Ómarsson B-lista.


14. 2406026 - Bakkamelur íbúasvæði ASK
Lögð er fram aðalskipulagsbreyting fyrir landið Bakkamel, reit ÍB30 í aðalskipulagi. Skipulagssvæðið verður stækkað úr 28 í 48 Ha og hámarks íbúðamagn aukið úr 25 í 95.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Grétar Ingi Erlendsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Elliði Vignisson tók til máls.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Grétar Ingi kom aftur inn á fundinn.
15. 2306014 - DSK Akurholt ný íbúðar-, frístunda-, iðnaðar-, verslunar og þjónustusvæði
Endurkoma eftir athugasemdir SLS
Skipulagsstofnun gerði athugasemdir við deiliskipulagið sem skipulagshöfundur hefur brugðist við og leggur fram eftirfarandi leiðréttingar:

Athugasemdir um formgalla:
1. Það liggur fyrir að ÍB svæðið var skilgreint of stórt í aðalskipulagi. Aldrei stóð til að hrófla við landbúnaðarlóðum sem fyrir voru á svæðinu, og meira að segja þá vildum við helst ekki hrófla við því svæði á nokkurn hátt heldur breyta aðeins því sem þörf væri á. Þá hefði umrætt svæði einfaldlega verið rangt skráð í ask þar sem í gildi er dsk með landbúnaðarlóðum. Hef fjallað um þetta misræmi í kafla 3.1. þar sem óskað er samþykki skipulagsins með þeim fyrirvara að aðalskipulagi verði lagfært hvað þetta varðar og að lóðirnar haldi sínum status sem landbúnaðarlóðir. (sjá skýringamynd)
2. Þá er í sama kafla fjallað um af hverju mörk frístundahúsasvæðis eru ekki látin fylgja nákvæmlega beinum línum í ASK, heldur taki mið af staðbundnum aðstæðum (sjá skýringamynd).
3. Vegna athugasemda Hveragerðisbæjar er bætt við kafla um þjónustu og innviði (5.5.).

Athugasemdir um formgalla:
1. Afmörkun landbúnaðarlóða hefur verið samræmd.
2. Fjallað er um mögulega sameiningu VÞ lóða (þetta á ekki við um iðnaðarlóðir eins og segir í athugasemdum) í kafla 4.3.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
16. 2407019 - Gerðarkot og Þorgrímsstaðir nýtt DSK
Endurkoma eftir athugasemdir Skipulagsstofnunar.
SLS gerði athugasemdir við skipulagið og taldi m.a. að ekki hefði verið brugðist nægilega við athugasemdum HSL. Skipulagshöfundur hefur gert breytingar á skipulaginu til móts við athugasemdir stofnunarinnar og m.a. fengið svar frá HSL að komið hafi verið til móts við þau.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
17. 2412025 - Sogn - Nýtt deiliskipulag
Lagt er fram nýtt deiliskipulag fyrir Sogn. Áætlað er að bæta við nokkrum fangarýmum í nánustu framtíð og auka vinnu- og afþreyingarmiðstöð fanga og gerir tillagan ráð fyrir nokkrum nýjum byggingarreitum fyrir þá uppbyggingu.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
18. 2410048 - Laxabraut 31 DSK
Endurkoma eftir athugasemdaferli
Gerðar voru athugasemdir við skipulagið sem skipulagshöfundur hefur nú brugðist við.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnarinnar staðfest.
19. 2501037 - Laxabraut 5 Fiskeldisstöð DSK
Sett er fram skipulagslýsing fyrir deiliskipulag fiskeldis á Laxabraut 5 í Þorlákshöfn, (L172017). Á lóðinni er rekin fiskeldisstöð. Hugmyndir eru um stækkun starfseminnar og meiri framleiðslu.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa skipulagslýsinguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
20. 2406070 - Raufarhólshellir DSK stækkun byggingarreits
Lögð er fram deiliskipulagsbreyting fyrir Raufarhólshelli. Í deiliskipulagsbreytingunni felst að byggingarreitur stækkar til norðausturs og heimilað byggingamagn eykst um 250 m² úr 200 m² í 450 m². Hámarkshæð húss eykst einnig úr 3 metrum í 6 metra yfir jarðvegsyfirborði og skilmálar fyrir þjónustuhús eru uppfærðir.

Málinu var frestað á síðasta fundi í ljósi þess að önnur skipulagsbreyting á sama svæði væri enn í vinnslu. Nú hefur verið staðfest að fallið hafi verið frá fyrri deiliskipulagsbreytingu.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010.

Grétar Ingi Erlendsson tók til máls.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
Fundargerðir til staðfestingar
21. 2412003F - Bæjarráð Ölfuss - 434
Fundargerð 434.fundar bæjarráðs Ölfuss frá 19.12.2024 til staðfestingar.

1. 2404124 - Íbúakosning. Til kynningar.
2. 2207036 - Viljayfirlýsing vegna lóðar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2412027 - Staða Vélhjóladeildar UMF Þórs. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2412028 - Skólaþjónusta við börn úr Grindavík. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2412030 - Sala á hlutum í Kuldabola ehf. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
22. 2412005F - Bæjarráð Ölfuss - 435
Fundargerð 435.fundar bæjarráðs Ölfuss frá 02.01.2025 til staðfestingar.

1. 2412032 - Viljayfirlýsing - samstarf um uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis Carbfix. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
23. 2501002F - Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 28
Fundargerð 28.fundar fjölskyldu- og fræðslunefndar frá 08.01.2025 til staðfestingar.

1. 2310024 - Deildarstjóri velferðarþjónustu - kynning. Til kynningar.
2. 2501004 - Sviðsstjóri fjölskyldu og fræðslusviðs - starfsárið 2024 og árið 2025. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
24. 2501003F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 85
Fundargerð 85.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 08.01.2025 til staðfestingar.

1. 2412013 - Umferðarmat Ölfuss. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2412024 - Umsögn um nýtingarleyfi GeoSalmo á Laxabraut. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2412034 - Samruni landeigna - Víkursandur 4, 6 og 8. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2405173 - Skíðaskálinn í Hveradölum - breytt DSK. Tekið fyrir sérstaklega.
5. 2410041 - M2 Óseyrarbraut - breyting á aðalskipulagi. Tekið fyrir sérstaklega.
6. 2310036 - DSK íbúðar- og frístundalóðir ofan vegar Riftún L171796. Tekið fyrir sérstaklega.
7. 2309035 - ASK Meitlar og Hverahlíð II - Aðalskipulagsbreyting vegna rannsóknaboranna. Tekið fyrir sérstaklega.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
25. 2412004F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 60
Fundargerð 60.fundar framkvæmda-og hafnarnefndar frá 18.12.2024 til staðfestingar.

1. 2406028 - Suðurvarabryggja-Yfirborðsfrágangur. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja. Til kynningar.
3. 2307020 - Suðurvararbryggja endurbygging stálþils. Til kynningar.
4. 2412022 - Umsókn um lóð - Norðurbakki 7. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2409042 - Viðhaldsáætlun sveitarfélagsins 2025. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2409001 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2025-2028. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2401019 - Framkvæmdaráætlun 2023-24. Til kynningar.
8. 2412026 - Yfirlýsing um að nýta ekki forkaupsrétt vegna Hafnarskeiðs 1 og 3. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2412030 - Sala á hlutum í Kuldabola ehf. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
26. 2501004F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 61
Fundargerð 61.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar frá 09.01.2025 til staðfestingar.

1. 2501011 - Aðstaða til áætlunarsiglinga og uppbyggingar flutningastarfsemi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.


27. 2501008F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 47
Fundargerð 47.fundar íþrótta- og tómstundanefndar frá 15.01.2025 til staðfestingar.

1. 2411040 - Farsælt frístundastarf - Sportskóli fyrir börn í 1. - 2. bekk. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2412027 - Staða Vélhjóladeildar UMF Þórs. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2501018 - Endurnýjun samninga við íþróttafélög 2025-2028. Tekið fyrir sérstaklega.
4. 2501017 - Tilnefningar til íþróttamanns Ölfus 2024. Til kynningar.
5. 2501016 - Samantekt yfir nýtingu frístundastyrks árið 2024. Til kynningar
6. 2501015 - Drög, Reglur um úthlutun afreksstyrkja. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2501029 - Brimbrettafélag Íslands kynning. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.

28. 2501007F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 62
Fundargerð 62.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar frá 15.01.2025 til staðfestingar.

1. 2501020 - Breikkun akstursleiðar meðfram Hafnarskeiði 6 og 8. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2012014 - Snjómokstur og hálkueyðing. Til kynningar.
3. 2501019 - Landeldisgjald. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2501021 - Framkvæmdaráætlun 2024-25. Til kynningar.
5. 2307020 - Suðurvararbryggja endurbygging stálþils. Til kynningar.
6. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja. Til kynningar.
7. 2406028 - Suðurvarabryggja-Yfirborðsfrágangur. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2501031 - Umsókn um lóð - Hafnarvegur 3. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2501030 - Umsókn um lóð - Hafnarvegur 1. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
29. 2501005F - Bæjarráð Ölfuss - 436
Fundargerð 436.fundar bæjarráðs Ölfuss frá 16.01.2025 til staðfestingar.

1. 2501002 - Reglur um afslátt af fasteignagjöldum og holræsagjaldi 2025. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2412032 - Viljayfirlýsing - samstarf um uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis Carbfix. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2409021 - Erindi frá Brynju leigufélagi ses um íbúðir í Ölfusi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
30. 2501009F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 86
Fundargerð 86.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 22.01.2025 til staðfestingar.

1. 2501028 - Reykjabraut 2 - nafngift götu. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2406070 - Raufarhólshellir DSK stækkun byggingarreits. Tekið fyrir sérstaklega.
3. 2412025 - Sogn - Nýtt deiliskipulag. Tekið fyrir sérstaklega.
4. 2501014 - Merkjalýsing - Samsett aðgerð - Grásteinn. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2501024 - Umsókn um stöðuleyfi - Lambafellsnáma. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2501026 - Merkjalýsing - Uppskipting landeignar - Efri-Grímslækur 1 og Efri-Grímslækur 2. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2501034 - Þorlákshafnarlína 2 ASKbr. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2501037 - Laxabraut 5 Fiskeldisstöð DSK. Tekið fyrir sérstaklega.
9. 2501038 - Bolaölduvirkjun ASKbr. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
10. 2501039 - Hafnarskeið 22 - Ósk um lóðarstækkun. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
11. 2306014 - DSK Akurholt ný íbúðar-, frístunda-, iðnaðar-, verslunar og þjónustusvæði. Tekið fyrir sérstaklega.
12. 2306049 - DSK Breyting á skipulagi hafnarsvæðis - landfylling. Tekið fyrir sérstaklega.
13. 2312041 - Umsókn um framkvæmdarleyfi - landfylling. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
14. 2501036 - Tillaga að nýrri gjaldskrá fyrir árið 2025. Tekið fyrir sérstaklega.
15. 2406026 - Bakkamelur íbúasvæði ASK. Tekið fyrir sérstaklega.
16. 2410048 - Laxabraut 31 DSK. Tekið fyrir sérstaklega.
17. 2407019 - Gerðarkot og Þorgrímsstaðir nýtt DSK. Tekið fyrir sérstaklega.
18. 2501043 - Húsnæðisáætlun Ölfuss 2025. Tekið fyrir sérstaklega.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
Fundargerðir til kynningar
31. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð 955.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 15.11.2024, 956.fundi frá 20.11.2024, 957.fundi frá 22.11.2024, 958.fundi frá 24.11.2024 og 959.fundi frá 29.11.2024 til kynningar
Lagt fram til kynningar.
32. 1701026 - Brunamál Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu
Fundargerð 24.fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu frá 18.12.2024 til kynningar.
Grétar Ingi Erlendsson og Elliði Vignisson tóku til máls.

Lagt fram til kynningar.

33. 2009027 - Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.
Fundargerð sameiginlegs fundar Samtaka orkusveitarfélaga og Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum frá 06.12.2024 og fundargerð 79.fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 17.janúar 2025 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
34. 1603010 - Málefni fatlaðs fólks Fundargerðir stjórnar Bergrisans.
Fundargerð 79.fundar stjórnar Bergrisans frá 02.12.2024 og 80.fundar frá 13.01.2025 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
35. 2302026 - Arnardrangur hses.fundargerðir stjórnar
Fundargerð 20.fundar stjórnar Arnardrangs 02.12.2024.
Lagt fram til kynningar.
36. 2009052 - Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurlands
Fundargerð 241.fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 14.01.2025 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
37. 1601020 - Hreinlætismál Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð 330.fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 18.12.2024 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?